Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Rithöfundar sviknir í skjóli Landsbankans

Bóka­út­gáf­an Upp­heim­ar hætti rekstri ár­ið 2014 en fór ekki í gjald­þrot. Lands­bank­inn sak­að­ur um að halda fyr­ir­tæk­inu gang­andi en ber af sér sak­ir. Selt var af lag­er út­gáf­unn­ar en höf­und­ar svikn­ir um laun sín.

Rithöfundar sviknir í skjóli Landsbankans
Uppheimar Hér er Kristján Kristjánsson, útgefandi hjá Uppheimum ásamt samstarfsmönnum, á meðan allt lék í lyndi. Mikið flug var á útgáfunni sem brotlenti síðan með þeim afleiðingum að höfundar hafa verið sviknir. Kristján er lengst til hægri á myndinni.

Bókaútgáfan Uppheimar hefur ekki greitt höfundum sínum ritlaun um árabil þrátt fyrir samninga. Útgáfan lenti í erfiðleikum fyrir tveimur árum eftir mikil umsvif en hefur verið haldið á lífi undanfarið. Kristján Kristjánsson, forsvarsmaður hennar, tilkynnti í febrúar 2014 að útgáfan yrði lögð niður. Hann lætur hvergi ná í sig og símar útgáfunnar eru óvirkir.

Mikið af bókum hafa verið seldar út af lager útgáfunnar til verslana og annarra forlaga. Fullyrt er að Landsbankinn haldi útgáfunni gangandi eftir að eigandinn réði ekki lengur við þá erfiðleika sem að rekstrinum steðjaði. Uppheimar eru í raun tæknilega gjaldþrota en bankinn hefur síðan haldið fyrirtækinu gangandi með því að halda áfram að selja bækur en hirðir hverja krónu og sveltir höfundana sem að jafnaði eiga að fá um fjórðung af útsöluverði bóka. Ekki hefur króna komið til þeirra. Alls eiga um 15 höfundar um sárt að binda vegna ástandsins á Uppheimum. Meðal þeirra sem hafa orðið fyrir stærsta skellinum er Ari Trausti Guðmundsson rithöfundur sem skrifað hefur fjölda vinsælla bóka fyrir Uppheima. Um er að ræða, meðal annars, handbækur fyrir ferðafólk sem seljast jöfnum höndum. Ari Trausti vildi ekki tjá sig opinberlega um málið en sagði það vera í höndum lögmanns Rithöfundasambands Íslands. Samkvæmt heimildum Stundarinnar skuldar útgáfan Ara Trausta og samstarfsmanni hans, Ragnari Th. Sigurjónssyni ljósmyndara, háar fjárhæðir vegna sölu bókanna. Þar ber hæst bók um Eyjafjallajökul sem selst hefur í metupplagi.

Sigmundur Ernir Rúnarsson gaf út tvær bækur á vegum Uppheima. Önnur er prósabókin Eldhús Önnu Rún. Hin er hetjusaga Vilborgar Örnu Gissurardóttur, Ein á ísnum, um ferðalag hennar á Suðurpólinn. Sigmundur Ernir og Vilborg Arna fengu aðeins brot af höfundalaunum sínum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar eiga þau samanlagt yfir tvær milljónir króna útistandandi hjá Uppheimum.

„Ég þekki það eftir langa hríð í bókaútgáfu að forlög koma og fara. Það er fullkomlega eðlilegt að forlög fari á hausinn á þessum örmarkaði sem Ísland er og þar með tapa allir einhverju. Það er í besta falli siðlaust að banki geti haldið lífi í gjaldþrota fyrirtæki og hirt allan arðinn án þess að þeir sem bjuggu hann til fái nokkuð,“ segir Sigmundur Ernir.

Á meðal annarra fórnarlamba bankans og útgáfunnar eru Bjarki Karlsson ljóðskáld og Gyrðir Elíasson skáld sem reyndar er kominn yfir til forlagsins Dimmu. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, eigandi Dimmu, staðfesti að hann hefði keypt bókalager af Uppheimum. Einn höfundanna sem Stundin ræddi við var harðorður í garð bankans.

„Þetta er þjófnaður í skjóli Landsbankans,“ sagði hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár