Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hjálparsamtök minnast Ástrósar: „Of margir eru að deyja“

Hjálp­ar­sam­tök­in United Reykja­vík ætla á mánu­dag­inn að minn­ast þeirra sem lát­ist hafa vegna áfeng­is og vímu­efna­neyslu á ár­inu 2016. Þau vilja opna augu ráða­manna fyr­ir hinu gríð­ar­stóra vanda­máli sem felst í mis­notk­un vímu­efna og á sama tíma ætla þau að safna fyr­ir fjöl­skyldu Ástrós­ar, ungr­ar konu sem vakn­aði ekki á að­fanga­dag.

Hjálparsamtök minnast Ástrósar: „Of margir eru að deyja“
Ástrós Kristrúnardóttir Bráðkvödd á aðfangadag, aðeins tuttugu og tveggja ára gömul. Mynd: Úr einkasafni

„Því miður eru allt of margir sem hafa látist vegna áfengis- og vímuefnaneyslu á árinu 2016 og okkur langar að koma saman til þess að minnast þeirra,“ segir Margrét Gunnarsdóttir hjá United Reykjavík sem eru hjálparsamtök og hafa starfað í fimm ár.

„Í samtökunum koma saman einstaklingar sem hafa og eru að berjast við sjúkdóminn alkahólisma en einnig koma einstaklingar sem eru að berjast við kvíða og ótta en það má segja að það sé sá sjúkdómur sem hvað flest ungmenni á Íslandi glíma við í dag. Við höfum verið að hittast á mánudögum og til okkar eru að koma allt frá hundrað og upp í tvö hundruð manns. Allir komnir saman til þess að ná tökum á lífi sínu,“ segir Margrét en það var einmitt í því hjálparstarfi sem hún hitti fyrir Ástrós, tuttugu og tveggja ára gamala íslenska stúlku sem var bráðkvödd á aðfangadag.

„Ég fékk fréttirnar klukkan sex á aðfangadag. Þetta var bara hrikalegt. Ömurlegt.“

Margrét þekkti til Ástrósar áður en hún kom inn í samtökin en þær urðu mjög góðar vinkonur í gegnum starfið.

Margrét Gunnarsdóttir
Margrét Gunnarsdóttir Fékk skelfilegar fréttir klukkan sex á aðfangadag. Vinkona hennar var dáin. Margrét ætlar að minnast hennar á mánudaginn ásamt fleirum í United Reykjavik.

 Margir eiga um sárt að binda

„Ég fékk fréttirnar klukkan sex á aðfangadag. Þetta var bara hrikalegt. Ömurlegt. Ég var nýbúin að tala við hana. Við ræddum saman næstum því heilan vinnudag. Ég sagði henni hvað hún væri að standa sig vel og við ræddum um tólf spora samtök og hvað edrúlífið væri gott,“ segir Margrét sem nú syrgir vinkonu sína.

„Já, Ástrós var tengd mörgum úr starfi United Reykjavík og því eiga margir um sárt að binda vegna fráfalls hennar. Við í United stöndum gegn því að því sé haldið fram að sjúkdómurinn hafi fórnarkostnað í mannslífum. Ef við gerum það þá er baráttan töpuð og við förum að sætta okkur við óásættanlega hluti. Ráðaleysi, óskipulögð vinnubrögð og vöntun á úrræðum er brýnasta þörfin í dag og vonandi náum við að opna augu ráðamanna fyrir þessum gríðarstóra vanda,“ segir Margrét sem hvetur alla til þess að mæta á þessa fallegu og hjartnæmu stund.

„Of margir eru að deyja og það er kominn tími til að stíga niður fæti og því ætlum við þetta kvöld, mánudagskvöldið 2. janúar, að kveikja á kerti til minningar um vini, kærustur, kærasta, frændur, frænkur, ömmur, afa, mömmur og pabba sem sjúkdómurinn hefur dregið til dauða og líka þá sem enn eru þarna úti að þjást. Þá ætlum við líka að aðstoða fjölskyldu Ástrósar og því munu söfnunarbaukar ganga um salinn og mun það fé sem safnast renna óskert til hennar.“

Hér er hægt að sjá viðburðarauglýsingu fyrir minningarsamkomuna á mánudaginn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár