Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Kjördæmapot og afskipti ráðherra kostuðu líklega tugi milljóna

Hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæki á Hvammstanga fékk fjölda verk­efna án út­boðs. Við­var­an­ir emb­ætt­is­manna og harka­leg álit Rík­is­end­ur­skoð­un­ar hundsuð. 180 millj­óna króna kostn­að­ur.

Kjördæmapot og afskipti ráðherra kostuðu líklega tugi milljóna
Einar K. Guðfinnsson Ráðherrann gekk gegn áliti embættismanna og samdi við hugbúnaðarfyrirtæki í kjördæmi sínu. Mynd: pressphotos.biz

Ríkið hefur lagt út langt á annað hundrað milljónir króna til tölvufyrirtækisins Forsvars ehf. á Hvammstanga vegna hugbúnaðarverkefna. Aðeins eitt umræddra verkefna er í notkun, tímabundið, og sum þeirra voru andvanda fædd. Kastljós upplýsti þetta í gær. Þá kom fram að tveir þáverandi ráðherrar, Einar K. Guðfinnsson og Páll Pétursson, höfðu bein afskipti af því að fyrirtækið, sem var í þeirra kjördæmi, fengju umrædd verkefni.

Talsmaður Forsvars, Garðar Jónsson, sat beggja vegna borðsins við gerð samninga um milljónaverkefni. Hann var áður skrifstofustjóri félagsmálaráðuneytisins en er í dag stjórnarformaður fyrirtækisins. Flókin uppskipti áttu sér stað þegar Garðar stofnaði félagið Glax group og Glax software. Framsóknarmaðurinn Elín Líndal stjórnar fyrirtækinu í dag. Hann skýrði það sjálfur í samtali við Kastljós þannig að það hefði verið með vilja ráðuneytanna. Samningar Forsvars náðu meðal annars til Barnaverndarstofu, Fiskistofu, Verðlagsstofu, Hagstofunnar og svæðisskrifstofu fatlaðra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár