Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

„Klámsýning“ Reykjavíkurdætra rædd á stjórnarfundi RÚV

Stjórn­ar­mað­ur RÚV seg­ir með ein­dæm­um að svona at­riði hafi ver­ið sýnt á rík­is­fjöl­miðl­in­um og ætl­ar að kalla á eft­ir við­brögð­um út­varps­stjóra. Hann er einnig ósátt­ur við frétta­flutn­ing á RÚV og tal­ar um „gulu pressu frétta­mennsku“.

„Klámsýning“ Reykjavíkurdætra rædd á stjórnarfundi RÚV

Kristinn Dagur Gissurarson, stjórnarmaður RÚV og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, segist ætla að kalla á eftir viðbrögðum frá Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra á stjórnarfundi RÚV í dag vegna framkomu Reykjavíkurdætra í Vikunni, sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar, síðastliðið föstudagskvöld. Kristinn segir að um hafi verið að ræða „hálfgerða klámsýningu“ og að svona „eigi ekki að koma fyrir á ríkisfjölmiðli“. Þetta sagði Kristinn í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu í gær. „Ég verð að segja það alveg hreint út hér að þetta er með eindæmum að svona efni skuli hafa verið sýnt á ríkisfjölmiðlinum, í fjölskylduþætti,“ segir hann. 

Ósáttur við fréttastofu RÚV
Ósáttur við fréttastofu RÚV Kristinn Dagur Gissurarson, stjórnarmaður hjá RÚV, segir of mikið um „gulu pressu fréttamennsku“ á RÚV.

Kristinn segir ennfremur að starfsmaður RÚV hafi farið „út af sporinu hvað varðar dagskrárgerðarstefnu þessa ríkisfjölmiðils“. Þá fer Kristinn hörðum orðum um Gísla Martein. „Það er líka svolítið skrítið að starfsmaður RÚV, sem er á einum heitasta útsendingartíma, sé framsögumaður í heitum málum úti í bæ og er þar að lýsa hörðum, pólitískum skoðunum. Þetta er náttúrlega ekki alveg í lagi í mínum huga. Starfsmenn sem eru að vinna hjá fjölmiðli, tala nú ekki um ríkisfjölmiðli, verða að gæta sín aðeins.“

„Þetta er með eindæmum að svona efni skuli hafa verið sýnt á ríkisfjölmiðlinum.“ 

Aðspurður hvort stjórn RÚV geti dregið þennan dagskrárgerðarmann til ábyrgðar segir Kristinn svo ekki vera, en stjórnin geti „rekið útvarpsstjórann“. 

Kristinn segir þetta ekki í fyrsta skipti sem sambærileg mál hafa komið upp á RÚV. „Það hafa of mörg svona mál komið upp,“ segir hann. „Munið ekki eftir þegar var verið að tala um í einhverjum íþróttaþætti, ef ég man rétt, helförina eða nasisma?“ spyr hann og er líklega að vísa í ummæli Björns Braga Arnarsonar um íslenska handboltalandsliðið árið 2014. Þess má geta að íþróttadeild RÚV baðst afsökunar á ummælunum á sínum tíma. 

Hjólar í Gísla Martein
Hjólar í Gísla Martein Kristinn Dagur segir Gísla Martein hafa farið „út af sporinu hvað varðar dagskrárgerðarstefnu þessa ríkisfjölmiðils“ með því að sýna atriði Reykjavíkurdætra.

Lágkúrulegar fréttir á RÚV

Kristinn hjólar einnig í fréttastofu RÚV og segir ríkisfjölmiðil þurfa að passa upp á ímyndina. „Ég verð nú að segja það að ég hef nú látið í mér heyra á stjórnarfundum um að mér finnst RÚV á stundum um of ástunda það sem er kallað gulu pressu fréttamennsku,“ segir hann og bætir því jafnframt við að hann geti nefnd fjölmörg dæmi þess efnis, en nefnir hins vegar engin dæmi. „Það er verið að varpa fram fréttum sem eru þess eðlis að þær eiga ekkert að vera í ríkisfjölmiðlum. Þetta eru svona „lágkúrulegar fréttir“.“

Þáttastjórnandi spurði í framhaldinu hvort stjórn RÚV gæti haft afskipti af dagskránni. „Nei,“ svarar Kristinn. „En stjórnin mótar dagskrárgerðarstefnuna og á að hafa, samkvæmt lögum, aðild að því.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár