Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sara Lind klökk í réttarsal: „Átti lengi vel erfitt með að keyra framhjá VR“

Sara Lind Guð­bergs­dótt­ir í rétt­ar­sal. Stefn­ir VR fyr­ir einelti og ólög­mæta upp­sögn.

Sara Lind klökk í réttarsal: „Átti lengi vel erfitt með að keyra framhjá VR“
Klökk í réttarsal Sara Lind gengur inn í réttarsál ásamt Högna Óskarssyni geðlækni. Ólafía Björk Rafnsdóttir, formaður VR, sést í bakgrunni. Mynd: Kristinn Magnússon

Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í skaðabótamáli Söru Lindar Guðbergsdóttur gegn stéttarfélaginu VR, en Sara Lind stefndi félaginu fyrir ólögmæta uppsögn og einelti. Henni var vikið frá störfum hjá VR árið 2013 en hún hafði gegnt stöðu deildarstjóra ráðgjafadeildar VR. 

Sara var ráðin til VR í apríl árið 2012 en síðar varð hún sambýliskona þáverandi formanns félagsins, Stefáns Einars Stefánssonar. DV fjallaði um það í desember 2012 að Sara Lind hefði verið ráðin í yfirmannsstöðu hjá VR þrátt fyrir að hafa ekki verið metin hæfust. Í umfjölluninni segir meðal annars að innan VR hafi sú saga gengið að áður en ráðningarferlið fór af stað væri búið að ákveða að Sara Lind fengi starfið. Sara Lind og Stefán Einar stefndu í kjölfarið útgáfufélaginu DV og Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra blaðsins, fyrir meiðyrði. Niðurstaða fékkst í málið þann 31. mars síðastliðinn þegar DV var sýknað í málinu í Hæstarétti. 

Í réttarsal
Í réttarsal Sara Lind Guðbergsdóttir stefndi VR fyrir ólögmæta uppsögn og einelti.

Ásakanir um einelti ekki á rökum reistar

Krefst Sara Lind tveggja milljóna króna í bætur frá stéttarfélaginu vegna miska sem ólögmæt uppsögn og einelti hafa valdið henni. Nokkru áður en Söru Lind var sagt upp höfðu félagsmenn VR hafnað Stefáni Einar í kosningu til formanns þar sem Ólafía Björg Rafnsdóttir hafði sigur. Ástæður uppsagnar Söru Lindar voru sagðar skipulagsbreytingar innan félagsins. Sara Lind sakaði Ólafíu Björk í kjölfarið um einelti eftir að henni var sagt upp störfum hjá VR og voru þessar ásakanir rannsakaðar af sálfræðistofunni Líf og sál. Niðurstaða sálfræðistofunnar Líf og sál eftir þá rannsókn var á þá leið að ásakanir Söru Lindar um einelti væru ekki á rökum reistar.

Skýrslutaka Söru Lindar hófst á því að lögmaður hennar Jónas Fr. Jónsson spurði hana hvert hennar ábyrgðarsvið hefði verið. Hún sagðist hafa verið deildarstjóri ráðgjafadeildar. „Ég sá um málefni atvinnuleitanda, sem er mjög viðamikið verkefni. Skyldur mínar fólust í vikulegum fundum og skipulagningu,“ sagði Sara Lind.  Hún sagði að samskipti sín við Ólafíu hafi verið stirð frá upphafi.

Segist hafa verið hunsuð af Ólafíu

Sara Lind fór yfir starfsvið sitt hjá VR sem fólst í yfirumsjón yfir ráðgjafadeild. Það fólst í fundum og skipulagningu. Svo lýsti Sara Lind samskiptum sínum við Ólafíu Rafnsdóttur, formann VR. „Ástæðan fyrir því að við erum hér er að því miður var samstarf okkar ekki eins og á væri kosið. Þetta hefst með því að hún á fund með öllum stjórnendum félagsins. Hún kom vel fyrir og ég óskaði eftir því að hún myndi eiga fund með mér. Eftir nokkra daga hafði ég ekkert svar fengið og þá óskaði ég formlega um fund í tölvupósti. Það var upphafið af þeirri hunsun sem að mér sem stjórnanda var sýnd. Ég fékk snubbótt svör um að ég gæti komið inn þegar ég vildi. Þótt ég hafi ítrekað óskað eftir að ræða við hana þá varð því miður ekkert úr því. Þessi dans endaði eins og frægt er orðið í fjölmiðlum að mér var sagt upp,“ sagði Sara Lind.

„Ótrúlega mikil lítilsvirðing“

Sara Lind segir að eftir uppsögnina hafi henni liðið mjög illa og hafi það endað með því að hún hafi þurft að leita til geðlæknis. Þegar hún lýsti líðan sinni var hún heyranlega klökk. „Mér leið eðlilega ekki vel. Mér persónulega fannst þetta ótrúlega mikil lítilsvirðing. Það var eins og formaðurinn hafi lagt sig fram til að grafa undan mér. Mér fannst þetta ótrúlega mikil niðurlæging og erfitt að rifja þetta upp. Ég og framkvæmdastjóri ræddum þessi mál. Í öllum mínum samskiptum við formanninn reyndi ég að taka á þessu uppbyggilega. Mér fannst mikilvægt að við værum samstíga út á við. Þá ræddi ég við framkvæmdastjóra og fór yfir leiðir með honum, vildi komast við móts við hegðun formannsins,“ sagði Sara Lind.

Leið illa vegna fréttatilkynningar

Sara Lind sagði að hún telji það missi fyrir VR að hafa sagt sér upp. „Mér leið hrikalega illa. Það bætti ekki þegar fyrirtækið tilkynnti það opinberlega að mér hafi verið sagt upp í fréttatilkynning og fjölmiðlar sögðu frá eðlilega. Mér leið mjög illa og átti lengi vel mjög erfitt með að keyra fram hjá VR. Þetta hafði mikil áhrif á sjálfsmynd mína, ég skildi ekki af hverju mér var sagt upp þar sem ég stóð mig vel. Mér fannst þetta til þess fallið að grafa undan mínum trúverðugleika. Það var erfitt að horfa upp á vera svona lítilsvirt. Ég leitaði til geðlæknis til að komast i gengnum þessa tíma. Ég komst ekki sjálf í gegnum þetta,“ sagði Sara Lind.

„Ég skildi ekki af hverju mér var sagt upp“

Hún sagði að það hefði gengið mjög brösuglega að fá nýja vinnu og taldi hún upp tilvik þar sem henni hefði verið tjáð að ekki væri hægt að ráða hana þar sem Ólafíu væri svo illa við hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár