Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hjálparsamtök minnast Ástrósar: „Of margir eru að deyja“

Hjálp­ar­sam­tök­in United Reykja­vík ætla á mánu­dag­inn að minn­ast þeirra sem lát­ist hafa vegna áfeng­is og vímu­efna­neyslu á ár­inu 2016. Þau vilja opna augu ráða­manna fyr­ir hinu gríð­ar­stóra vanda­máli sem felst í mis­notk­un vímu­efna og á sama tíma ætla þau að safna fyr­ir fjöl­skyldu Ástrós­ar, ungr­ar konu sem vakn­aði ekki á að­fanga­dag.

Hjálparsamtök minnast Ástrósar: „Of margir eru að deyja“
Ástrós Kristrúnardóttir Bráðkvödd á aðfangadag, aðeins tuttugu og tveggja ára gömul. Mynd: Úr einkasafni

„Því miður eru allt of margir sem hafa látist vegna áfengis- og vímuefnaneyslu á árinu 2016 og okkur langar að koma saman til þess að minnast þeirra,“ segir Margrét Gunnarsdóttir hjá United Reykjavík sem eru hjálparsamtök og hafa starfað í fimm ár.

„Í samtökunum koma saman einstaklingar sem hafa og eru að berjast við sjúkdóminn alkahólisma en einnig koma einstaklingar sem eru að berjast við kvíða og ótta en það má segja að það sé sá sjúkdómur sem hvað flest ungmenni á Íslandi glíma við í dag. Við höfum verið að hittast á mánudögum og til okkar eru að koma allt frá hundrað og upp í tvö hundruð manns. Allir komnir saman til þess að ná tökum á lífi sínu,“ segir Margrét en það var einmitt í því hjálparstarfi sem hún hitti fyrir Ástrós, tuttugu og tveggja ára gamala íslenska stúlku sem var bráðkvödd á aðfangadag.

„Ég fékk fréttirnar klukkan sex á aðfangadag. Þetta var bara hrikalegt. Ömurlegt.“

Margrét þekkti til Ástrósar áður en hún kom inn í samtökin en þær urðu mjög góðar vinkonur í gegnum starfið.

Margrét Gunnarsdóttir
Margrét Gunnarsdóttir Fékk skelfilegar fréttir klukkan sex á aðfangadag. Vinkona hennar var dáin. Margrét ætlar að minnast hennar á mánudaginn ásamt fleirum í United Reykjavik.

 Margir eiga um sárt að binda

„Ég fékk fréttirnar klukkan sex á aðfangadag. Þetta var bara hrikalegt. Ömurlegt. Ég var nýbúin að tala við hana. Við ræddum saman næstum því heilan vinnudag. Ég sagði henni hvað hún væri að standa sig vel og við ræddum um tólf spora samtök og hvað edrúlífið væri gott,“ segir Margrét sem nú syrgir vinkonu sína.

„Já, Ástrós var tengd mörgum úr starfi United Reykjavík og því eiga margir um sárt að binda vegna fráfalls hennar. Við í United stöndum gegn því að því sé haldið fram að sjúkdómurinn hafi fórnarkostnað í mannslífum. Ef við gerum það þá er baráttan töpuð og við förum að sætta okkur við óásættanlega hluti. Ráðaleysi, óskipulögð vinnubrögð og vöntun á úrræðum er brýnasta þörfin í dag og vonandi náum við að opna augu ráðamanna fyrir þessum gríðarstóra vanda,“ segir Margrét sem hvetur alla til þess að mæta á þessa fallegu og hjartnæmu stund.

„Of margir eru að deyja og það er kominn tími til að stíga niður fæti og því ætlum við þetta kvöld, mánudagskvöldið 2. janúar, að kveikja á kerti til minningar um vini, kærustur, kærasta, frændur, frænkur, ömmur, afa, mömmur og pabba sem sjúkdómurinn hefur dregið til dauða og líka þá sem enn eru þarna úti að þjást. Þá ætlum við líka að aðstoða fjölskyldu Ástrósar og því munu söfnunarbaukar ganga um salinn og mun það fé sem safnast renna óskert til hennar.“

Hér er hægt að sjá viðburðarauglýsingu fyrir minningarsamkomuna á mánudaginn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár