Þegar þetta er skrifað á miðvikudagsmorgni í fyrstu viku aðventu hafa Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ákveðið að hefja óformlegar samræður um hvort þau eigi að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar.
Þau tilkynntu það víst í gærmorgun.
Og þó. Á slíka yfirlýsingu er ekki mikið að treysta eins og kaupin gerast á stjórnarmyndunareyrinni þessa dagana. Þar er allt á floti og enginn veit hvert straumarnir liggja. Eða öllu heldur: Þeir liggja út um allt og enginn stendur föstum fótum. Flestir eru blautir í lappirnar og finnst það fremur óþægilegt.
Óumbeðin yfirlýsing
Tvennt gerir yfirlýsinguna þó athyglisverða. Hið fyrra er að enginn bað um að hún yrði gefin út, samkvæmt heimildum mínum úr báðum herbúðum. Guðni Th. Jóhanesson forseti ákvað að eigin frumkvæði að senda hana út sem fréttatilkynningu að morgni þriðjudags.
Það gerðist eftir að Bjarni og Katrín höfðu látið hann vita af …
Athugasemdir