Leiðarahöfundur Morgunblaðsins hvetur stjórnvöld til að grípa til ráðstafana í því skyni að takmarka „straum flóttamanna og hælisleitenda“ til Íslands.
Í leiðara blaðsins í dag er fjallað um að fjölgun flóttamanna sé orðinn illviðráðanlegt vandamál innan Evrópusambandsins. Bent er á að Ísland er eitt Schengenríkjanna, en augljósar landfræðilegar ástæður geri það að verkum að straumur flóttamanna hingað verði ekki sá sami og til ríkja á borð við Ungverjaland og Grikkland. „En Ísland er líka fámennt land og þolir enn síður en fjölmennar þjóðir mikinn fjölda flóttamanna. Stjórnvöld hér hljóta því að huga vel að þeirri þróun sem er að verða í þessum efnum í Evrópu og til hvaða ráða þarf að grípa hér á landi til að takmarka straum flóttamanna og hælisleitenda,“ segir leiðarahöfundur.
Athugasemdir