Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Reiðhjóli bæjarfulltrúans stolið: Lögreglan brýnir fyrir fólki að geyma þau innandyra

Frið­jón Ein­ars­son, bæj­ar­full­trúi í Reykja­nes­bæ, varð fyr­ir því óláni á föstu­dags­kvöld­ið að reið­hjóli hans var stol­ið. Nú þeg­ar nær dreg­ur sumri aukast þjófn­að­ir af þessu tagi. Varð­stjóri hjá lög­regl­unni á Suð­ur­nesj­um, Bjarney Annels­dótt­ir seg­ir þessa þjófn­aði nú eiga sér stað all­an árs­ins hring en henn­ar reið­hjóli var stol­ið þar sem það stóð læst fyr­ir ut­an heim­ili henn­ar í fyrra.

Reiðhjóli bæjarfulltrúans stolið: Lögreglan brýnir fyrir fólki að geyma þau innandyra
Saknar reiðhjólsins Friðjón Einarsson biðlar til þjófsins eða þjófanna að skila því án allra eftirmála.

Bæjarfulltrúinn Friðjón Einarsson sem býr í Reykjanesbæ varð fyrir því óláni á föstudagskvöldið að reiðhjóli hans var stolið. Nú þegar nær dregur sumri fer þjófnaði á reiðhjólum að fjölga. Varðstjóri á Suðurnesjum segir að vegna sívaxandi vinsælda reiðhjóla þá séu þessir þjófnaðir allan ársins hring.

„Fyrirgefning er eingöngu til án eftirmála og ef því er skilað þá er málinu bara lokið af minni hálfu“

„Hjólinu var stolið á föstudagskvöldið síðasta þegar ég var í fimmtugsafmæli hjá vini mínum. Hjólið var vel fallið í innkeyrslunni hjá mér en það virtist ekki hafa skipt neinu máli,“ segir Friðjón sem notað hefur reiðhjólið sitt undanfarin ár alla daga ársins.

Friðjón Einarsson
Friðjón Einarsson Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ

Hann var nýbúinn að skipta út nagladekkjunum og stilla hjólið fyrir sumarið.

„Hjólið mitt er farartæki alla daga ársins og loksins þegar sumarið er komið að þá er ansi súrt að því sé stolið. Loksins þegar maður þarf ekki að vera vel dúðaður í hlífðarfötum,“ segir Friðjón sem vorkennir þeim sem stálu hjólinu hans. Hann segist þó maður fyrirgefningar og að það eina sem hann vilji sé reiðhjólið tilbaka.

„Reiðhjólið mitt var læst fyrir utan heima og því var stolið“ 

„Fyrirgefning er eingöngu til án eftirmála og ef því er skilað þá er málinu bara lokið af minni hálfu,“ segir Friðjón og bætir við að hægt sé að skila því á Suðurgötu 51 í Reykjanesbæ eða bara þangað sem hann getur sótt það.

Reiðhjóli varðstjórans stolið

Stundin hafði samband við lögregluna á Suðurnesjum og ræddi við varðstjórann Bjarneyju Annelsdóttur. Hún hefur sjálf lent í því að reiðhjóli hennar var stolið en það var í fyrra.

„Reiðhjólið mitt var læst fyrir utan heima og því var stolið. Þessir þjófnaðir eru nú allan ársins hring en við hvetjum hjólreiðaeigendur til þess að geyma þau innandyra svo ekki sé auðvelt að stela þeim,“ segir Bjarney.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þjófnaður

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
3
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár