Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Barnshafandi burðardýr í einangrun á Suðurnesjum

Barns­haf­andi kona sit­ur nú í gæslu­varð­haldi í fang­els­inu á Ak­ur­eyri. Hún var hand­tek­in fyr­ir að smygla fíkni­efn­um. Evr­ópu­nefnd um pynt­ing­ar var­ar við of­notk­un Ís­lend­inga á ein­angr­un­ar­vist­un­um.

Barnshafandi burðardýr í einangrun á Suðurnesjum

Ung kona fékk fregnir af að hún væri barnshafandi í einangrunarklefa á Suðurnesjum. Hún var handtekin við komu til lands með kókaín innvortis. Hún fékk enga sérmeðferð í einangrun þrátt fyrir að vera barnshafandi. 
Konan var handtekin við komuna til landsins í upphafi seinasta mánaðar og fundust á henni 600 grömm af kókaíni innvortis. Í viðtali við Stundina lýsir hún því hvernig henni var haldið í einangrun á lögreglustöðinni á Suðurnesjum í nærri þrjár vikur þrátt fyrir að lögreglu væri kunnugt um að hún væri ólétt. Konan, sem við skulum kalla Önnu til þæginda, er enn ein erlend kona í neyð sem er handtekin hér á landi fyrir fíkniefnasmygl.
Anna hefur búið í litlum bæ í nágrenni Düsseldorf í Þýskalandi undan­farin ár en hún á stóra fjölskyldu í Nígeríu sem hún hefur þurft að fram­fleyta. Að hennar sögn átti hún að fá um 3.000 evrur fyrir ferðina, ríflega 400 þúsund krónur. „Ég átti engan pening og var þunglynd,“ segir konan.

Óléttupróf í einangrun

Anna segist í rauninni ekki hafa gert sér grein fyrir því hvað hún var að gera. Hana hafi sárlega vantað fé til að greiða skólagjöld systkina sinna í Nígeríu sem og kostnað vegna sjö ára sonar síns í Þýskalandi. Hún hafði auk þess hug á að fara sjálf í hönnunarskóla. „Ég vissi ekki hvað ég var með á mér. Mig sárvantaði fé og var kynnt fyrir ákveðnu fólki. Mér datt í rauninni ekki í hug að þetta gæti verið hættulegt. Þegar ég var handtekin og þeir fundu 600 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár