Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir harðlega þá forgangsröðun sem birtist í áliti meirihluta fjárlaganefndar um fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til næstu fimm ára.
„Meirihlutinn leggur ekki fram breytingartillögur um forgangsröðun heldur vill að fjármálaáætlunin til næstu fimm ára sé samþykkt nánast óbreytt,“ segir Oddný í samtali við Stundina.
„Sú framtíðarsýn, sem dregin er upp í fjármálaáætluninni og ég vil líta á sem kosningaloforð ríkisstjórnarflokkanna, er ekki fögur, hvort sem litið er til efnahagslegu hliðarinnar né ef maður horfir til forgangsröðunar í velferðarmálum.“
Eins og Stundin hefur áður fjallað um felur fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar í sér að mennta- og heilbrigðiskerfinu verði áfram skorinn þröngur stakkur næstu fimm árin auk þess sem fjárfestingarstig hins opinbera verður áfram jafn lágt og á tímum kreppunnar.
Meirihluti fjárlaganefndar vill þó ganga enn lengra í aðhaldi og hagræðingu hjá hinu opinbera eins og Stundin fjallaði um í morgun.
„Ef áætlunin nær fram að ganga mun heilbrigðisþjónusta dragast saman. Það sem er ætlað Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri nægir ekki til
Athugasemdir