Það er verið að færa veiðiheimildir úr íslenska kvótakerfinu í kyrrþey til grænlenskra útgerða í eigu Íslendinga,“ segir Kristján E. Gíslason, yfirstýrimaður á togaranum Ottó N. Þorlákssyni RE um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að úthluta Grænlendingum 5 prósentum af gullkarfakvótanum til viðbótar. Þar með eru Grænlendingar með 10 prósent af gullkarfakvótanum en Íslendingar með 90 prósent. Þá er gert ráð fyrir að aðrar þjóðir veiði 350 tonn.
Kristján bendir á að veiðireynsla Grænlendinga hafi verið á bilinu frá 200 tonnnum á ári og upp í 2.700 tonn árið 2014. Með ákvörðuninni sé verið að tvöfalda það magn.
„Þarna er um að ræða auðlind í þjóðareign. Það er óviðunandi að hluta hennar sé úthlutað til útlendinga eftir geðþótta ráðuneytisins,“ segir hann og bendir á að stór hluti karfakvótans fari bakdyramegin til Íslendinga sem að öllum líkindum hafi þrýst á stjórnvöld.
„Þarna er í raun verið að færa grænlenskum útgerðum í íslenskri eigu auknar veiðiheimildir,“ segir Kristján og vísar til útgerða á borð við Brim, Síldarvinnsluna og Ísfélagið sem eru ráðandi aðilar í nokkrum grænlenskum útgerðum. Og verðmæti kvótans telst vera milljarðar króna.
Margir stofnar
Kristján hefur áratugareynslu sem skipstjórnarmaður við gullkarfaveiðar á Íslandsmiðum. Hann er einn frumherja við veiðar á Reykjaneshrygg. Hann segir málið ekki vera svo einfalt að þarna sé um að ræða einn stofn. Gullkarfi
Athugasemdir