Mynd þar sem ræstitæknir á Stjörnutorgi í Kringlunni sést þurrka af borðum með gólftuskunni hefur gengið manna á millum á Facebook frá því í gær. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segist líta málið mjög alvarlegum augum. „Við vorum orðin uppvís um þetta í gærkvöldi og erum búin að gera ráðstafanir til þess að kalla til þá aðila sem þjónusta þetta svæði fyrir okkur,“ segir Sigurjón Örn í samtali við Stundina.
Það er fyrirtækið ISS Ísland sem sér um þrif í Kringlunni og að sögn Sigurjóns munu stjórnendur Kringlunnar eiga fund með þeim á morgun. „Þar verður farið yfir málið og framhaldið síðan skoðað,“ segir hann.
Athugasemdir