Milljarðakvóti fer til Grænlendinga

Skip­stjórn­ar­mað­ur seg­ir að ís­lensk­ar út­gerð­ir á Græn­landi njóti sér­stöðu þeg­ar kem­ur að veið­um á gull­karfa. Nauð­syn­legt að semja seg­ir ráðu­neyt­ið.

Milljarðakvóti fer  til Grænlendinga
Verðmæti Risahal á dekkinu á Ottó N. Þorlákssyni RE á Hampiðjutorgi. Karfinn hefur verið þjóðarbúinu mikilvægur. Mynd: Kristján E. Gíslason

Það er verið að færa veiðiheimildir úr íslenska kvótakerfinu í kyrrþey til grænlenskra útgerða í eigu Íslendinga,“ segir Kristján E. Gíslason, yfirstýrimaður á togaranum Ottó N. Þorlákssyni RE um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að úthluta Grænlendingum 5 prósentum af gullkarfakvótanum til viðbótar. Þar með eru Grænlendingar með 10 prósent af gullkarfakvótanum en Íslendingar með 90 prósent. Þá er gert ráð fyrir að aðrar þjóðir veiði 350 tonn. 

Kristján bendir á að veiðireynsla Grænlendinga hafi verið á bilinu frá 200 tonnnum á ári og upp í 2.700 tonn árið 2014. Með ákvörðuninni sé verið að tvöfalda það magn. 

„Þarna er um að ræða auðlind í þjóðareign. Það er óviðunandi að hluta hennar sé úthlutað til útlendinga eftir geðþótta ráðuneytisins,“ segir hann og bendir á að stór hluti karfakvótans fari bakdyramegin til Íslendinga sem að öllum líkindum hafi þrýst á stjórnvöld. 

„Þarna er í raun verið að færa grænlenskum útgerðum í íslenskri eigu auknar veiðiheimildir,“ segir Kristján og vísar til útgerða á borð við Brim, Síldarvinnsluna og Ísfélagið sem eru ráðandi aðilar í nokkrum grænlenskum útgerðum. Og verðmæti kvótans telst vera milljarðar króna. 

Margir stofnar

Kristján hefur áratugareynslu sem skipstjórnarmaður við gullkarfaveiðar á Íslandsmiðum. Hann er einn frumherja við veiðar á Reykjaneshrygg. Hann segir málið ekki vera svo einfalt að þarna sé um að ræða einn stofn. Gullkarfi 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár