Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Milljarðakvóti fer til Grænlendinga

Skip­stjórn­ar­mað­ur seg­ir að ís­lensk­ar út­gerð­ir á Græn­landi njóti sér­stöðu þeg­ar kem­ur að veið­um á gull­karfa. Nauð­syn­legt að semja seg­ir ráðu­neyt­ið.

Milljarðakvóti fer  til Grænlendinga
Verðmæti Risahal á dekkinu á Ottó N. Þorlákssyni RE á Hampiðjutorgi. Karfinn hefur verið þjóðarbúinu mikilvægur. Mynd: Kristján E. Gíslason

Það er verið að færa veiðiheimildir úr íslenska kvótakerfinu í kyrrþey til grænlenskra útgerða í eigu Íslendinga,“ segir Kristján E. Gíslason, yfirstýrimaður á togaranum Ottó N. Þorlákssyni RE um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að úthluta Grænlendingum 5 prósentum af gullkarfakvótanum til viðbótar. Þar með eru Grænlendingar með 10 prósent af gullkarfakvótanum en Íslendingar með 90 prósent. Þá er gert ráð fyrir að aðrar þjóðir veiði 350 tonn. 

Kristján bendir á að veiðireynsla Grænlendinga hafi verið á bilinu frá 200 tonnnum á ári og upp í 2.700 tonn árið 2014. Með ákvörðuninni sé verið að tvöfalda það magn. 

„Þarna er um að ræða auðlind í þjóðareign. Það er óviðunandi að hluta hennar sé úthlutað til útlendinga eftir geðþótta ráðuneytisins,“ segir hann og bendir á að stór hluti karfakvótans fari bakdyramegin til Íslendinga sem að öllum líkindum hafi þrýst á stjórnvöld. 

„Þarna er í raun verið að færa grænlenskum útgerðum í íslenskri eigu auknar veiðiheimildir,“ segir Kristján og vísar til útgerða á borð við Brim, Síldarvinnsluna og Ísfélagið sem eru ráðandi aðilar í nokkrum grænlenskum útgerðum. Og verðmæti kvótans telst vera milljarðar króna. 

Margir stofnar

Kristján hefur áratugareynslu sem skipstjórnarmaður við gullkarfaveiðar á Íslandsmiðum. Hann er einn frumherja við veiðar á Reykjaneshrygg. Hann segir málið ekki vera svo einfalt að þarna sé um að ræða einn stofn. Gullkarfi 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár