Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Kjósendur Framsóknarflokksins ólíklegastir til að vilja taka á móti flóttafólki

Rúm­lega ell­efu pró­sent lands­manna vilja ekki taka á móti flótta­mönn­um frá Sýr­landi. Fylg­is­menn Bjartr­ar fram­tíð­ar eru hlynnt­ast­ir því að taka á móti fleiri en 2000 flótta­mönn­um.

Kjósendur Framsóknarflokksins ólíklegastir til að vilja taka á móti flóttafólki

Tæp 90 prósent landsmanna vilja taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR um viðhorf Íslendinga til þess fjölda flóttamanna frá Sýrlandi sem Ísland ætti að taka á móti á næstu tólf mánuðum. Töluverður munur reyndist hins vegar á fjölda þeirra flóttamanna sem svarendur töldu að ríkið ætti að taka á móti. Langflestir, eða 30,2 prósent, sögðu að taka ætti á móti fleiri en 500 flóttamönnum, 25,2 prósent sögðu að taka ætti við á bilinu 151 til 500 flóttamönnum, 14 prósent sögðu að taka ætti við 150 flóttamönnum og 19,1 prósent sögðu að taka ætti á móti allt að fimmtíu flóttamönnum.

Skiptar skoðanir
Skiptar skoðanir Hátt í helmingur svarenda vildi fá 250 flóttamenn eða fleiri til landsins næstu tólf mánuðina.

Eftir stendur að 11,5 prósent landamanna vilja ekki taka á móti neinum flóttamönnum frá Sýrlandi. Nokkur munur reyndist á viðhorfi svarenda til fjölda flóttamanna sem Ísland ætti að taka á móti eftir stuðningi þeirra við stjórnmálaflokka.

Afstaða eftir hópum
Afstaða eftir hópum Spurt var: Hversu mörgum flóttamönnum frá Sýrlandi telur þú að Ísland eigi að taka á móti á næstu 12 mánuðum?

Af þeim sem studdu ríkisstjórnina og tóku afstöðu voru 42 prósent sem sögðu að taka ætti á móti engum eða allt að 50 flóttamönnum á næstu tólf mánuðum samanborið við 23 prósent þeirra sem ekki studdu ríkisstjórnina. Af stuðningsmönnun einstaka stjórnmálaflokka reyndust fylgismenn Bjartrar framtíðar hlynntastir því að taka á móti miklum fjölda flóttamanna en 36 prósent stuðningsmanna flokksins sögðu að taka ætti á móti fleiri en 2000 flóttamönnum. Á móti reyndust fylgjendur Framsóknarflokksins síst þá því að taka á móti flóttamönnum, en 18 prósent þeirra töldu að taka ætti við engum flóttamönnum frá Sýrlandi á næstu tólf mánuðum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár