Lýðræðisvaktin hefur stefnt íslenska ríkinu vegna deilna um aukastaf. Í síðastliðnum þingkosningum fékk Lýðræðisvaktin 4.658 greidd atkvæði sem þýðir að í prósentum talið fékk flokkurinn 2,4646 prósent atkvæða.
Samkvæmt lögum um fjárstyrk ríkisins til stjórnmálaflokka þarf viðkomandi flokkur að fá að minnsta kost 2,5 prósent atkvæða til að geta átt kost á að fá styrk. Lýðræðisvaktinni var því á sínum tíma synjað af fjármála- og efnahagsráðuneytinu um fjárstyrk á grundvelli þess að tæplega 0,04 prósentustig vantaði upp í lágmarkið. Lýðræðisvaktin hefur nú stefnt ríkinu vegna þessarar ákvörðunar og telur flokkurinn að ríkið ætti að námunda upp fylgi flokksins í lágmarkið. Flokkurinn á rétt á um 6 milljónum króna í styrk ef dómstólar samþykkja þá túlkun flokksins. Aðalmeðferð í málinu fer fram 8. október næstkomandi.
Athugasemdir