Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

„Klámsýning“ Reykjavíkurdætra rædd á stjórnarfundi RÚV

Stjórn­ar­mað­ur RÚV seg­ir með ein­dæm­um að svona at­riði hafi ver­ið sýnt á rík­is­fjöl­miðl­in­um og ætl­ar að kalla á eft­ir við­brögð­um út­varps­stjóra. Hann er einnig ósátt­ur við frétta­flutn­ing á RÚV og tal­ar um „gulu pressu frétta­mennsku“.

„Klámsýning“ Reykjavíkurdætra rædd á stjórnarfundi RÚV

Kristinn Dagur Gissurarson, stjórnarmaður RÚV og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, segist ætla að kalla á eftir viðbrögðum frá Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra á stjórnarfundi RÚV í dag vegna framkomu Reykjavíkurdætra í Vikunni, sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar, síðastliðið föstudagskvöld. Kristinn segir að um hafi verið að ræða „hálfgerða klámsýningu“ og að svona „eigi ekki að koma fyrir á ríkisfjölmiðli“. Þetta sagði Kristinn í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu í gær. „Ég verð að segja það alveg hreint út hér að þetta er með eindæmum að svona efni skuli hafa verið sýnt á ríkisfjölmiðlinum, í fjölskylduþætti,“ segir hann. 

Ósáttur við fréttastofu RÚV
Ósáttur við fréttastofu RÚV Kristinn Dagur Gissurarson, stjórnarmaður hjá RÚV, segir of mikið um „gulu pressu fréttamennsku“ á RÚV.

Kristinn segir ennfremur að starfsmaður RÚV hafi farið „út af sporinu hvað varðar dagskrárgerðarstefnu þessa ríkisfjölmiðils“. Þá fer Kristinn hörðum orðum um Gísla Martein. „Það er líka svolítið skrítið að starfsmaður RÚV, sem er á einum heitasta útsendingartíma, sé framsögumaður í heitum málum úti í bæ og er þar að lýsa hörðum, pólitískum skoðunum. Þetta er náttúrlega ekki alveg í lagi í mínum huga. Starfsmenn sem eru að vinna hjá fjölmiðli, tala nú ekki um ríkisfjölmiðli, verða að gæta sín aðeins.“

„Þetta er með eindæmum að svona efni skuli hafa verið sýnt á ríkisfjölmiðlinum.“ 

Aðspurður hvort stjórn RÚV geti dregið þennan dagskrárgerðarmann til ábyrgðar segir Kristinn svo ekki vera, en stjórnin geti „rekið útvarpsstjórann“. 

Kristinn segir þetta ekki í fyrsta skipti sem sambærileg mál hafa komið upp á RÚV. „Það hafa of mörg svona mál komið upp,“ segir hann. „Munið ekki eftir þegar var verið að tala um í einhverjum íþróttaþætti, ef ég man rétt, helförina eða nasisma?“ spyr hann og er líklega að vísa í ummæli Björns Braga Arnarsonar um íslenska handboltalandsliðið árið 2014. Þess má geta að íþróttadeild RÚV baðst afsökunar á ummælunum á sínum tíma. 

Hjólar í Gísla Martein
Hjólar í Gísla Martein Kristinn Dagur segir Gísla Martein hafa farið „út af sporinu hvað varðar dagskrárgerðarstefnu þessa ríkisfjölmiðils“ með því að sýna atriði Reykjavíkurdætra.

Lágkúrulegar fréttir á RÚV

Kristinn hjólar einnig í fréttastofu RÚV og segir ríkisfjölmiðil þurfa að passa upp á ímyndina. „Ég verð nú að segja það að ég hef nú látið í mér heyra á stjórnarfundum um að mér finnst RÚV á stundum um of ástunda það sem er kallað gulu pressu fréttamennsku,“ segir hann og bætir því jafnframt við að hann geti nefnd fjölmörg dæmi þess efnis, en nefnir hins vegar engin dæmi. „Það er verið að varpa fram fréttum sem eru þess eðlis að þær eiga ekkert að vera í ríkisfjölmiðlum. Þetta eru svona „lágkúrulegar fréttir“.“

Þáttastjórnandi spurði í framhaldinu hvort stjórn RÚV gæti haft afskipti af dagskránni. „Nei,“ svarar Kristinn. „En stjórnin mótar dagskrárgerðarstefnuna og á að hafa, samkvæmt lögum, aðild að því.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár