Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Reiðhjóli bæjarfulltrúans stolið: Lögreglan brýnir fyrir fólki að geyma þau innandyra

Frið­jón Ein­ars­son, bæj­ar­full­trúi í Reykja­nes­bæ, varð fyr­ir því óláni á föstu­dags­kvöld­ið að reið­hjóli hans var stol­ið. Nú þeg­ar nær dreg­ur sumri aukast þjófn­að­ir af þessu tagi. Varð­stjóri hjá lög­regl­unni á Suð­ur­nesj­um, Bjarney Annels­dótt­ir seg­ir þessa þjófn­aði nú eiga sér stað all­an árs­ins hring en henn­ar reið­hjóli var stol­ið þar sem það stóð læst fyr­ir ut­an heim­ili henn­ar í fyrra.

Reiðhjóli bæjarfulltrúans stolið: Lögreglan brýnir fyrir fólki að geyma þau innandyra
Saknar reiðhjólsins Friðjón Einarsson biðlar til þjófsins eða þjófanna að skila því án allra eftirmála.

Bæjarfulltrúinn Friðjón Einarsson sem býr í Reykjanesbæ varð fyrir því óláni á föstudagskvöldið að reiðhjóli hans var stolið. Nú þegar nær dregur sumri fer þjófnaði á reiðhjólum að fjölga. Varðstjóri á Suðurnesjum segir að vegna sívaxandi vinsælda reiðhjóla þá séu þessir þjófnaðir allan ársins hring.

„Fyrirgefning er eingöngu til án eftirmála og ef því er skilað þá er málinu bara lokið af minni hálfu“

„Hjólinu var stolið á föstudagskvöldið síðasta þegar ég var í fimmtugsafmæli hjá vini mínum. Hjólið var vel fallið í innkeyrslunni hjá mér en það virtist ekki hafa skipt neinu máli,“ segir Friðjón sem notað hefur reiðhjólið sitt undanfarin ár alla daga ársins.

Friðjón Einarsson
Friðjón Einarsson Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ

Hann var nýbúinn að skipta út nagladekkjunum og stilla hjólið fyrir sumarið.

„Hjólið mitt er farartæki alla daga ársins og loksins þegar sumarið er komið að þá er ansi súrt að því sé stolið. Loksins þegar maður þarf ekki að vera vel dúðaður í hlífðarfötum,“ segir Friðjón sem vorkennir þeim sem stálu hjólinu hans. Hann segist þó maður fyrirgefningar og að það eina sem hann vilji sé reiðhjólið tilbaka.

„Reiðhjólið mitt var læst fyrir utan heima og því var stolið“ 

„Fyrirgefning er eingöngu til án eftirmála og ef því er skilað þá er málinu bara lokið af minni hálfu,“ segir Friðjón og bætir við að hægt sé að skila því á Suðurgötu 51 í Reykjanesbæ eða bara þangað sem hann getur sótt það.

Reiðhjóli varðstjórans stolið

Stundin hafði samband við lögregluna á Suðurnesjum og ræddi við varðstjórann Bjarneyju Annelsdóttur. Hún hefur sjálf lent í því að reiðhjóli hennar var stolið en það var í fyrra.

„Reiðhjólið mitt var læst fyrir utan heima og því var stolið. Þessir þjófnaðir eru nú allan ársins hring en við hvetjum hjólreiðaeigendur til þess að geyma þau innandyra svo ekki sé auðvelt að stela þeim,“ segir Bjarney.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þjófnaður

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár