Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Sá sem svarar hjá Adam Hótel: „Þetta er smá pirrandi fyrir starfsmenn“

Hót­el­stjóri Adam hót­el er síma­laus í út­lönd­um, sam­kvæmt þeim sem svar­ar í síma hjá hót­el­inu, sem seg­ist þó ekki vera starfs­mað­ur. Hót­el­ið bein­ir því til ferða­manna að drekka ekki krana­vatn og sel­ur sjálft vatn í sér­merkt­um flösk­um.

Sá sem svarar hjá Adam Hótel: „Þetta er smá pirrandi fyrir starfsmenn“
Hótel Adam Hótelið er staðsett ofan við Krambúðina við Skólavörðustíg. Mynd:

AdaM Hótel á Skólavörðustíg beinir því til hótelgesta að drekka ekki kranavatn. Þess í stað er boðið upp á að kaupa vatn á flöskum, merkt hótelinu, á 400 krónur.

Neysluvatn í Reykjavík er almennt drykkjarhæft. Samkvæmt yfirlýsingu frá Veitum ohf, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, voru öll sýni sem tekin voru úr drykkjavatni árið 2015 „pottþétt“. „Þess vegna er engin ástæða til að vara við kranavatninu nema eitthvað sé bilað innanhúss. Hvað ætli sé bilað?“ er spurt í færslu á Facebook-síðu Veita.

„Hann er í útlöndum“

Þegar hringt er í hótelið svarar maður, sem hvorki er hótelstjórinn né starfsmaður. 

„Nei, þetta er ekki hótelstjórinn,“ segir hann.

Spurður hvort starfsfólk ráðleggi hótelgestum að drekka ekki kranavatnið segir maðurinn: „Heyrðu, ég er no comment með þetta, reyndu að tala við hótelstjórann, hann getur svarað.“ 

Ekki er hins vegar hægt að ná í viðkomandi í síma. „Hann er ekki með símanúmer, af því hann er í útlöndum,“ segir maðurinn.

Maðurinn sem svarar í símanúmer hótelsins er ekki starfsmaður hótelsins. 

Varað við kranavatni
Varað við kranavatni Hér varar hótelið við neyslu kranavatns.

Vatn
Vatn Hér er vatnið sem AdaM hótel selur.
Verðskrá
Verðskrá Vatnið er selt á 400 krónur hver flaska.

Vinur hótelstjórans svarar

En þið ráðleggið hótelgestum að drekka ekki vatnið?

„Nei, ég kann ekki að svara þessu. Ég segi það. Hann getur svarað því.“

Og ert þú starfsmaður á hótelinu?

„Nei. Nei. Ég bara svara í símann fyrir starfsmann, af því hún talar bara ensku, og það eru margir fréttamenn sem eru að hringja. Þetta er alveg non stop. Þetta er smá pirrandi fyrir starfsmenn, því enginn getur svarað þessu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár