Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Íslendingar tala svona erlendis“

Magnús Ingi tjá­ir sig um um­tal­að við­tal

„Íslendingar tala svona erlendis“

Myndband af Magnúsi Inga Magnússyni, eiganda Texasborgara og Sjávarbarsins hefur gengið sem eldur um sinu um netið. Í myndbandinu er Magnús Ingi staddur í Filippseyjum þar sem hann tekur viðtal við gúmmítrésbændur fyrir ÍNN. Athygli hefur vakið að hann notar íslensku og ensku til skiptis í viðtalinu og spyr gúmmítrésbændurna meðal annars út í „gúmmí“ en ekki „rubber“ eins og það leggst á ensku. „This is your brother... and he take care of the gúmmítré,“ segir hann meðal annars á ísl-ensku.

Ánægður með mikil viðbrögð

Viðmælendur hans eru systkini sem rækta gúmmítré en hann spyr þau út í ferlið. Systirin lýsir því hvernig skorið er í tréð og latex lekur úr, svo setji þau sýru í til þess að latexið harðni. Þá grípur Magnús Ingi fram í og útskýrir: „Heyrðu ég er nú ekki alveg að mér í þessu en sem sagt það kemur svona safi úr trénu og svona, þeir setja eitthvað efni í þetta þannig að þetta verði hart. Er það ekki rétt?” spyr hann annan bóndann og hlær. Við það brosir bóndinn ringlaður í myndavélina.

Magnús er eigandi Texasborgara og Sjávarbarónsins
Magnús er eigandi Texasborgara og Sjávarbarónsins Hann segist koma til dyranna eins og hann er klæddur. Það gleður hann að viðtalið veki lukku hjá landsmönnum.

„Þetta er bara orginal ég,“ segir Magnús Ingi í samtali við Stundina. Hann kveðst vera mjög ánægður með viðbrögðin sem myndskeiðið hefur vakið. „Í þessum þáttum reyni ég að hafa fróðleik, skemmtun og afþreyingu,“ en það telur hann viðbrögðin sýna að hafi tekist. „Ég er bara aldrei að látast,“ segir hann um sletturnar í viðtalinu. „Þetta er bara orginal ég. Íslendingar tala svona erlendis.“ Aðallega er þetta þó bara skemmtun, segir Magnús Ingi: „Ég er skemmtikraftur“. Hér að neðan má sjá viðtalið umtalaða.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár