Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Lýðræðisvaktin fer í málið við ríkið vegna námundunar

Stjórn­mála­flokk­ur­inn hef­ur far­ið í mál við rík­ið vegna fjár­fram­laga og tel­ur flokk­ur­inn að rík­ið brjóta á rétt sín­um með námund­un aukastafs. Flokk­ur­inn fékk 2,4646 pró­sent at­kvæða en nauð­syn­legt er að fá 2,5 pró­sent til að fá fjár­styrk.

Lýðræðisvaktin fer í málið við ríkið vegna námundunar

Lýðræðisvaktin hefur stefnt íslenska ríkinu vegna deilna um aukastaf. Í síðastliðnum þingkosningum fékk Lýðræðisvaktin 4.658 greidd atkvæði sem þýðir að í prósentum talið fékk flokkurinn 2,4646 prósent atkvæða.

Samkvæmt lögum um fjárstyrk ríkisins til stjórnmálaflokka þarf viðkomandi flokkur að fá að minnsta kost 2,5 prósent atkvæða til að geta átt kost á að fá styrk. Lýðræðisvaktinni var því á sínum tíma synjað af fjármála- og efnahagsráðuneytinu um fjárstyrk á grundvelli þess að tæplega 0,04 prósentustig vantaði upp í lágmarkið. Lýðræðisvaktin hefur nú stefnt ríkinu vegna þessarar ákvörðunar og telur flokkurinn að ríkið ætti að námunda upp fylgi flokksins í lágmarkið. Flokkurinn á rétt á um 6 milljónum króna í styrk ef dómstólar samþykkja þá túlkun flokksins. Aðalmeðferð í málinu  fer fram 8. október næstkomandi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár