Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Kjördæmapot og afskipti ráðherra kostuðu líklega tugi milljóna

Hug­bún­að­ar­fyr­ir­tæki á Hvammstanga fékk fjölda verk­efna án út­boðs. Við­var­an­ir emb­ætt­is­manna og harka­leg álit Rík­is­end­ur­skoð­un­ar hundsuð. 180 millj­óna króna kostn­að­ur.

Kjördæmapot og afskipti ráðherra kostuðu líklega tugi milljóna
Einar K. Guðfinnsson Ráðherrann gekk gegn áliti embættismanna og samdi við hugbúnaðarfyrirtæki í kjördæmi sínu. Mynd: pressphotos.biz

Ríkið hefur lagt út langt á annað hundrað milljónir króna til tölvufyrirtækisins Forsvars ehf. á Hvammstanga vegna hugbúnaðarverkefna. Aðeins eitt umræddra verkefna er í notkun, tímabundið, og sum þeirra voru andvanda fædd. Kastljós upplýsti þetta í gær. Þá kom fram að tveir þáverandi ráðherrar, Einar K. Guðfinnsson og Páll Pétursson, höfðu bein afskipti af því að fyrirtækið, sem var í þeirra kjördæmi, fengju umrædd verkefni.

Talsmaður Forsvars, Garðar Jónsson, sat beggja vegna borðsins við gerð samninga um milljónaverkefni. Hann var áður skrifstofustjóri félagsmálaráðuneytisins en er í dag stjórnarformaður fyrirtækisins. Flókin uppskipti áttu sér stað þegar Garðar stofnaði félagið Glax group og Glax software. Framsóknarmaðurinn Elín Líndal stjórnar fyrirtækinu í dag. Hann skýrði það sjálfur í samtali við Kastljós þannig að það hefði verið með vilja ráðuneytanna. Samningar Forsvars náðu meðal annars til Barnaverndarstofu, Fiskistofu, Verðlagsstofu, Hagstofunnar og svæðisskrifstofu fatlaðra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár