Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Ljóta leyndarmálið á vídeó­leigunni

Hóp­ur kyn­ferð­is­brota­manna hef­ur ver­ið við­loð­andi Laug­ar­ásvíd­eó. Son­ur eig­and­ans til­kynnti meint kyn­ferð­isof­beldi föð­ur síns til lög­reglu og barna­vernd­ar­yf­ir­völd fjar­lægðu dótt­ur eig­and­ans af heim­il­inu. Ung kona lýs­ir hræði­legri reynslu sem hún seg­ist hafa orð­ið fyr­ir í bak­her­bergi leig­unn­ar þeg­ar hún var sex ára göm­ul. Þar störf­uðu tveir dæmd­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn. Þrátt fyr­ir þetta hef­ur leig­an hlot­ið já­kvæða at­hygli og fyr­ir nokkr­um ár­um var blás­ið til fjár­söfn­un­ar henni til stuðn­ings.

Ljóta leyndarmálið á vídeó­leigunni
Hreint hjarta Gunnar vísar öllum ásökunum á bug og kveðst sjálfur vera fórnarlamb. „Ég er með hreint hjarta,“ segir eigandi Laugarásvídeó. Mynd: DV

Hann stendur smjörgreiddur fyrir aftan afgreiðsluborðið og tekur brosandi á móti viðskiptavinum. Allir í hverfinu kannast við Gunnar Jósefsson, eiganda Laugarásvídeó. Í 30 ár hefur hann staðið vaktina og fólk treystir honum.

Samúðaralda fór um íslenskt samfélag þegar kveikt var í vídeóleigunni með eldsprengju árið 2009. Eigandinn lýsti harmi sínum í fjölmiðlum og blásið var til söfnunar til styrktar honum. Aldrei kom í ljós hver kveikti í og aldrei var upplýst hvað brennuvarginum gekk til. Þeir sem betur þekkja til tengdu þó brunann við gömul og ljót leyndarmál um Laugarásvídeó sem aðeins er hvíslað um. Oft er dregin upp glansmynd af vídeóleigunni. En til er fólk sem tengir hana aðeins við myrkur.

Yngsti sonur Gunnars Jósefssonar hefur sakað hann um kynferðisbrot og tilkynnt föður sinn til lögreglu. Dóttir Gunnars, sem nú er uppkomin, var margsinnis tekin af foreldrum sínum vegna slæms aðbúnaðar á heimili, harkalegra uppeldisaðferða og gruns um ofbeldi og kynferðisbrot af hendi samstarfsmanns föðurins á leigunni. Á Laugarásvídeó störfuðu tveir dæmdir kynferðisbrotamenn um árabil. Eldri synir Gunnars voru einnig tíðir gestir á leigunni en þeir hafa verið dæmdir oftar en einu sinni fyrir kynferðisglæpi.

Meðeigandi að leigunni lýsir því í viðtali við Stundina hvers vegna hann ákvað að selja hlut sinn og stíga aldrei framar fæti inn í Laugarásvídeó. Stundin hefur rætt við menn og konur sem segjast hafa orðið fyrir barðinu á starfsmönnum leigunnar. Á meðal viðmælenda er dóttir eins þeirra sem lýsir ljótri reynslu. Þá er rætt við unga konu sem komið var fyrir í pössun á leigunni þegar hún var sex ára gömul.

Gunnar vísar öllum ásökunum á bug og segist sjálfur vera fórnarlamb ofbeldis. Hann veltir fyrir sér hvort ásakanirnar séu liður í samsæri samkeppnisaðila gegn sér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár