Sigurbjörg Eyjólfsdóttir listakona býr ein á jörð sinni, Þorkelsgerði í Selvogi, sem hún keypti fyrir 25 árum. Hún er ekki með hefðbundinn búskap en sinnir list sinni og heldur landnámshænur og gæsir. Þá sjá hundurinn Snót og kötturinn Jósefína um að halda henni félagsskap. „Maður er ekki einn á meðan dýrin eru til staðar,” segir hún.
Í næsta nágrenni við hús Sigurbjargar stendur Strandarkirkja sem þekktust er fyrir áheit sem þykja árangursrík.
,,Það er góður andi í þessu húsi. Hér bjuggu lengi hjónin Bjarni Jónsson og Þórunn Friðriksdóttir ljósmóðir. Þau eignuðust 17 börn. Það hafa fæðst í þessu húsi fjölmörg börn. Hér tók Þórunn á móti á börnum og gekk frá þeim sem voru látnir.
Athugasemdir