Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Rithöfundar sviknir í skjóli Landsbankans

Bóka­út­gáf­an Upp­heim­ar hætti rekstri ár­ið 2014 en fór ekki í gjald­þrot. Lands­bank­inn sak­að­ur um að halda fyr­ir­tæk­inu gang­andi en ber af sér sak­ir. Selt var af lag­er út­gáf­unn­ar en höf­und­ar svikn­ir um laun sín.

Rithöfundar sviknir í skjóli Landsbankans
Uppheimar Hér er Kristján Kristjánsson, útgefandi hjá Uppheimum ásamt samstarfsmönnum, á meðan allt lék í lyndi. Mikið flug var á útgáfunni sem brotlenti síðan með þeim afleiðingum að höfundar hafa verið sviknir. Kristján er lengst til hægri á myndinni.

Bókaútgáfan Uppheimar hefur ekki greitt höfundum sínum ritlaun um árabil þrátt fyrir samninga. Útgáfan lenti í erfiðleikum fyrir tveimur árum eftir mikil umsvif en hefur verið haldið á lífi undanfarið. Kristján Kristjánsson, forsvarsmaður hennar, tilkynnti í febrúar 2014 að útgáfan yrði lögð niður. Hann lætur hvergi ná í sig og símar útgáfunnar eru óvirkir.

Mikið af bókum hafa verið seldar út af lager útgáfunnar til verslana og annarra forlaga. Fullyrt er að Landsbankinn haldi útgáfunni gangandi eftir að eigandinn réði ekki lengur við þá erfiðleika sem að rekstrinum steðjaði. Uppheimar eru í raun tæknilega gjaldþrota en bankinn hefur síðan haldið fyrirtækinu gangandi með því að halda áfram að selja bækur en hirðir hverja krónu og sveltir höfundana sem að jafnaði eiga að fá um fjórðung af útsöluverði bóka. Ekki hefur króna komið til þeirra. Alls eiga um 15 höfundar um sárt að binda vegna ástandsins á Uppheimum. Meðal þeirra sem hafa orðið fyrir stærsta skellinum er Ari Trausti Guðmundsson rithöfundur sem skrifað hefur fjölda vinsælla bóka fyrir Uppheima. Um er að ræða, meðal annars, handbækur fyrir ferðafólk sem seljast jöfnum höndum. Ari Trausti vildi ekki tjá sig opinberlega um málið en sagði það vera í höndum lögmanns Rithöfundasambands Íslands. Samkvæmt heimildum Stundarinnar skuldar útgáfan Ara Trausta og samstarfsmanni hans, Ragnari Th. Sigurjónssyni ljósmyndara, háar fjárhæðir vegna sölu bókanna. Þar ber hæst bók um Eyjafjallajökul sem selst hefur í metupplagi.

Sigmundur Ernir Rúnarsson gaf út tvær bækur á vegum Uppheima. Önnur er prósabókin Eldhús Önnu Rún. Hin er hetjusaga Vilborgar Örnu Gissurardóttur, Ein á ísnum, um ferðalag hennar á Suðurpólinn. Sigmundur Ernir og Vilborg Arna fengu aðeins brot af höfundalaunum sínum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar eiga þau samanlagt yfir tvær milljónir króna útistandandi hjá Uppheimum.

„Ég þekki það eftir langa hríð í bókaútgáfu að forlög koma og fara. Það er fullkomlega eðlilegt að forlög fari á hausinn á þessum örmarkaði sem Ísland er og þar með tapa allir einhverju. Það er í besta falli siðlaust að banki geti haldið lífi í gjaldþrota fyrirtæki og hirt allan arðinn án þess að þeir sem bjuggu hann til fái nokkuð,“ segir Sigmundur Ernir.

Á meðal annarra fórnarlamba bankans og útgáfunnar eru Bjarki Karlsson ljóðskáld og Gyrðir Elíasson skáld sem reyndar er kominn yfir til forlagsins Dimmu. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, eigandi Dimmu, staðfesti að hann hefði keypt bókalager af Uppheimum. Einn höfundanna sem Stundin ræddi við var harðorður í garð bankans.

„Þetta er þjófnaður í skjóli Landsbankans,“ sagði hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár