Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Læknar og læknanemar gagnrýna áherslur stjórnarflokkanna

For­seti lækna­deild­ar HÍ seg­ir að fram­tíð­ar­sýn Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins „ætti að verða til þess að eng­inn und­ir þrí­tugu kjósi slíka flokka“. Kári Stef­áns­son safn­ar liði og lækna- og hjúkr­un­ar­fræð­inem­ar gagn­rýna náms­lána­frum­varp Ill­uga Gunn­ars­son­ar harð­lega.

Læknar og læknanemar gagnrýna áherslur stjórnarflokkanna

Áhrifamenn úr læknastétt hafa undanfarnar vikur gagnrýnt stjórnarmeirihlutann á Alþingi harðlega fyrir að vanrækja heilbrigðiskerfið og háskólastigið á Íslandi. Er þá sérstaklega vísað til ríkisfjármálaáætlunar Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra til næstu fimm ára þar sem útgjöldum til heilbrigðismála og menntamála er skorinn þröngur stakkur og þak sett á útgjaldaaukingu til málaflokkanna.

Þá hafa félög lækna, læknanema og hjúkrunarfræðinema gert alvarlegar athugasemdir við námslánafrumvarp Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra sem þau telja að grafi undan hagsmunum þeirra sem vilja starfa í heilbrigðisgeiranum í framtíðinni.

„Ég er að safna liði sem mun fylgjast grannt með því hvernig núverandi stjórnarflokkar sinna heilbrigðiskerfinu fyrir kosningar. Ef þið gerið ekki raunverulegt átak, sem ætti að vera auðvelt fyrir ykkur vegna þess að fjárhirslur ríkisins eru að springa af peningum og meiri uppgangur í efnahagslífi þjóðarinnar en í nokkurn annan tíma, þá munum við gera allt sem við getum til þess að sannfæra kjósendur um að hunsa ykkur.“ 

Þetta skrifar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í harðorðum pistli sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. „Það er nefnilega ekki líklegt að þeir sem treysta sér ekki til að setja fé í heilbrigðiskerfið rétt fyrir kosningar, þegar þeir gætu nýtt sér það til þess að sækja atkvæði, muni gera það að kosningum loknum,“ skrifar Kári og bætir við: „Við munum einnig gera okkar besta til þess að sjá til þess að stjórnarandstöðuflokkarnir heiti stuðningi við heilbrigðiskerfið á þann hátt að það verði ekki auðveldlega svikið. Við fylgjumst með því hvernig haldið er utan um velferðarkerfið í heild sinni, bæði það sem er á ábyrgð ríkis og bæjar og svo stöndum við vaktina að kosningum loknum.“

„Ætti að verða til þess að engin 
undir þrítugu kjósi slíka flokka“

Í grein sem Kári skrifaði skömmu áður benti hann á að nýlega hefði fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hlotið samþykki. „Sú áætlun gengur þvert á yfirlýstan vilja hans til þess að hlúa að þeim sem minna mega sín, styrkja velferðarkerfið og þá sérstaklega að bæta heilbrigðiskerfið,“ sagði Kári. Eins og Stundin hefur áður fjallað um stendur til, samkvæmt áætluninni, að hækka framlög til heilbrigðismála upp í tæplega 200 milljarða á ári, eða um 18 prósent að raunvirði yfir fimm ára tímabil. Þótt hækkunin sé veruleg er hún mjög fjarri því að koma til móts við þá kröfu sem hátt í 90 þúsund landsmenn hafa gert með undirskrift sinni. Munu útgjöld ríkisins til heilbrigðismála nema rúmum 8 prósentum af vergri landsframleiðslu árið 2021 ef áætlunin gengur eftir.  

Magnús Karl Magnússon
Magnús Karl Magnússon forseti læknadeildar HÍ

Magnús Karl Magnússon, forseti læknadeildar Háskóla Íslands, tjáði sig nýlega um ríkisfjármálaáætlunina á Facebook og gerði einkum athugasemdir við það hve litlum fjármunum verður varið til háskólastigsins næstu árin. „Það er algerlega óviðunandi að ríkisstjórn sem loks sér fram á betri tíma eftir áratugs aðhald skuli ákveða viljandi að svelta háskóla landsins. Öll nágrannaríki vita að fjárfesting í háskólum og vísindastarfi er forsenda blómlegs atvinnulífs og eina leiðin til að halda ungu og metnaðarfullu fólki til framtíðar. Þetta eru svik við marggefin loforð og ætti að verða til þess að enginn undir þrítugu kjósi slíka flokka, ósköp einfalt,“ skrifaði hann. Þannig tók hann undir gagnrýni sem rektorar allra háskóla á Íslandi settu fram í harðorðri yfirlýsingu fyrr í sumar.

Læknar í sérfræðinámi séu sviptir réttinum 
til frestunar á endurgreiðslu námslána

Frumvarp Illuga Gunnarssonar til laga um námslán og námsstyrki er til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd þessa dagana. Fréttastofa RÚV hafði eftir Líneik Önnu Sævarsdóttur, framsögumanni nefndarinnar í dag að stefnt væri að því að frumvarpið yrði afgreitt úr nefndinni þannig að það geti orðið að lögum fyrir þinglok. Á meðal þeirra sem lagt hafa fram umsagnir um frumvarpið eru Læknafélag Íslands, Félag læknanema, Félag íslenskra læknanema í Ungverjalandi og Curator, nemendafélag hjúkrunarfræðinema við Háskóla Íslands. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“
FréttirHeilbrigðismál

„Ég sakna þess að stinga fólk“

78 sjúk­ling­ar liggja á göng­um Land­spít­al­ans því ekki er pláss fyr­ir þá ann­ars stað­ar og spít­al­inn hef­ur ver­ið á efsta við­bragðs­stigi í tæp­an mán­uð. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar sem hafa skipt yf­ir í tækni­geir­ann sakna þess stund­um að vinna á „á gólf­inu“ en á með­an álag­ið og streit­an í heil­brigðis­kerf­inu held­ur áfram að aukast er það ekki mögu­leiki.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár