Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Reiði í Grímsey eftir mannfræðirannsókn

Rann­sókn Óm­ars Valdi­mars­son­ar á íbú­um eyj­unn­ar vek­ur reiði. Meist­ara­rit­gerð tek­in af vef Há­skóla Ís­lands. Sagt frá veik­ind­um nafn­greindra eyja­skeggja og dval­ar á geð­deild. Nafn­greind kona sögð vits­muna­lega skert og hjálp­ar­þurfi. Son­ur henn­ar nafn­greind­ur. Kennslu­stjóri stað­fest­ir að rit­gerð­in hafi ver­ið fjar­lægð og sé til skoð­un­ar fræða­sam­fé­lags­ins. Höf­und­ur kann­ast ekki við ólgu.

Reiði í Grímsey eftir mannfræðirannsókn
Uppnám Grímseyingar eru bæðir reiðir og sárir vegna meistararitgerðar Ómars Valdimarssonar mannfræðings sem fjallar umn veikindi og einkamál með ágengum hætti. Fjöldi manns er nafngreindur og upplýst um einkamál þeirra. Mynd: Völundur Jónsson

Háskóli Íslands hefur tekið úr birtingu meistararitgerð mannfræðingsins Ómars Valdimarssonar, Draumland í Dumbshafi, sem fjallar um mannlíf í Grímsey. Fullyrt er að um sé að ræða grófar rangfærslur í ritgerðinni og innrás í einkalíf fólks þar sem ljóstrað er upp um veikindi þess og einkamál án þess að það hafi verið gefið leyfi fyrir slíku. Ritgerðin hafði verið birt á skemman.is en er nú horfin þaðan. Þórður Kristinsson kennslustjóri staðfestir það við Stundina að ritgerðin sé nú til athugunar í þessu ljósi.

 „Fræðasvið er með þetta mál til skoðunar,“ segir Þórður. Hann staðfestir að ritgerðin hafi verið tekin niður og verði ekki í opinberri birtingu á meðan farið verði ofan í málin. 

Grímseyingar reiðir

Mikil reiði er meðal Grímseyinga vegna ritgerðarinnar sem fjallar um ýmis viðkvæm mál sem gengið hafa yfir í eyjunni. Þar er farið ofan í ýmis mál, svo sem fjárdráttarmál fyrrverandi sveitarstjóra og ásakanir um kynferðisbrot útgerðarmanns, sem fór á ákærusvið en var fellt niður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dreifbýlið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár