Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Barnshafandi burðardýr í einangrun á Suðurnesjum

Barns­haf­andi kona sit­ur nú í gæslu­varð­haldi í fang­els­inu á Ak­ur­eyri. Hún var hand­tek­in fyr­ir að smygla fíkni­efn­um. Evr­ópu­nefnd um pynt­ing­ar var­ar við of­notk­un Ís­lend­inga á ein­angr­un­ar­vist­un­um.

Barnshafandi burðardýr í einangrun á Suðurnesjum

Ung kona fékk fregnir af að hún væri barnshafandi í einangrunarklefa á Suðurnesjum. Hún var handtekin við komu til lands með kókaín innvortis. Hún fékk enga sérmeðferð í einangrun þrátt fyrir að vera barnshafandi. 
Konan var handtekin við komuna til landsins í upphafi seinasta mánaðar og fundust á henni 600 grömm af kókaíni innvortis. Í viðtali við Stundina lýsir hún því hvernig henni var haldið í einangrun á lögreglustöðinni á Suðurnesjum í nærri þrjár vikur þrátt fyrir að lögreglu væri kunnugt um að hún væri ólétt. Konan, sem við skulum kalla Önnu til þæginda, er enn ein erlend kona í neyð sem er handtekin hér á landi fyrir fíkniefnasmygl.
Anna hefur búið í litlum bæ í nágrenni Düsseldorf í Þýskalandi undan­farin ár en hún á stóra fjölskyldu í Nígeríu sem hún hefur þurft að fram­fleyta. Að hennar sögn átti hún að fá um 3.000 evrur fyrir ferðina, ríflega 400 þúsund krónur. „Ég átti engan pening og var þunglynd,“ segir konan.

Óléttupróf í einangrun

Anna segist í rauninni ekki hafa gert sér grein fyrir því hvað hún var að gera. Hana hafi sárlega vantað fé til að greiða skólagjöld systkina sinna í Nígeríu sem og kostnað vegna sjö ára sonar síns í Þýskalandi. Hún hafði auk þess hug á að fara sjálf í hönnunarskóla. „Ég vissi ekki hvað ég var með á mér. Mig sárvantaði fé og var kynnt fyrir ákveðnu fólki. Mér datt í rauninni ekki í hug að þetta gæti verið hættulegt. Þegar ég var handtekin og þeir fundu 600 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár