80 prósent þeirra múslima sem verða fyrir áreiti og árásum í Frakklandi eru konur. Þetta kemur fram nýrri skýrslu Nils Muižnieks, framkvæmdastjóra mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Framkvæmdastjórinn, sem vann skýrsluna eftir heimsókn sína til Frakklands í september í fyrra, varaði þá þegar við því að árásir beindust í auknum mæli að samkynhneigðum, gyðingum og múslimum. Þá sagði hann að það þyrfti að gera meira til þess að aðlaga innflytjendur og hælisleitendur að samfélaginu, að því er fram kemur í frétt Newsweek um málið.
Athugasemdir