Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Rithöfundar sviknir í skjóli Landsbankans

Bóka­út­gáf­an Upp­heim­ar hætti rekstri ár­ið 2014 en fór ekki í gjald­þrot. Lands­bank­inn sak­að­ur um að halda fyr­ir­tæk­inu gang­andi en ber af sér sak­ir. Selt var af lag­er út­gáf­unn­ar en höf­und­ar svikn­ir um laun sín.

Rithöfundar sviknir í skjóli Landsbankans
Uppheimar Hér er Kristján Kristjánsson, útgefandi hjá Uppheimum ásamt samstarfsmönnum, á meðan allt lék í lyndi. Mikið flug var á útgáfunni sem brotlenti síðan með þeim afleiðingum að höfundar hafa verið sviknir. Kristján er lengst til hægri á myndinni.

Bókaútgáfan Uppheimar hefur ekki greitt höfundum sínum ritlaun um árabil þrátt fyrir samninga. Útgáfan lenti í erfiðleikum fyrir tveimur árum eftir mikil umsvif en hefur verið haldið á lífi undanfarið. Kristján Kristjánsson, forsvarsmaður hennar, tilkynnti í febrúar 2014 að útgáfan yrði lögð niður. Hann lætur hvergi ná í sig og símar útgáfunnar eru óvirkir.

Mikið af bókum hafa verið seldar út af lager útgáfunnar til verslana og annarra forlaga. Fullyrt er að Landsbankinn haldi útgáfunni gangandi eftir að eigandinn réði ekki lengur við þá erfiðleika sem að rekstrinum steðjaði. Uppheimar eru í raun tæknilega gjaldþrota en bankinn hefur síðan haldið fyrirtækinu gangandi með því að halda áfram að selja bækur en hirðir hverja krónu og sveltir höfundana sem að jafnaði eiga að fá um fjórðung af útsöluverði bóka. Ekki hefur króna komið til þeirra. Alls eiga um 15 höfundar um sárt að binda vegna ástandsins á Uppheimum. Meðal þeirra sem hafa orðið fyrir stærsta skellinum er Ari Trausti Guðmundsson rithöfundur sem skrifað hefur fjölda vinsælla bóka fyrir Uppheima. Um er að ræða, meðal annars, handbækur fyrir ferðafólk sem seljast jöfnum höndum. Ari Trausti vildi ekki tjá sig opinberlega um málið en sagði það vera í höndum lögmanns Rithöfundasambands Íslands. Samkvæmt heimildum Stundarinnar skuldar útgáfan Ara Trausta og samstarfsmanni hans, Ragnari Th. Sigurjónssyni ljósmyndara, háar fjárhæðir vegna sölu bókanna. Þar ber hæst bók um Eyjafjallajökul sem selst hefur í metupplagi.

Sigmundur Ernir Rúnarsson gaf út tvær bækur á vegum Uppheima. Önnur er prósabókin Eldhús Önnu Rún. Hin er hetjusaga Vilborgar Örnu Gissurardóttur, Ein á ísnum, um ferðalag hennar á Suðurpólinn. Sigmundur Ernir og Vilborg Arna fengu aðeins brot af höfundalaunum sínum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar eiga þau samanlagt yfir tvær milljónir króna útistandandi hjá Uppheimum.

„Ég þekki það eftir langa hríð í bókaútgáfu að forlög koma og fara. Það er fullkomlega eðlilegt að forlög fari á hausinn á þessum örmarkaði sem Ísland er og þar með tapa allir einhverju. Það er í besta falli siðlaust að banki geti haldið lífi í gjaldþrota fyrirtæki og hirt allan arðinn án þess að þeir sem bjuggu hann til fái nokkuð,“ segir Sigmundur Ernir.

Á meðal annarra fórnarlamba bankans og útgáfunnar eru Bjarki Karlsson ljóðskáld og Gyrðir Elíasson skáld sem reyndar er kominn yfir til forlagsins Dimmu. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, eigandi Dimmu, staðfesti að hann hefði keypt bókalager af Uppheimum. Einn höfundanna sem Stundin ræddi við var harðorður í garð bankans.

„Þetta er þjófnaður í skjóli Landsbankans,“ sagði hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
3
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár