Föstudaginn þrettánda nóvember sitja nokkur hundruð þúsund Frakkar og Þjóðverjar fyrir framan sjónvarpsskjáinn og horfa á vináttulandsleik landa sinna. Tveir hvellir heyrast með stuttu millibili. Flugeldar, hugsa kannski einhverjir með sér og halda áfram að horfa á. Fyrir utan völlinn er Bilal Hafdi, tvítugur hryðjuverkamaður vopnaður sprengjubelti stöðvaður af miðaldra öryggisverði, Salim Toorabally, sem hefur fylgst með honum reyna að komast framhjá öðrum öryggisvörðum, hringja fjölmörg símtöl og virða fyrir sér útganga. Báðir eru múslimar, Salim sjálfur flutti til Frakklands sextán ára að aldri frá Mauritíu í Afríku. Ef hann hefði ekki stöðvað Salim og félaga hans þrjá frá því að komast inn hefði hrylling hryðjuverkárásanna verið varpað í beinni, og viðkvæmt ástandið í Frakklandi enn verra. Fjórir létust í árásinni, þrír hryðjuverkamenn og einn vegfarandi.
Árásirnar áttu sér stað í bænum Saint-Denis sem er eitt af þorpunum í norðurhluta Parísar sem orðið er samvaxið borginni. Í dag teygir metró-lína þrettán sig inn í gamla þorpið og endar fyrir framan háskólann Paris 8 á
Athugasemdir