Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sara Lind klökk í réttarsal: „Átti lengi vel erfitt með að keyra framhjá VR“

Sara Lind Guð­bergs­dótt­ir í rétt­ar­sal. Stefn­ir VR fyr­ir einelti og ólög­mæta upp­sögn.

Sara Lind klökk í réttarsal: „Átti lengi vel erfitt með að keyra framhjá VR“
Klökk í réttarsal Sara Lind gengur inn í réttarsál ásamt Högna Óskarssyni geðlækni. Ólafía Björk Rafnsdóttir, formaður VR, sést í bakgrunni. Mynd: Kristinn Magnússon

Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í skaðabótamáli Söru Lindar Guðbergsdóttur gegn stéttarfélaginu VR, en Sara Lind stefndi félaginu fyrir ólögmæta uppsögn og einelti. Henni var vikið frá störfum hjá VR árið 2013 en hún hafði gegnt stöðu deildarstjóra ráðgjafadeildar VR. 

Sara var ráðin til VR í apríl árið 2012 en síðar varð hún sambýliskona þáverandi formanns félagsins, Stefáns Einars Stefánssonar. DV fjallaði um það í desember 2012 að Sara Lind hefði verið ráðin í yfirmannsstöðu hjá VR þrátt fyrir að hafa ekki verið metin hæfust. Í umfjölluninni segir meðal annars að innan VR hafi sú saga gengið að áður en ráðningarferlið fór af stað væri búið að ákveða að Sara Lind fengi starfið. Sara Lind og Stefán Einar stefndu í kjölfarið útgáfufélaginu DV og Reyni Traustasyni, fyrrverandi ritstjóra blaðsins, fyrir meiðyrði. Niðurstaða fékkst í málið þann 31. mars síðastliðinn þegar DV var sýknað í málinu í Hæstarétti. 

Í réttarsal
Í réttarsal Sara Lind Guðbergsdóttir stefndi VR fyrir ólögmæta uppsögn og einelti.

Ásakanir um einelti ekki á rökum reistar

Krefst Sara Lind tveggja milljóna króna í bætur frá stéttarfélaginu vegna miska sem ólögmæt uppsögn og einelti hafa valdið henni. Nokkru áður en Söru Lind var sagt upp höfðu félagsmenn VR hafnað Stefáni Einar í kosningu til formanns þar sem Ólafía Björg Rafnsdóttir hafði sigur. Ástæður uppsagnar Söru Lindar voru sagðar skipulagsbreytingar innan félagsins. Sara Lind sakaði Ólafíu Björk í kjölfarið um einelti eftir að henni var sagt upp störfum hjá VR og voru þessar ásakanir rannsakaðar af sálfræðistofunni Líf og sál. Niðurstaða sálfræðistofunnar Líf og sál eftir þá rannsókn var á þá leið að ásakanir Söru Lindar um einelti væru ekki á rökum reistar.

Skýrslutaka Söru Lindar hófst á því að lögmaður hennar Jónas Fr. Jónsson spurði hana hvert hennar ábyrgðarsvið hefði verið. Hún sagðist hafa verið deildarstjóri ráðgjafadeildar. „Ég sá um málefni atvinnuleitanda, sem er mjög viðamikið verkefni. Skyldur mínar fólust í vikulegum fundum og skipulagningu,“ sagði Sara Lind.  Hún sagði að samskipti sín við Ólafíu hafi verið stirð frá upphafi.

Segist hafa verið hunsuð af Ólafíu

Sara Lind fór yfir starfsvið sitt hjá VR sem fólst í yfirumsjón yfir ráðgjafadeild. Það fólst í fundum og skipulagningu. Svo lýsti Sara Lind samskiptum sínum við Ólafíu Rafnsdóttur, formann VR. „Ástæðan fyrir því að við erum hér er að því miður var samstarf okkar ekki eins og á væri kosið. Þetta hefst með því að hún á fund með öllum stjórnendum félagsins. Hún kom vel fyrir og ég óskaði eftir því að hún myndi eiga fund með mér. Eftir nokkra daga hafði ég ekkert svar fengið og þá óskaði ég formlega um fund í tölvupósti. Það var upphafið af þeirri hunsun sem að mér sem stjórnanda var sýnd. Ég fékk snubbótt svör um að ég gæti komið inn þegar ég vildi. Þótt ég hafi ítrekað óskað eftir að ræða við hana þá varð því miður ekkert úr því. Þessi dans endaði eins og frægt er orðið í fjölmiðlum að mér var sagt upp,“ sagði Sara Lind.

„Ótrúlega mikil lítilsvirðing“

Sara Lind segir að eftir uppsögnina hafi henni liðið mjög illa og hafi það endað með því að hún hafi þurft að leita til geðlæknis. Þegar hún lýsti líðan sinni var hún heyranlega klökk. „Mér leið eðlilega ekki vel. Mér persónulega fannst þetta ótrúlega mikil lítilsvirðing. Það var eins og formaðurinn hafi lagt sig fram til að grafa undan mér. Mér fannst þetta ótrúlega mikil niðurlæging og erfitt að rifja þetta upp. Ég og framkvæmdastjóri ræddum þessi mál. Í öllum mínum samskiptum við formanninn reyndi ég að taka á þessu uppbyggilega. Mér fannst mikilvægt að við værum samstíga út á við. Þá ræddi ég við framkvæmdastjóra og fór yfir leiðir með honum, vildi komast við móts við hegðun formannsins,“ sagði Sara Lind.

Leið illa vegna fréttatilkynningar

Sara Lind sagði að hún telji það missi fyrir VR að hafa sagt sér upp. „Mér leið hrikalega illa. Það bætti ekki þegar fyrirtækið tilkynnti það opinberlega að mér hafi verið sagt upp í fréttatilkynning og fjölmiðlar sögðu frá eðlilega. Mér leið mjög illa og átti lengi vel mjög erfitt með að keyra fram hjá VR. Þetta hafði mikil áhrif á sjálfsmynd mína, ég skildi ekki af hverju mér var sagt upp þar sem ég stóð mig vel. Mér fannst þetta til þess fallið að grafa undan mínum trúverðugleika. Það var erfitt að horfa upp á vera svona lítilsvirt. Ég leitaði til geðlæknis til að komast i gengnum þessa tíma. Ég komst ekki sjálf í gegnum þetta,“ sagði Sara Lind.

„Ég skildi ekki af hverju mér var sagt upp“

Hún sagði að það hefði gengið mjög brösuglega að fá nýja vinnu og taldi hún upp tilvik þar sem henni hefði verið tjáð að ekki væri hægt að ráða hana þar sem Ólafíu væri svo illa við hana.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár