Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Logi Bergmann kallar fólk í kommentakerfinu „fávita“ vegna umræðu um ráðherra

Þátt­ar­stjórn­end­urn­ir Logi Berg­mann Eiðs­son og Rún­ar Freyr Gísla­son segja fólk sem læt­ur reiði sína gagn­vart stjórn­mála­mönn­um í ljós í komm­enta­kerf­um ekki hafa sjálfs­virð­ingu og að það ætti ekki að mega eign­ast börn. Logi Berg­mann kall­aði fólk­ið „fá­vita“ en hann er kvænt­ur að­stoð­ar­manni for­sæt­is­ráð­herra.

Logi Bergmann kallar fólk í kommentakerfinu „fávita“ vegna umræðu um ráðherra
Ósáttir við gagnrýni Segja þá sem skrifa athugasemdir um stjórnmálamenn á fréttasíðum ekki vera vini þeirra.

Logi Bergmann Eiðsson og Rúnar Freyr Gíslason, þáttarstjórnendur í Bakaríinu á Bylgjunni, segja að fólk sem lætur falla neikvæð ummæli um stjórnmálamenn í kommentakerfum vefmiðlanna ætti ekki að mega eignast börn. 

Í þættinum um síðustu helgi tók Logi dæmi af því að Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefði verið kallaður „Júdas Proppé“ og sagði fólk sem léti slík ummæli falla vera „fávitar“.

Logi Bergmann er fjölmiðlamaður og fréttaþulur á 365 miðlum og er kvæntur aðstoðarmanni forsætisráðherra.

Kjósendur Bjartrar framtíðar óánægðir 

Umræðurnar hófust á innleggi Loga um fordóma sem mættu Nichole Leigh Mosty, þingmanni Bjartar Framtíðar, í athugasemdakerfi undir frétt á Vísi. Fréttin fjallaði um að þingkonan hefði lokað Facebook-reikningi sínum í kjölfar gagnrýni sem hún fékk, meðal annars fyrir málfar. Gagnrýnin beindist að Nichole eftir að hún hafði gagnrýnt Silfrið á RÚV fyrir „einhliða umræðu“ um fátækt með viðtali við Mikael Torfason fjölmiðlamann og kallað eftir vandaðri vinnubrögðum af hálfu Rúv, þar sem Mikael þótti hafa fengið „mikið svigrúm“. 

Máli sínu til stuðnings tók Logi dæmi í ummælakerfi fréttamiðlanna þar sem lesandi hafði kallað Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, „Júdas Proppé“ í athugasemdakerfinu. „Ég treysti því bara að hann hafi verið mölvaður þegar hann skrifaði þetta…,“ sagði Logi. Þáttarstjórnendur ræddu í kjölfarið hversu mikið viðkomandi hefði drukkið áður en ummælin voru látin falla. 

Mikil óánægja er meðal kjósenda Bjartrar framtíðar með áherslur flokksins í ríkisstjórnarsamstarfi eftir alþingiskosningarnar. Óttarr hefur verið gagnrýndur fyrir að stofna til ríkisstjórnarsamstarfs með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn og vændur um að hafa ekki staðið við þau loforð sem Björt framtíð gaf í aðdraganda kosninga, gagnrýni sem hann hefur meðal annars svarað með því að þetta hafi ekki verið loforð heldur „kosningaáherslur“. Könnun Gallups, sem birt var í febrúar, leiddi í ljós að einungis 14 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar væru ánægð með ríkisstjórnarsamstarfið og aðeins 6 prósent kjósenda Bjartrar framtíðar voru ánægðir með stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

„Enginn þeirra er vinur minn“

Logi hefur áður tjáð sig um innræti fólks sem lætur ummæli falla í athugasemdakerfi. Í nýlegum pistli í Fréttablaðinu sagði hann vænsta fólk geta „breyst í nettröll“. „Mér finnst það samt of sjaldan gerast að ummæli við fréttir bæti einhverju við og skilji mann eftir fróðari. Það nefnilega bætir engu við samræður að ausa bara yfir þær súru galli.“

Í útvarpsþættinum velti Logi því svo fyrir sér hvort þeir sem tala niðrandi um aðra á netinu séu kannski ekki til í alvörunni, af því að „enginn þeirra er vinur minn“. 

Rúnar lýsti þessu fólki sem litlu og minnimáttar og þeir hlógu saman að því að oft væri þetta fólk sjálfstætt starfandi, eða „atvinnurekendur, self employed,“ eins og Logi orðaði það. „Þú veist, búið með nám og ákveður að vera algjör fáviti í kommentakerfum, af hverju er það?“  

Logi og Rúnar veltu því síðan upp hvort umrætt fólk ætti að mega eignast afkvæmi. „Sumir eiga náttúrulega ekki að fá að eignast börn,“ sagði Rúnar og Logi játti því. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár