Áhugavert er að skoða muninn á íbúðakaupum í Noregi og á Íslandi. Hjónin og fimm barna foreldrarnir Bryndís Emilía Kristjánsdóttir og Grímur Bjarni Bjarnason sögðu frá reynslu sinni af því að kaupa fasteign í Noregi í samtali við Stundina, en þau undruðust þegar lán þeirra lækkaði við fyrstu greiðslu. „Við horfum á lánin okkar lækka í hverjum mánuði. Þetta er ómetanlegt.“ Tölurnar tala sínu máli.
Mikið er lagt upp úr því að ungt fólk komist af leigumarkaðinum og geti eignast eigið húsnæði í Noregi. Hátt fasteignaverð veldur því að ungt fólk á erfitt með að komast út af leigumarkaðinum og í eigin íbúð á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi. Svipað vandamál hefur átt sér stað í mörgum kommúnum í Noregi. Þar bjóða þær þó upp á svokölluð startlán, sem eru í boði fyrir fólk sem á erfitt með að safna fyrir útborgun í íbúð, þar sem slík upphæð getur …
Athugasemdir