Hafdís Þorleifsdóttir skilur ekki andúð fólks á villiköttum og tók þá ákvörðun fyrir jólin að gefa kisunum nýtt heimili, því þær voru búnar að missa það skjól sem þær höfðu.
„Ég er búin að fylgjast með þessum kisum í fjögur ár. Þær voru með skjólhýsi á planinu hérna við lagerinn minn, sem gamall maður hafði búið til handa þeim og stóð undir skipum sem stóðu þar. Þar, og í gömlum yfirgefnum bíl sem ég hafði sett mokkajakka og ull inn í, höfðu þær skjól fyrir veðrum og vindum. Þangað fór ég alltaf og gaf þeim að borða á hverjum degi,“ segir Hafdís.
Athugasemdir