Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

„Íslendingar tala svona erlendis“

Magnús Ingi tjá­ir sig um um­tal­að við­tal

„Íslendingar tala svona erlendis“

Myndband af Magnúsi Inga Magnússyni, eiganda Texasborgara og Sjávarbarsins hefur gengið sem eldur um sinu um netið. Í myndbandinu er Magnús Ingi staddur í Filippseyjum þar sem hann tekur viðtal við gúmmítrésbændur fyrir ÍNN. Athygli hefur vakið að hann notar íslensku og ensku til skiptis í viðtalinu og spyr gúmmítrésbændurna meðal annars út í „gúmmí“ en ekki „rubber“ eins og það leggst á ensku. „This is your brother... and he take care of the gúmmítré,“ segir hann meðal annars á ísl-ensku.

Ánægður með mikil viðbrögð

Viðmælendur hans eru systkini sem rækta gúmmítré en hann spyr þau út í ferlið. Systirin lýsir því hvernig skorið er í tréð og latex lekur úr, svo setji þau sýru í til þess að latexið harðni. Þá grípur Magnús Ingi fram í og útskýrir: „Heyrðu ég er nú ekki alveg að mér í þessu en sem sagt það kemur svona safi úr trénu og svona, þeir setja eitthvað efni í þetta þannig að þetta verði hart. Er það ekki rétt?” spyr hann annan bóndann og hlær. Við það brosir bóndinn ringlaður í myndavélina.

Magnús er eigandi Texasborgara og Sjávarbarónsins
Magnús er eigandi Texasborgara og Sjávarbarónsins Hann segist koma til dyranna eins og hann er klæddur. Það gleður hann að viðtalið veki lukku hjá landsmönnum.

„Þetta er bara orginal ég,“ segir Magnús Ingi í samtali við Stundina. Hann kveðst vera mjög ánægður með viðbrögðin sem myndskeiðið hefur vakið. „Í þessum þáttum reyni ég að hafa fróðleik, skemmtun og afþreyingu,“ en það telur hann viðbrögðin sýna að hafi tekist. „Ég er bara aldrei að látast,“ segir hann um sletturnar í viðtalinu. „Þetta er bara orginal ég. Íslendingar tala svona erlendis.“ Aðallega er þetta þó bara skemmtun, segir Magnús Ingi: „Ég er skemmtikraftur“. Hér að neðan má sjá viðtalið umtalaða.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár