Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Sævar játar hótanirnar og er látinn víkja

Sæv­ar Óli Helga­son, vara­nefnd­ar­mað­ur Pírata, skrif­ar op­ið bréf til móð­ur lög­reglu­manns­ins sem hann hafði í hót­un­um við og biðst af­sök­un­ar um leið og hann út­húð­ar syni henn­ar.

Sævar játar hótanirnar og er látinn víkja

Sævar Óli Helgason, sem er varamaður borgartjórnarflokks Pírata í Faxaflóanefnd, var ákærður fyrir að hóta lögreglumanni því að beita móður hans ofbeldi. Stundin greindi frá málinu í gær, en þá náðist ekki í Sævar Óla.

Sævar Óli hafði hlotið dóma fyrir ofbeldisverk áður en hann varð umboðsmaður Pírata fyrir borgarstjórnarkosningar og fékk stöðu varanefndarmanns. Hann hefur nú verið ákærður aftur og er gefið að sök að hafa haft í hótunum við lögreglumann. 

Hann hefur nú skrifað opið bréf sem hann stílar á móður lögreglumannsins, þar sem hann játar að hafa haft í hótunum og biðst afsökunar á framgöngu sinni í málinu, eða því að hafa meðal annars hótað að kaghýða hana að syni hennar viðstöddum. Þá harmar hann að hún hafi dregist inn í deilur hans við lögreglumanninn. Hann heldur þó áfram að úthúða syni hennar og segir að uppeldið hafi farið illa. „Það var virkilega ljótt og slæm af mér að gera, því auðvitað á ekki að kenna þér um þó að svona illa hafi ræst úr uppeldinu á honum syni þínum.“

„Auðvitað á ekki að kenna þér um þó að svona illa hafi ræst úr uppeldinu á honum syni þínum.“

Þá segist hann ekki þekkja til hennar, hann viti ekki hver hún sé og vilji ekki vita það. „Þrátt fyrir að hafa sagt annað við son þinn og lögreglu ... Ég er bara ekki vanur þessum ljótleika og þessari illsku sem hann sonur þinn sýndi mér.“

Hann hafi verið að bregðast við hótunum lögeglumannsins. „Hann sonur þinn var nefnilega búinn að vera með beinar hótanir við mig og mitt heimili með þvílíkum óþverra munnsöfnuði og ógnandi hegðun sem ég ætla að ekkert heiðarlegt foreldri kenni barninu sínu.“

Telur sig vera skotmark lögreglu

Í bréfinu segir Sævar að lögreglan hafi óskað eftir því að sjá skilríkin hans. Hann hafi því sýnt þau. Í kjölfarið hafi lögreglumaðurinn elt hann uppi og verið ógnandi þegar Sævar var að ganga frá vettvangi. „Blöskraði mér þessi ógnandi framkoma sonar þíns í minn garð og fékk bara einfaldlega nóg... Því að svona hegðun er ekkert annað en ofbeldi!“

Segist hann eiga langa og leiðinlega sögu um samskipti sín við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, sem tengist meðal annars eignarnámi og lögheimilisflutningi hans í ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu. Gerir hann að því skóna að hann sé orðinn skotmark innan lögreglu og embættiskerfis framkvæmdavaldsins. „Ég bara veit það ekki en mig grunar það og tel mig hafa ýmslegt fyrir því. Ég á samt ekki skilið þá framkomu sem hann sonur þinn sýndi mér.“

Taldi nauðsynlegt að beita valdi eða ofbeldi

Sævar segist hafa hringt í 112 og óskað eftir aðstoð lögreglu, vegna atviksins sem átti sér stað á Laugaveginum. Hann hafi fengið samband við lögreglu. Á meðan hafi lögreglumaðurinn haldið áfram að sýna ógnandi framkomu. „Enduðu þessi samskipti okkar á því að ég gafst upp og tilkynnti lögreglu í gegnum símann um borgaralega handtöku á syni þínum og óskaði eftir aðstoð lögreglunnar, því annars myndi ég beita öllu því valdi sjálfur sem til þyrfti til að koma viðkomandi undir manna hendur. Snéri mér svo að syni þínum og sagði honum að hann væri þar með handtekinn!
Sonur þinn sagði mig vera ruglaðan og varð enn æstari.“

Í þessari stöðu hafi Sævari talið „nauðsynlegt að beita sama valdi/ofbeldi“ og sér hafi verið sýnt til að koma lögreglumanninum með „einhverjum ráðum í hendur yfirvalds“.

„Áður en ég myndi svo snúa mér að honum og trakaði á andlitinu hans, innanfrá.“

„Þess vegna hótaði ég honum á móti með því að segjast kaghýða þig, að honum ásjáandi, fyrir að ala upp svona vitleysing eins og hann væri. Áður en ég myndi svo snúa mér að honum og trakaði á andlitinu hans, innanfrá.“

Sævar segir að það hafi verið ljótt af honum að segja þetta. „Og ég sé mikið eftir því.“ Hann hafi ekki átt að blanda móður mannsins inn í samskipti þeirra. Hann hafi verið að reyna að „jafna þá illsku og ljótleika,“ sem honum hafi verið sýnd. „En það afsakar ekki það hugsana- og tillitsleysi sem ég sýndi gagnvart þér. Móður sem ég hef aldrei hitt né langar til þess að vita hver er. Ég bið þig því hér með innlegrar afsökunar!!!“

Reyndi að taka lögreglumanninn fastan

Málinu var því ekki lokið þarna, samkvæmt Sævari. Þegar hann hafi látið þessi orð falla hafi lögreglumaðurinn reiðst illa, eða „trompast“ eins og Sævar lýsir því. „Snéri mig niður, áræðanlega s.kv einhverri viðurkenndri norskri aðferð, og kreisti handjárn um hendur mér.“

Á lögreglustöðinni hafi Sævar tilkynnt öðrum lögregluþjóni um borgaralega handtöku á lögregluþjóninum og sagt að hann hefði þurft að beita því valdi sem honum þætti tilhlýðilegt til að koma lögreglumanninum undir lögregluhendur. Lögreglan hafi hins vegar ekki tekið það í mál, og handtekið Sævar. Samskiptin hafi farið illa og Sævar endurtekið hótanirnar í ýmsum útgáfum þar til hann fékk skýrslutöku að lögfræðingi viðstöddum. „En ekki misskilja mig,“ skrifar Sævar. „Þrátt fyrir eftirsjá mína í þessu máli gagnvart þér þá er ég tilbúinn að hætta frelsinu til að leyfa syni þínum ekki komast upp með þess konar hótanir í minn garð, né nokkurs annars, einsog hann var með. Né að láta nokkra aðra embættismenn á Íslandi komast upp með svona aðferðir yfirleitt!“

„Þrátt fyrir eftirsjá mína í þessu máli gagnvart þér þá er ég tilbúinn að hætta frelsinu.“ 

Að lokum biðst hann enn og aftur afsökunar á að hafa blandað henni inn í deilur hans við lögegregluna og gefur loforð um að hann munu að eilífu láta hana algjörlega í friði. „Og mín er algjör skömm fyrir að hafa blandað þér inn í þetta mál.“ 

Líkt og fram kom í frétt gærdagsins þá var Sævar Óli dæmdur fyrir að rasskella ókunnuga konu árið 2005, að bregða fæti fyrir sýslumanninn á Selfossi og grípa um öxl hans árið 2006 og fyrir húsbrot á Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu árið 2013. Í kjölfar umfjöllunar um þessi mál fyrir borgarstjórnarkosningarnar gáfu Píratar í Reykjavík út stuðningsyfirlýsingu við hann. 

 

 

Opið bréf til móður lögregluþjónsins sem ég hótaði...! Ég ætla að biðja þig innilegrar afsökunar á því að hafa sagt...

Posted by Saevar Oli Helgason on Saturday, June 6, 2015

 

Uppfært mánudaginn 8. júní kl. 12:33. 

Eftir að Stundin fjallaði um ákæruna gegn Sævari Óla og hann skrifaði ofangreint bréf gaf oddviti Pírata í borgarstjórn, Halldór Auðar Svansson, það út í gær að Sævar Óli myndi missa stöðu sína sem varanefndarmaður í flokknum. 

Það er mat mitt, sem ber endanlega ábyrgð á trúnaðarstöðum Pírata innan Reykjavíkurborgar, að málið kalli á að rétt og eðlilegt sé að önnur manneskja komi í hans stað í þessa stöðu, sagði Halldór Auðar. 

Þann 16. júní verður kosið um stjórnarmenn fyrir hönd Reykjavíkurborgar í nefndina og þá verður Sævar Óli ekki endurkjörinn fyrir hönd Pírata. 

Yfirlýsingu Halldórs Auðars má lesa í heild sinni hér að neðan: 

 

Sævar Óli Helgason gegnir þeirri trúnaðarstöðu fyrir Pírata í Reykjavík að vera varamaður í stjórn Faxaflóahafna. Slíkar...

Posted by Halldór Auðar Svansson on Sunday, June 7, 2015
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár