Ung kona fékk fregnir af að hún væri barnshafandi í einangrunarklefa á Suðurnesjum. Hún var handtekin við komu til lands með kókaín innvortis. Hún fékk enga sérmeðferð í einangrun þrátt fyrir að vera barnshafandi.
Konan var handtekin við komuna til landsins í upphafi seinasta mánaðar og fundust á henni 600 grömm af kókaíni innvortis. Í viðtali við Stundina lýsir hún því hvernig henni var haldið í einangrun á lögreglustöðinni á Suðurnesjum í nærri þrjár vikur þrátt fyrir að lögreglu væri kunnugt um að hún væri ólétt. Konan, sem við skulum kalla Önnu til þæginda, er enn ein erlend kona í neyð sem er handtekin hér á landi fyrir fíkniefnasmygl.
Anna hefur búið í litlum bæ í nágrenni Düsseldorf í Þýskalandi undanfarin ár en hún á stóra fjölskyldu í Nígeríu sem hún hefur þurft að framfleyta. Að hennar sögn átti hún að fá um 3.000 evrur fyrir ferðina, ríflega 400 þúsund krónur. „Ég átti engan pening og var þunglynd,“ segir konan.
Óléttupróf í einangrun
Anna segist í rauninni ekki hafa gert sér grein fyrir því hvað hún var að gera. Hana hafi sárlega vantað fé til að greiða skólagjöld systkina sinna í Nígeríu sem og kostnað vegna sjö ára sonar síns í Þýskalandi. Hún hafði auk þess hug á að fara sjálf í hönnunarskóla. „Ég vissi ekki hvað ég var með á mér. Mig sárvantaði fé og var kynnt fyrir ákveðnu fólki. Mér datt í rauninni ekki í hug að þetta gæti verið hættulegt. Þegar ég var handtekin og þeir fundu 600
Athugasemdir