Spænskum manni, sem leitaði á bráðamóttöku Landspítalans í byrjun síðustu viku vegna blæðingar, var tjáð að hann ætti ekki að leita þangað.
Frá þessu greinir El Faro de Reykjavík, sem er fréttamiðill á spænsku sem fjallar um íslensk málefni. Maðurinn, sem vildi ekki koma fram undir nafni, lýsti því að honum hafi verið bent á að leita til sérfræðings vegna meina sinna. Þar sem sérfræðingurinn taki ekki á móti bráðatilfellum og það geti tekið nokkrar vikur að fá hjá honum tíma hafi maðurinn neitað frá að hverfa og krafist þess að láta lækni á bráðamóttökunni skoða sig.
Að lokum komst hann að. Tekin var hjá honum blóðprufa sem leiddi í ljós að hann þurfti á frekari aðstoð læknis að halda. Var honum þá tjáð að hann þyrfti að leita til sérfræðings á einkarekinni stofu, þar sem „það væri vaninn á Íslandi“. Þremur vikum fyrr hafði hann fengið sama ráð, …
Athugasemdir