Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Rithöfundar sviknir í skjóli Landsbankans

Bóka­út­gáf­an Upp­heim­ar hætti rekstri ár­ið 2014 en fór ekki í gjald­þrot. Lands­bank­inn sak­að­ur um að halda fyr­ir­tæk­inu gang­andi en ber af sér sak­ir. Selt var af lag­er út­gáf­unn­ar en höf­und­ar svikn­ir um laun sín.

Rithöfundar sviknir í skjóli Landsbankans
Uppheimar Hér er Kristján Kristjánsson, útgefandi hjá Uppheimum ásamt samstarfsmönnum, á meðan allt lék í lyndi. Mikið flug var á útgáfunni sem brotlenti síðan með þeim afleiðingum að höfundar hafa verið sviknir. Kristján er lengst til hægri á myndinni.

Bókaútgáfan Uppheimar hefur ekki greitt höfundum sínum ritlaun um árabil þrátt fyrir samninga. Útgáfan lenti í erfiðleikum fyrir tveimur árum eftir mikil umsvif en hefur verið haldið á lífi undanfarið. Kristján Kristjánsson, forsvarsmaður hennar, tilkynnti í febrúar 2014 að útgáfan yrði lögð niður. Hann lætur hvergi ná í sig og símar útgáfunnar eru óvirkir.

Mikið af bókum hafa verið seldar út af lager útgáfunnar til verslana og annarra forlaga. Fullyrt er að Landsbankinn haldi útgáfunni gangandi eftir að eigandinn réði ekki lengur við þá erfiðleika sem að rekstrinum steðjaði. Uppheimar eru í raun tæknilega gjaldþrota en bankinn hefur síðan haldið fyrirtækinu gangandi með því að halda áfram að selja bækur en hirðir hverja krónu og sveltir höfundana sem að jafnaði eiga að fá um fjórðung af útsöluverði bóka. Ekki hefur króna komið til þeirra. Alls eiga um 15 höfundar um sárt að binda vegna ástandsins á Uppheimum. Meðal þeirra sem hafa orðið fyrir stærsta skellinum er Ari Trausti Guðmundsson rithöfundur sem skrifað hefur fjölda vinsælla bóka fyrir Uppheima. Um er að ræða, meðal annars, handbækur fyrir ferðafólk sem seljast jöfnum höndum. Ari Trausti vildi ekki tjá sig opinberlega um málið en sagði það vera í höndum lögmanns Rithöfundasambands Íslands. Samkvæmt heimildum Stundarinnar skuldar útgáfan Ara Trausta og samstarfsmanni hans, Ragnari Th. Sigurjónssyni ljósmyndara, háar fjárhæðir vegna sölu bókanna. Þar ber hæst bók um Eyjafjallajökul sem selst hefur í metupplagi.

Sigmundur Ernir Rúnarsson gaf út tvær bækur á vegum Uppheima. Önnur er prósabókin Eldhús Önnu Rún. Hin er hetjusaga Vilborgar Örnu Gissurardóttur, Ein á ísnum, um ferðalag hennar á Suðurpólinn. Sigmundur Ernir og Vilborg Arna fengu aðeins brot af höfundalaunum sínum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar eiga þau samanlagt yfir tvær milljónir króna útistandandi hjá Uppheimum.

„Ég þekki það eftir langa hríð í bókaútgáfu að forlög koma og fara. Það er fullkomlega eðlilegt að forlög fari á hausinn á þessum örmarkaði sem Ísland er og þar með tapa allir einhverju. Það er í besta falli siðlaust að banki geti haldið lífi í gjaldþrota fyrirtæki og hirt allan arðinn án þess að þeir sem bjuggu hann til fái nokkuð,“ segir Sigmundur Ernir.

Á meðal annarra fórnarlamba bankans og útgáfunnar eru Bjarki Karlsson ljóðskáld og Gyrðir Elíasson skáld sem reyndar er kominn yfir til forlagsins Dimmu. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, eigandi Dimmu, staðfesti að hann hefði keypt bókalager af Uppheimum. Einn höfundanna sem Stundin ræddi við var harðorður í garð bankans.

„Þetta er þjófnaður í skjóli Landsbankans,“ sagði hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
6
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
5
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár