Ríkið hefur lagt út langt á annað hundrað milljónir króna til tölvufyrirtækisins Forsvars ehf. á Hvammstanga vegna hugbúnaðarverkefna. Aðeins eitt umræddra verkefna er í notkun, tímabundið, og sum þeirra voru andvanda fædd. Kastljós upplýsti þetta í gær. Þá kom fram að tveir þáverandi ráðherrar, Einar K. Guðfinnsson og Páll Pétursson, höfðu bein afskipti af því að fyrirtækið, sem var í þeirra kjördæmi, fengju umrædd verkefni.
Talsmaður Forsvars, Garðar Jónsson, sat beggja vegna borðsins við gerð samninga um milljónaverkefni. Hann var áður skrifstofustjóri félagsmálaráðuneytisins en er í dag stjórnarformaður fyrirtækisins. Flókin uppskipti áttu sér stað þegar Garðar stofnaði félagið Glax group og Glax software. Framsóknarmaðurinn Elín Líndal stjórnar fyrirtækinu í dag. Hann skýrði það sjálfur í samtali við Kastljós þannig að það hefði verið með vilja ráðuneytanna. Samningar Forsvars náðu meðal annars til Barnaverndarstofu, Fiskistofu, Verðlagsstofu, Hagstofunnar og svæðisskrifstofu fatlaðra.
Athugasemdir