Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Kjósendur Framsóknarflokksins ólíklegastir til að vilja taka á móti flóttafólki

Rúm­lega ell­efu pró­sent lands­manna vilja ekki taka á móti flótta­mönn­um frá Sýr­landi. Fylg­is­menn Bjartr­ar fram­tíð­ar eru hlynnt­ast­ir því að taka á móti fleiri en 2000 flótta­mönn­um.

Kjósendur Framsóknarflokksins ólíklegastir til að vilja taka á móti flóttafólki

Tæp 90 prósent landsmanna vilja taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR um viðhorf Íslendinga til þess fjölda flóttamanna frá Sýrlandi sem Ísland ætti að taka á móti á næstu tólf mánuðum. Töluverður munur reyndist hins vegar á fjölda þeirra flóttamanna sem svarendur töldu að ríkið ætti að taka á móti. Langflestir, eða 30,2 prósent, sögðu að taka ætti á móti fleiri en 500 flóttamönnum, 25,2 prósent sögðu að taka ætti við á bilinu 151 til 500 flóttamönnum, 14 prósent sögðu að taka ætti við 150 flóttamönnum og 19,1 prósent sögðu að taka ætti á móti allt að fimmtíu flóttamönnum.

Skiptar skoðanir
Skiptar skoðanir Hátt í helmingur svarenda vildi fá 250 flóttamenn eða fleiri til landsins næstu tólf mánuðina.

Eftir stendur að 11,5 prósent landamanna vilja ekki taka á móti neinum flóttamönnum frá Sýrlandi. Nokkur munur reyndist á viðhorfi svarenda til fjölda flóttamanna sem Ísland ætti að taka á móti eftir stuðningi þeirra við stjórnmálaflokka.

Afstaða eftir hópum
Afstaða eftir hópum Spurt var: Hversu mörgum flóttamönnum frá Sýrlandi telur þú að Ísland eigi að taka á móti á næstu 12 mánuðum?

Af þeim sem studdu ríkisstjórnina og tóku afstöðu voru 42 prósent sem sögðu að taka ætti á móti engum eða allt að 50 flóttamönnum á næstu tólf mánuðum samanborið við 23 prósent þeirra sem ekki studdu ríkisstjórnina. Af stuðningsmönnun einstaka stjórnmálaflokka reyndust fylgismenn Bjartrar framtíðar hlynntastir því að taka á móti miklum fjölda flóttamanna en 36 prósent stuðningsmanna flokksins sögðu að taka ætti á móti fleiri en 2000 flóttamönnum. Á móti reyndust fylgjendur Framsóknarflokksins síst þá því að taka á móti flóttamönnum, en 18 prósent þeirra töldu að taka ætti við engum flóttamönnum frá Sýrlandi á næstu tólf mánuðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu