Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kaj Anton fundinn sekur: Misþyrmdi tveggja ára barni tvo daga í röð

Í dag dæmdi norsk­ur dóm­ari Kaj Ant­on Arn­ars­son í 26 mán­aða fang­elsi fyr­ir að hafa mis­þyrmt tveggja ára ís­lensk­um dreng hrotta­lega. „Hlægi­leg­ur dóm­ur,“ seg­ir einn að­stand­enda drengs­ins.

Kaj Anton fundinn sekur: Misþyrmdi tveggja ára barni tvo daga í röð
Situr inni með öðrum barnaníðingum Kaj Anton mun afplána restina af dómnum sínum með öðrum níðingum í Noregi.

Kaj Anton Arnarsson, 24 ára Íslendingur, sem setið hefur í fangelsi í átta mánuði í Stavangri í Noregi, grunaður um að hafa misþyrmt tveggja ára dreng hrottalega, var í dag dæmdur í tveggja ára og tveggja mánaða fangelsi. Hann var fundinn sekur um að hafa misþyrmt drengnum í október á síðasta ári, tvo daga í röð. Áverkar drengsins líktust þeim sem börn á þessum aldri hljóta í bílslysum.

Með glóðurauga
Með glóðurauga Sannað þótti að Kaj Anton hafi meðal annars gefið tveggja ára drengnum glóðurauga.

„Hlægilegur dómur,“ segir einn aðstandenda drengsins sem Stundin ræddi við. Samkvæmt heimildum blaðsins fékk engin aðstandandi drengsins að vera viðstaddur dómsuppkvaðningu. Þess í stað fékk móðir drengsins símtal þar sem henni var tjáð að Kaj Anton hafi fengið 26 mánaða dóm.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var Kaj Antoni einnig gert að greiða drengnum 150 þúsund norskar krónur eða rúmar tvær milljónir króna í miskabætur. Stundin greindi ítarlega frá málinu og sagði söguna alla á vefnum í síðustu viku.

Afplánar með öðrum níðingum í Noregi

Samkvæmt heimildum Stundarinnar kemur Kaj Anton til með að afplána dóminn á sérstakri deild innan veggja fangelsisins með öðrum barnaníðingum í Noregi.

Þá fjallaði blaðamaður Stundarinnar ítarlega um málið þegar það kom upp í október í fyrra en það vakti mikinn óhug bæði hér á Íslandi og í Noregi. Forsaga málsins er sú að Kaj Anton og móðir drengsins hittust í byrjun október á síðasta ári í partíi í Reykjavík. Þau höfðu þekkst en út frá þessum hitting í partíinu hafi þau ákveðið að Kaj Anton myndi kíkja eftir nokkra daga í heimsókn til hennar þar sem hún bjó í Noregi. Móðir drengsins hafi síðan snúið aftur til Noregs og stuttu síðar hafi Kaj Anton komið í heimsókn. Heimsóknin hafi fljótlega farið frá því að vera stutt dvöl yfir í það að Kaj Anton hafi ákveðið að flytja alveg til Noregs og finna sér vinnu.

Áverkar eins og í bílslysi
Áverkar eins og í bílslysi Læknirinn á háskólasjúkrahúsinu í Stavangri brast í grát þegar myndir af áverkum drengsins voru sýndar í réttarsalnum.

Flúði á næsta bóndabæ

Kaj Anton dvaldi hjá móðurinni í smá tíma áður en hann réði sig til starfa á bóndabæ í Kristiansand, þar sem hann átti að sinna hinum ýmsu störfum. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar entist hann aðeins 29 klukkutíma á bóndabænum og hélt aftur til Lye. Bóndinn sem réð Kaj Anton til vinnu bar meðal annars vitni fyrir dómnum og sagði að annað starfsfólk á bænum, meðal annars ung stúlka frá Danmörku, hefði kvartað undan Kaj Antoni. Hann hefði sýnt af sér ógnandi hegðun og fólk hefði verið hrætt við hann. Bóndinn hefði þó ekki orðið sjálfur vitni af þessari hegðun. Þegar þeir hafi unnið saman tveir hefði honum litist ágætlega á Kaj Anton.

Kaj Anton útskýrir fyrir henni, líkt og hann gerði fyrir dómi í síðustu viku, að þeir hafi verið í einhverjum leik sem var þannig að Kaj Anton hljóp á eftir honum og var að hræða hann.

Þá sagði bóndinn enn fremur að Kaj Anton hefði verið að hreykja sér af því við stúlkur á staðnum að hafa lamið mann og annan á Íslandi og væri ekki hræddur við neinn. Kvöldið sem hann yfirgaf bóndabæinn hafi hann beðið um að fá að hringja en þegar því var neitað þá hafi Kaj Anton orðið mjög reiður og skellt hurðum með fúkyrðaflaumi.

Ung dönsk stúlka sem starfaði á sama stað flúði bóndabæinn í öllum látunum og svaf á öðrum stað umrædda nótt.

Ætluðu að vera saman til lengri tíma

Frá bóndabænum í Kristiansand lá leið hans til Lye, í sveitarfélaginu Time í Noregi. Þar bjó móðir drengsins ein ásamt syni sínum en heimili hennar var í um þriggja klukkustunda akstursfjarlægð frá bóndabænum. Samkvæmt heimildum Stundarinnar höfðu þau bæði verið á Íslandi vikuna áður en Kaj Anton fluttist búferlum til Noregs. Hún hafi þekkt til hans, en þarna vikuna áður hafi þau hist í partíi í Reykjavík og ákveðið, þegar til Noregs væri komið, að hittast.

Kaj Anton var spurður fyrir dómi hvort hann og móðirin hafi ætlað sér að eiga einhverja framtíð saman. Kaj Anton hafi svarað því játandi. Eftir því sem Stundin kemst næst var móðirin í sömu hugleiðingum; Kaj Anton virtist hafa snúið við blaðinu eftir afbrot á Íslandi þar sem hann hlaut meðal annars dóm fyrir líkamsárás.

Byrjaði í nýrri vinnu á leikskóla

Mánudaginn 19. október byrjaði móðir drengsins í nýrri vinnu. Hún hafði fengið vinnu á leikskóla ekki langt frá heimili sínu og vaknaði því með spennuhnút í maganum þennan morgun. Hún fór með barnið sitt á leikskóla á meðan Kaj Anton var heima. Sama var uppi á teningnum á þriðjudeginum. Móðirin sótti vinnu, fór með barnið sitt á leikskóla og á meðan var Kaj Anton heima. Á miðvikudaginn vaknaði drengurinn hins vegar með flensu og var veikur. Þar sem móðirin var nýbyrjuð í nýrri vinnu bauðst Kaj Anton til þess að passa drenginn. Kaj Anton ætti sjálfur tvö börn og sagðist vita nákvæmlega hvað hann væri að gera. Móðirin sótti vinnu á miðvikudeginum, var mætt klukkan níu um morguninn og komin heim um miðjan dag. Ekkert amaði að drengnum þennan miðvikudag og borðuðu þau saman kvöldmat áður en allir lögðust til rekkju.

Hryllingurinn hófst á fimmtudeginum

Á fimmudagsmorgun var drengurinn enn með flensu. Kaj Anton mun hafa boðist til þess að passa hann aftur og þar sem allt hafi gengið vel á miðvikudeginum treysti móðir drengsins Kaj fyrir honum. Þegar móðirin snéri heim frá vinnu sá hún að drengurinn var rauður á enninu. Kaj Anton mun hafa útskýrt fyrir henni, líkt og hann gerði fyrir dómi í síðustu viku, að þeir hafi verið í einhverjum leik sem var þannig að Kaj Anton hljóp á eftir honum og var að hræða hann. Drengurinn hafi hlaupið undan honum, rekist í þröskuld og dottið fram fyrir sig. Kaj Anton bar einnig fyrir dómi að hann hafi huggað drenginn og komið honum síðan fyrir framan sjónvarpið þar sem hann hafi horft á teiknimyndir. Sjálfur segist Kaj Anton hafa farið í tölvuna. Þau ákváðu öll að hvíla sig þennan fimmtudagseftirmiðdag. Þau hafi öll sofnað í einn eða tvo klukkutíma.

Þeim ber saman um það, bæði Kaj Antoni og móður drengsins að þau hafi öll sofnað. Þegar þau vöknuðu þá ákvað móðirin að bregða sér út í búð. Kaj Anton hafi aftur boðist til þess að passa drenginn sem hann síðan gerði. Kaj Anton sagði að á þeim tímapunkti hafi hann ákveðið að svæfa drenginn og að sá litli hafi sofnað, aftur, aðeins klukkutíma eftir að drengurinn vaknaði með móður sinni eftir að hafa lagt sig í einn til tvo klukkutíma.

Var heitt í hendinni og svaf ekki alla nóttina

Þá sagði Kaj Anton að drengurinn hafi vaknað þegar móðir hans kom heim úr búðinni. Þau hafi fengið sér að borða og síðan hafi móðir drengsins ákveðið að svæfa hann. Hún bar fyrir dómi að drengurinn hafi átt erfitt með að sofna á fimmtudagskvöldið. Hann hafi nánast vakið alla nóttina og hafi reynt óljóst að segja að honum hafi verið heitt í hendinni. Móðir drengsins segist ekki hafa spáð mikið í það, hann hafi verið veikur umræddan dag og tengdi hún þetta við veikindi hans.

„Hann hefur kannski dottið á steina eða eitthvað“

Á föstudeginum, 23. október 2015, hafði móðir drengsins sofið yfir sig. Í algjörum flýti klæddi hún sig í og gerði sig tilbúna fyrir vinnu. Kaj Anton hafi boðist til þess að passa drenginn í þriðja skiptið og að hann hafi komið fram úr til þess að ná í drenginn sem grét og grét og stóð fyrir útidyrahurðinni svo móðir hans kæmist ekki út. Þetta sagði Kaj Anton að væri ekki rétt. Hann sagði það óskiljanlegt, og þetta sagði hann fyrir dómi, að móðir drengsins hafi skilið hann einan eftir. Dómarinn í málinu sagði þá við Kaj Anton að drengurinn hafi ekki verið einn heima, Kaj Anton hafi verið hjá honum: „En ég var sofandi,“ svaraði hann.

Móðir drengsins segir hinsvegar að hún hefði aldrei komist út úr húsinu öðruvísi en að Kaj Anton hafi vaknað og tekið drenginn upp við útidyrahurðina svo hún yfir höfuð myndi komast út.

Brotið klakabox og glóðurauga

Kaj Anton sagði einnig fyrir dómi að þeir hafi aftur farið í sama leik, sem hafi orðið til þess að drengurinn hafi hlotið sömu áverka og deginum áður. Leik sem virkaði þannig að Kaj Anton var að elta hann og drengurinn að hlaupa undan honum með þeim afleiðingum að drengurinn datt á sama stað, við sama þröskuld. Kaj Anton sendi móður drengsins skilaboð: Hann hafi meitt sig aðeins meira en deginum áður, væri samt hættur að gráta og að hann væri að horfa á sjónvarpið og allt væri í lagi. Kaj Anton hafi huggað drenginn og komið honum fyrir framan sjónvarpið. Á meðan hafi hann sjálfur farið í tölvuna.

Drengurinn grét ekki neitt, var stökkbólginn á höfðinu og virtist í losti. Hún hljóp í áttina til þeirra í algjöru áfalli.

Í sönnunargögnum, sem lögð voru fyrir dómi, var meðal annars klakabox úr ísskáp móðurinnar. Kaj Anton hafði náð í klaka til þess að kæla höfuð drengsins. Klakaboxið var hinsvegar brotið. Kaj Anton gaf þá skýringu að hann hafi egkki náð klökunum úr boxinu og því barið það í borðið til þess að fá þá til þess að losna. Hann hafi síðan kælt höfuðið á drengnum. Þrátt fyrir þetta sendi Kaj Anton móðurinni umrædd skilaboð þar sem hann taldi henni trú um að allt væri í lagi.

Einhvern tímann eftir hádegi þennan föstudag hafi Kaj Anton hins vegar ákveðið að fara með drenginn til móts við móður hans og gengið í átt að leikskólanum. Hann hafi ákveðið að stytta sér leið og gengið með drenginn ákveðinn stíg í nágrenninu en á þessum stíg er að finna göngubrú. Kaj Anton hafi gengið á undan drengnum og þegar hann hafi litið við þá hafi hann séð hvar drengurinn lá á bakinu: „Hann hefur kannski dottið á steina eða eitthvað,“ sagði Kaj Anton fyrir dómi. Spurður af saksóknara hvort hann hafi séð hann detta sagði Kaj Anton að hann hafi ekki gert það. Barnið hefði legið á bakinu þegar hann hefði litið til baka. Hann hafi því ákveðið að halda á drengnum það sem eftir var af þessu rölti á leikskólann.

Starfsmaður leikskólans: Eitthvað hræðilegt hafði komið fyrir 

Í þann mund sem Kaj Anton kom með barnið fyrir utan leikskólann steig móðir þess út af vinnustaðnum. Hún leit í áttina til Kaj Antons og drengsins, sem þá var með húfu enda kalt í Noregi á þessum tíma, og sá að það var eitthvað mikið að. Drengurinn grét ekki neitt, var stökkbólginn á höfðinu og virtist í losti. Hún hljóp í áttina til þeirra í algjöru áfalli. Önnur kona sem starfaði við leikskólann var stödd úti á skólalóð þennan dag. Hún bar vitni fyrir dómi að hún hefði séð Kaj Anton og barnið og að hún hafi bæði séð og fengið það á tilfinninguna að eitthvað hræðilegt hefði komið fyrir.

Á sama tíma, sagði Kaj Anton fyrir dómi, að hann hafi í raun og veru ekki ætlað að fara með drenginn á leikskólann heldur hafi þeir ætlað saman út í sjoppu þar sem Kaj Anton hafi ætlað að kaupa handa drengnum súkkulaðistykki.

Í tómu núðluumbúðunum voru hárflyksur frá drengnum.

Móðir drengsins hringdi strax í norska vinkonu sína. Þessi norska vinkona og kærasti hennar, sem er af íslensku bergi brotinn, báru bæði vitni fyrir dómnum. Þau hafi keyrt til móts við móður drengsins og sótt þau þrjú. Leiðin hafi legið á læknavaktina í Klepp. Þar tók á móti þeim læknir sem var nýmættur á vakt. Sá læknir bar einnig vitni fyrir dómi í síðustu viku. Hann sagðist hafa tekið eftir alvarlegum áverkum á höfði drengsins. Móðir hans hafi gefið þær skýringar að hann hafi dottið tvisvar. Einu sinni í dag (föstudag) og einu sinni í gær (fimmtudag). Læknirinn sagði fyrir dómi að þær útskýringar hafi strax vakið athygli hans því 98 sentímetra barn gæti ekki dottið fram fyrir sig með slíkum afleiðingum. Áverkar hans hafi verið í líkingu við það að barnið hafi lent í bílslysi.

Á meðan reykti Kaj Anton sígarettu fyrir utan læknavaktina.

Áverkar barnsins í líkingu við það sem gerist í bílslysi

Sjúkrabíll kom aðvífandi að Klepp. Læknirinn hafði pantað sjúkrabíl fyrir annan sjúkling á læknavaktinni en vegna þess hve alvarlegir áverkarnir voru þá ákvað hann að barnið skyldi flutt með flýti á sjúkrahúsið í Stavangri. Hann lét starfsfólk þar vita að barnið sem væri á leiðinni hafi hugsanlega verið beitt ofbeldi. Útskýringar á áverkum þess stæðust engan veginn. Með sjúkrabílnum fór móðir drengsins en með vinafólki móðurinnar fór Kaj Anton. Öll hittust þau á sjúkrahúsinu í Stavangri. Þar gekk starfsfólk sjúkrahússins á móðurina og Kaj Anton sem gaf þær skýringar að drengurinn hafi dottið tvisvar. Það hafi hins vegar ekki staðist. Áverkar barnsins líktust bílslysi, svo alvarlegir voru þeir. Kaj Anton hafði þó engan bíl til umráða. Ofbeldi gagnvart barninu virtist eina skýringin á áverkum þess.

„Ég átti bara erfitt með að trúa því að einhver gæti gert litlu barni svona ljóta hluti.“

Læknirinn á bráðamóttökunni í Stavangri grét í vitnastúkunni þegar hann lýsti áverkum barnsins. Á sama tíma fékk dómarinn, og þeir sem viðstaddir voru aðalmeðferðina, að sjá myndir af áverkunum.
Þegar á bráðavaktina var komið fór litli drengurinn að æla. Ældi meðal annars á móður sína. Hann hafði hlotið heilahristing. Stuttu síðar kom önnur vinkona móðurinnar á sjúkrahúsið og bauðst til þess að keyra til Lye og sækja ný föt. Móðir barnsins tók vel í það. Kaj Anton fór með vinkonunni og keyrðu þau saman til Lye. Þar beið lögreglan eftir Kaj Anton.

Hárflyksur í tómum núðlupakka í ruslinu

Litli tveggja ára drengurinn var tvíhandleggsbrotinn með heilahristing, marinn út um allan líkamann, ældi og ældi, grét stöðugt og á stóru svæði á höfði hans vantaði hársbút.

Við tók viðamikil rannsókn lögreglu en þegar blaðamaður Stundarinnar ræddi við saksóknara málsins í október í fyrra þá sagði hann að allir tiltækir rannsóknarlögreglumenn yrðu fengnir í rannsóknina og að það myndi hljóta algjöran forgang hjá embættinu. Saksóknari sagði lögreglu hafa ástæðu til að ætla að ofbeldið hafi átt sér stað bæði inni á heimili barnsins og fyrir utan það. Meira vildi Unni Byberg Malmin ekki tjá sig um málið enda rannsókn í fullum gangi. 

Eitt af því sem ekki hefur komið fram áður í fjölmiðlum varðandi þetta óhugnarlega mál er það að við leit í húsi móðurinnar fundust umbúðir utan af núðlupakka. Í tómu núðluumbúðunum voru hárflyksur frá drengnum. Hárflyksur sem rifnuðu af barninu þegar það hlaut alvarlega áverka á höfði. Kaj Anton hafði engar skýringar á hárflyksunum en sagðist hafa eldað sér núðlur í kvöldmat kvöldið áður og því væru umbúðirnar í ruslinu.

Þá bar einnig móðir Kaj Antons vitni fyrir dómnum og sagði son sinn aldrei hafa sýnt af sér ógnandi hegðun í hennar viðurvist. Kaj Anton ætti sjálfur tvö börn sem væru á Íslandi og í hvert skipti sem hann hafi ætlað út að skemmta sér um helgar þá hefði eldri dóttir hans verið í pössun hjá henni. Það hafi sýnt að Kaj Anton væri ábyrgur. Hann væri hinsvegar ekki í miklu sambandi við yngra barnið „þar sem það væri enn svo ungt“. Þegar móðir Kaj Antons bar vitni um nákvæmlega þetta þá heyrðist hlátur í réttarsalnum. Sindri Kristjánsson, faðir unga barnsins sem hafði verið misþyrmt hrottalega, hló að vitnisburðinum.

Sindri segir í samtali við Stundina að hann hafi hlegið í hálfgerðri reiði: „Ég þekkti Kaj Anton frá fornu fari og fannst svo mikil hræsni felast í því sem hún sagði. Mamma hans Kaj var að sjálfsögðu þarna bara að reyna að verja strákinn sinn en mér fannst þetta frekar aumt. Ég var reiður mest megnis öll réttarhöldin. Ég átti bara erfitt með að trúa því að einhver gæti gert litlu barni svona ljóta hluti.“

Barnaverndaryfirvöld skárust í leikinn

Þegar litli drengurinn hafði jafnað sig á sjúkrahúsinu í Stavangri skárust barnaverndaryfirvöld í Noregi í málið. Þau fluttu móðurina og litla drenginn til Bergen þar sem haft var eftirlit með drengnum og móður hans. Drengurinn hitti fagfólk, þar á meðal sérfræðinga, sem unnu með drengnum til þess að lágmarka skaðann sem orðið hafði af þessu áfalli. Sindri þakkar barnaverndaryfirvöldum aðstoðina í málinu. Hann hafi búist við því að allt öðruvísi yrði tekið á málunum en í stað þess að hrifsa barnið af móðurinni og koma því fyrir í fóstri þá hafi fagfólk allan tímann staðið við hlið foreldranna og hjálpað þeim í gegnum þetta: „Ég er þeim ótrúlega þakklátur. Ég bjóst engan veginn við þessu og óttaðist í raun að ég fengi ekki að sjá hann aftur. Hausinn á manni fer náttúrulega á fullt þegar maður lendir í svona og maður býst alltaf við því versta.“

„Honum líður ótrúlega vel miðað við það sem hann hefur gengið í gegnum.“

Sjálfur bar Sindri vitni í málinu. Hann var meðal annars spurður hvernig hann þekkti Kaj Anton. Sindri viðurkenndi fúslega að þekkja Kaj Anton frá því hann hafi sjálfur verið í neyslu: „Við vorum vinir fyrir löngu síðan og áttum það eitt sameiginlegt að neyta fíkniefna upp á dag. Leiðir okkar skildu hinsvegar. Eftir að ég eignaðist son minn þá tók ég bara stóra U-beygju í lífinu og sá að ég þurfti í mikilvægari hlutum að snúast en að standa í þessu rugli.“ Þá var Sindri einnig spurður um samband sitt við barnsmóður sína sem var ágætt á þeim tíma sem þetta mál kom upp.

Sindri segir í samtali við Stundina að samband þeirra sé gott í dag, þau ræði mikið saman og beri hag sonar þeirra fyrir brjósti. Sindri stundar vinnu og býr Noregi í dag, ekki langt frá heimili þeirra mæðgina, og er með son sinn aðra hverja helgi auk þess sem hann reynir að taka eins mikið af aukadögum og hann getur. Sonur hans búi samt sem áður dags daglega hjá móður sinni.

Hvernig líður drengnum í dag?

„Honum líður ótrúlega vel miðað við það sem hann hefur gengið í gegnum. Í fyrstu var hann mjög hræddur og öll læti urðu til þess að koma honum úr jafnvægi. Ef það var bankað á útidyrahurðina þá hljóp hann í fangið á mér. Þarna hefur barnaverndarnefndin hér í Noregi komið sterk inn. Þessi sálfræðiviðtöl sem við foreldrarnir höfum fengið, og strákurinn líka, hafa orðið til þess að við vitum betur hvernig á að kljást við svona áfall.“

Sindri segir að strákurinn sinn eigi erfitt með að sofa einn en að tíminn eigi vonandi eftir að laga það og lækna öll þau sár sem sonur hans hafi orðið fyrir, bæði andlega og líkamlega.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur“
1
Viðtal

„Ég vona að ég eigi aldrei eft­ir að sökkva svo djúpt aft­ur“

Eg­ill Helga­son er á tíma­mót­um. Hann er hætt­ur með Silfr­ið sem lengi var kennt við hann sjálf­an, helsta póli­tíska um­ræðu­þátt lands­ins. Hann seg­ist í upp­hafi hafa skolf­ið eins og lauf í vindi þeg­ar hann var í sjón­varpi en elski nú að vera í beinni. Eg­ill kynnt­ist eig­in­konu sinni á nekt­ar­stað og þau eign­uð­ust son ári síð­ar. Hann rifjar upp þeg­ar ölv­að­ur þing­mað­ur mætti til hans í sett­ið og þeg­ar hann fleygði vatn­s­könnu út í sal í reiðikasti. Eg­ill hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.
Eitruð jákvæðni hefur neikvæðar afleiðingar
2
Viðtal

Eitr­uð já­kvæðni hef­ur nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar

Að hafa já­kvæðni að leið­ar­ljósi get­ur létt lund­ina, auð­veld­að dag­leg­ar at­hafn­ir og hjálp­að okk­ur að tak­ast á við líf­ið og til­ver­una. En það er ekki alltaf já­kvætt að vera já­kvæð­ur. Já­kvæðni get­ur nefni­lega ver­ið eitr­uð.
Elliði telur sig vera undanþeginn siðareglum Ölfuss
3
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Elliði tel­ur sig vera und­an­þeg­inn siða­regl­um Ölfuss

Í siða­regl­um kjör­inna full­trúa í Ölfusi kem­ur fram að þær eigi við um alla þá sem sitja í nefnd­um og ráð­um á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins. Elliði Vign­is­son sit­ur í nefnd­um á veg­um bæj­ar­stjórn­ar Ölfuss auk þess sem hann sit­ur alla bæj­ar­stjórn­ar- og bæj­ar­ráðs­fundi. Hann tel­ur sig samt vera und­an­þeg­inn siða­regl­um kjör­inna full­trúa sem koma eiga í veg fyr­ir hags­muna­árekstra.
Hvetur fólk til að innleiða nýjungar í kynlífi
4
Viðtal

Hvet­ur fólk til að inn­leiða nýj­ung­ar í kyn­lífi

„Við fram­leið­um ró­andi og tengj­andi tauga­boð­efni og horm­ón við að stunda kyn­líf, hvort sem við fá­um full­næg­ingu eða ekki,“ seg­ir Áslaug Kristjáns­dótt­ir, kyn­fræð­ing­ur, kyn­lífs­ráð­gjafi og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Bók­in henn­ar, Líf­ið er kyn­líf, kom út í ág­úst og sat hún fyr­ir svör­um Heim­ild­ar­inn­ar um kyn­líf.
Stór kálfur skorinn úr kviði langreyðar
5
Fréttir

Stór kálf­ur skor­inn úr kviði lang­reyð­ar

Hval­ur 9 kom með tvær dauð­ar lang­reyð­ar að landi í morg­un og úr kviði annarr­ar þeirra var skor­ið 3,5-4 metra fóst­ur. Móð­ir­in hef­ur því ver­ið langt geng­in með kálf sinn er hún var skot­in.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Snjó­hengj­an er byrj­uð að bráðna yf­ir heim­il­in

Fast­eigna­ból­an er sprung­in og verð á íbúð­um er nú að lækka að raun­virði. Á sama tíma þurfa þús­und­ir heim­ila ann­að­hvort að færa sig yf­ir í verð­tryggð lán í hárri verð­bólgu eða tak­ast á við tvö­föld­un á greiðslu­byrði íbúðalána sinna. Ann­að­hvort verð­ur það fólk að sætta sig við að eig­ið fé þess muni ét­ast hratt upp eða að eiga ekki fyr­ir næstu mán­aða­mót­um.
Hrafn Jónsson
7
Kjaftæði

Hrafn Jónsson

Að hræð­ast allt nema raun­veru­leik­ann

Börn hafa feng­ið að al­ast upp við klám­væð­ingu allt of lengi án þess að fá mark­vissa fræðslu um kyn­líf, kyn­hegð­un, upp­lýst sam­þykki, mörk og kyn­ferð­is­lega sjálfs­virð­ingu. Þeg­ar lokst á að rétta úr kútn­um virð­ist við­bragð margra vera bjarg­föst af­neit­un á þess­um veru­leika.

Mest lesið

  • „Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur“
    1
    Viðtal

    „Ég vona að ég eigi aldrei eft­ir að sökkva svo djúpt aft­ur“

    Eg­ill Helga­son er á tíma­mót­um. Hann er hætt­ur með Silfr­ið sem lengi var kennt við hann sjálf­an, helsta póli­tíska um­ræðu­þátt lands­ins. Hann seg­ist í upp­hafi hafa skolf­ið eins og lauf í vindi þeg­ar hann var í sjón­varpi en elski nú að vera í beinni. Eg­ill kynnt­ist eig­in­konu sinni á nekt­ar­stað og þau eign­uð­ust son ári síð­ar. Hann rifjar upp þeg­ar ölv­að­ur þing­mað­ur mætti til hans í sett­ið og þeg­ar hann fleygði vatn­s­könnu út í sal í reiðikasti. Eg­ill hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.
  • Eitruð jákvæðni hefur neikvæðar afleiðingar
    2
    Viðtal

    Eitr­uð já­kvæðni hef­ur nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar

    Að hafa já­kvæðni að leið­ar­ljósi get­ur létt lund­ina, auð­veld­að dag­leg­ar at­hafn­ir og hjálp­að okk­ur að tak­ast á við líf­ið og til­ver­una. En það er ekki alltaf já­kvætt að vera já­kvæð­ur. Já­kvæðni get­ur nefni­lega ver­ið eitr­uð.
  • Elliði telur sig vera undanþeginn siðareglum Ölfuss
    3
    FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

    Elliði tel­ur sig vera und­an­þeg­inn siða­regl­um Ölfuss

    Í siða­regl­um kjör­inna full­trúa í Ölfusi kem­ur fram að þær eigi við um alla þá sem sitja í nefnd­um og ráð­um á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins. Elliði Vign­is­son sit­ur í nefnd­um á veg­um bæj­ar­stjórn­ar Ölfuss auk þess sem hann sit­ur alla bæj­ar­stjórn­ar- og bæj­ar­ráðs­fundi. Hann tel­ur sig samt vera und­an­þeg­inn siða­regl­um kjör­inna full­trúa sem koma eiga í veg fyr­ir hags­muna­árekstra.
  • Hvetur fólk til að innleiða nýjungar í kynlífi
    4
    Viðtal

    Hvet­ur fólk til að inn­leiða nýj­ung­ar í kyn­lífi

    „Við fram­leið­um ró­andi og tengj­andi tauga­boð­efni og horm­ón við að stunda kyn­líf, hvort sem við fá­um full­næg­ingu eða ekki,“ seg­ir Áslaug Kristjáns­dótt­ir, kyn­fræð­ing­ur, kyn­lífs­ráð­gjafi og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Bók­in henn­ar, Líf­ið er kyn­líf, kom út í ág­úst og sat hún fyr­ir svör­um Heim­ild­ar­inn­ar um kyn­líf.
  • Stór kálfur skorinn úr kviði langreyðar
    5
    Fréttir

    Stór kálf­ur skor­inn úr kviði lang­reyð­ar

    Hval­ur 9 kom með tvær dauð­ar lang­reyð­ar að landi í morg­un og úr kviði annarr­ar þeirra var skor­ið 3,5-4 metra fóst­ur. Móð­ir­in hef­ur því ver­ið langt geng­in með kálf sinn er hún var skot­in.
  • Þórður Snær Júlíusson
    6
    Leiðari

    Þórður Snær Júlíusson

    Snjó­hengj­an er byrj­uð að bráðna yf­ir heim­il­in

    Fast­eigna­ból­an er sprung­in og verð á íbúð­um er nú að lækka að raun­virði. Á sama tíma þurfa þús­und­ir heim­ila ann­að­hvort að færa sig yf­ir í verð­tryggð lán í hárri verð­bólgu eða tak­ast á við tvö­föld­un á greiðslu­byrði íbúðalána sinna. Ann­að­hvort verð­ur það fólk að sætta sig við að eig­ið fé þess muni ét­ast hratt upp eða að eiga ekki fyr­ir næstu mán­aða­mót­um.
  • Hrafn Jónsson
    7
    Kjaftæði

    Hrafn Jónsson

    Að hræð­ast allt nema raun­veru­leik­ann

    Börn hafa feng­ið að al­ast upp við klám­væð­ingu allt of lengi án þess að fá mark­vissa fræðslu um kyn­líf, kyn­hegð­un, upp­lýst sam­þykki, mörk og kyn­ferð­is­lega sjálfs­virð­ingu. Þeg­ar lokst á að rétta úr kútn­um virð­ist við­bragð margra vera bjarg­föst af­neit­un á þess­um veru­leika.
  • Hrafnar fylgdu honum
    8
    Minning

    Hrafn­ar fylgdu hon­um

    Jón Gunn­ar Ottós­son, fædd­ur 27.11.1950 - lát­inn 15.09.2023
  • Sif Sigmarsdóttir
    9
    Pistill

    Sif Sigmarsdóttir

    Einka­leyfi á kær­leik­an­um

    Kirkj­unni er frjálst að reyna að fá fólk til liðs við sig. En krafa þjóna henn­ar um að krist­in­fræði sé sett skör hærra en aðr­ar lífs­skoð­an­ir í mennta­stofn­un­um lands­ins á eng­an rétt á sér.
  • „Samherji hefur verið stolt Akureyrar og Norðurlands þar til nýverið“
    10
    Menning

    „Sam­herji hef­ur ver­ið stolt Ak­ur­eyr­ar og Norð­ur­lands þar til ný­ver­ið“

    Birg­ir Snæ­björn Birg­is­son mynd­list­ar­mað­ur opn­ar sýn­ingu um Sam­herja á Dal­vík. Hann seg­ir að með verk­inu vilji hann eiga í sam­tali við Norð­lend­inga um Sam­herja og þær snúnu til­finn­ing­ar sem fólk ber í brjósti í garð fyr­ir­tæk­is­ins.

Mest lesið í vikunni

„Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur“
1
Viðtal

„Ég vona að ég eigi aldrei eft­ir að sökkva svo djúpt aft­ur“

Eg­ill Helga­son er á tíma­mót­um. Hann er hætt­ur með Silfr­ið sem lengi var kennt við hann sjálf­an, helsta póli­tíska um­ræðu­þátt lands­ins. Hann seg­ist í upp­hafi hafa skolf­ið eins og lauf í vindi þeg­ar hann var í sjón­varpi en elski nú að vera í beinni. Eg­ill kynnt­ist eig­in­konu sinni á nekt­ar­stað og þau eign­uð­ust son ári síð­ar. Hann rifjar upp þeg­ar ölv­að­ur þing­mað­ur mætti til hans í sett­ið og þeg­ar hann fleygði vatn­s­könnu út í sal í reiðikasti. Eg­ill hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.
Skaðlegar snyrtivörur: „Fólk er að veikjast“
2
Fréttir

Skað­leg­ar snyrti­vör­ur: „Fólk er að veikj­ast“

Una Em­ils­dótt­ir um­hverf­is­lækn­ir seg­ir að í hill­um versl­ana á Ís­landi sé „allt mor­andi í skað­leg­um snyrti­vör­um“. Rann­sókn­ir á lang­tíma­áhrif­um óæski­legra efna í snyrti­vör­um séu fá­ar og Una seg­ir að af­leið­ing­arn­ar séu þeg­ar farn­ar að koma fram. Fólk sé far­ið að veikj­ast.
Eitruð jákvæðni hefur neikvæðar afleiðingar
3
Viðtal

Eitr­uð já­kvæðni hef­ur nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar

Að hafa já­kvæðni að leið­ar­ljósi get­ur létt lund­ina, auð­veld­að dag­leg­ar at­hafn­ir og hjálp­að okk­ur að tak­ast á við líf­ið og til­ver­una. En það er ekki alltaf já­kvætt að vera já­kvæð­ur. Já­kvæðni get­ur nefni­lega ver­ið eitr­uð.
Elliði telur sig vera undanþeginn siðareglum Ölfuss
4
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Elliði tel­ur sig vera und­an­þeg­inn siða­regl­um Ölfuss

Í siða­regl­um kjör­inna full­trúa í Ölfusi kem­ur fram að þær eigi við um alla þá sem sitja í nefnd­um og ráð­um á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins. Elliði Vign­is­son sit­ur í nefnd­um á veg­um bæj­ar­stjórn­ar Ölfuss auk þess sem hann sit­ur alla bæj­ar­stjórn­ar- og bæj­ar­ráðs­fundi. Hann tel­ur sig samt vera und­an­þeg­inn siða­regl­um kjör­inna full­trúa sem koma eiga í veg fyr­ir hags­muna­árekstra.
Hvetur fólk til að innleiða nýjungar í kynlífi
5
Viðtal

Hvet­ur fólk til að inn­leiða nýj­ung­ar í kyn­lífi

„Við fram­leið­um ró­andi og tengj­andi tauga­boð­efni og horm­ón við að stunda kyn­líf, hvort sem við fá­um full­næg­ingu eða ekki,“ seg­ir Áslaug Kristjáns­dótt­ir, kyn­fræð­ing­ur, kyn­lífs­ráð­gjafi og hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Bók­in henn­ar, Líf­ið er kyn­líf, kom út í ág­úst og sat hún fyr­ir svör­um Heim­ild­ar­inn­ar um kyn­líf.
Skilin eftir á ofbeldisheimili
6
Myndband

Skil­in eft­ir á of­beld­is­heim­ili

Linda ólst upp hjá dæmd­um barn­aníð­ingi og stjúp­móð­ur sem mis­þyrmdi börn­un­um. Eldri syst­ir henn­ar var send í fóst­ur þeg­ar rann­sókn hófst á hend­ur for­eldr­un­um. Hún var skil­in eft­ir og of­beld­ið hélt áfram þrátt fyr­ir vitn­eskju í kerf­inu.
Stór kálfur skorinn úr kviði langreyðar
7
Fréttir

Stór kálf­ur skor­inn úr kviði lang­reyð­ar

Hval­ur 9 kom með tvær dauð­ar lang­reyð­ar að landi í morg­un og úr kviði annarr­ar þeirra var skor­ið 3,5-4 metra fóst­ur. Móð­ir­in hef­ur því ver­ið langt geng­in með kálf sinn er hún var skot­in.

Mest lesið í mánuðinum

Bera ör barnæskunnar ævilangt: „Við vorum með sár úti um allt“
1
ViðtalBrot Kjartans Adolfssonar

Bera ör barnæsk­unn­ar ævi­langt: „Við vor­um með sár úti um allt“

Linda ólst upp á heim­ili með dæmd­um barn­aníð­ingi og konu sem var síð­ar dæmd fyr­ir mis­þyrm­ing­ar gagn­vart börn­un­um. Frá því að al­syst­ir henn­ar leit­aði til lög­reglu leið eitt og hálft ár þar til Linda komst í fóst­ur. Á þeim tíma versn­uðu að­stæð­ur á heim­il­inu. Enn lengri tími leið þar til yngri systkini þeirra voru fjar­lægð það­an.
„Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur“
2
Viðtal

„Ég vona að ég eigi aldrei eft­ir að sökkva svo djúpt aft­ur“

Eg­ill Helga­son er á tíma­mót­um. Hann er hætt­ur með Silfr­ið sem lengi var kennt við hann sjálf­an, helsta póli­tíska um­ræðu­þátt lands­ins. Hann seg­ist í upp­hafi hafa skolf­ið eins og lauf í vindi þeg­ar hann var í sjón­varpi en elski nú að vera í beinni. Eg­ill kynnt­ist eig­in­konu sinni á nekt­ar­stað og þau eign­uð­ust son ári síð­ar. Hann rifjar upp þeg­ar ölv­að­ur þing­mað­ur mætti til hans í sett­ið og þeg­ar hann fleygði vatn­s­könnu út í sal í reiðikasti. Eg­ill hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.
„Það er ekki alltaf falleg saga á bak við peningana“
3
FréttirHátekjulistinn 2023

„Það er ekki alltaf fal­leg saga á bak við pen­ing­ana“

Skatta­drottn­ing Kópa­vogs­bæj­ar á síð­asta ári greiddi 177 millj­ón­ir króna í skatta en seg­ir það ekki hafa kom­ið til af góðu. Eig­in­mað­ur Sig­ur­bjarg­ar Jónu Trausta­dótt­ur, Ág­úst Frið­geirs­son, fékk heila­blóð­fall ár­ið 2021 og neydd­ust hjón­in því til að selja fyr­ir­tæki þau sem hann hafði stofn­að og starf­rækt.
Reykjavíkurborg tilkynnir Samtökin 22 til lögreglu
4
FréttirHinsegin bakslagið

Reykja­vík­ur­borg til­kynn­ir Sam­tök­in 22 til lög­reglu

Skóla- og frí­stunda­ráð Reykja­vík­ur hef­ur gert skóla­stjórn­end­um í grunn­skól­um Reykja­vík­ur við­vart um að óboðn­ir gest­ir frá Sam­tök­un­um 22 hafi kom­ið í Lang­holts­skóla síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Eru skóla­stjórn­end­ur beðn­ir að und­ir­búa starfs­fólk fyr­ir slík­ar uppá­kom­ur. Fólk­ið frá sam­tök­un­um 22 tók með­al ann­ars upp mynd­bönd af starfs­fólki skól­ans. Mál­ið hef­ur ver­ið til­kynnt til lög­reglu.
Bauð kjörnum fulltrúa fjárhagsaðstoð í skiptum fyrir pólitískan stuðning
5
ViðtalSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Bauð kjörn­um full­trúa fjár­hags­að­stoð í skipt­um fyr­ir póli­tísk­an stuðn­ing

Leó Árna­son, fjár­fest­ir og for­svars­mað­ur fast­eigna­fé­lags­ins Sig­túns á Sel­fossi, gerði bæj­ar­full­trúa til­boð ár­ið 2020. Bæj­ar­full­trú­inn, Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son, átti að beita sér fyr­ir því að sveit­ar­fé­lag­ið hætti við að kaupa hús Lands­bank­ans. Til­boð­ið fól í sér að Sig­tún myndi greiða fyr­ir kosn­inga­bar­áttu Mið­flokks­ins.
„Ég hef aldrei séð peninga fyrr“
6
FréttirHátekjulistinn 2023

„Ég hef aldrei séð pen­inga fyrr“

Skattakóng­ur Vest­fjarða, Súg­firð­ing­ur­inn Þor­steinn H. Guð­björns­son, greiddi 95 millj­ón­ir í skatta á síð­asta ári. Skatt­greiðsl­urn­ar eru til­komn­ar eft­ir sölu á fisk­veiðikvóta en hann neydd­ist Þor­steinn til að selja til að ganga frá erfða­mál­um eft­ir að fað­ir hans dó.
Bráðhress með fjórða stigs sortuæxli
7
Allt af létta

Bráð­hress með fjórða stigs sortuæxli

„Ég geri þetta lif­andi, held ég,“ seg­ir Sig­ur­björn Árni Arn­gríms­son, skóla­meist­ari á Laug­um, íþrótta­lýs­andi og bóndi, sem lýsti ný­ver­ið sínu 42. stór­móti í frjáls­um íþrótt­um. Fjórða stigs sortuæxli aftr­ar hon­um ekki í dag­leg­um störf­um og fagn­aði hann fimm­tugsaf­mæl­inu á hest­baki á fjöll­um við smala­mennsku með fjöl­skyld­unni.

Mest lesið í mánuðinum

  • Bera ör barnæskunnar ævilangt: „Við vorum með sár úti um allt“
    1
    ViðtalBrot Kjartans Adolfssonar

    Bera ör barnæsk­unn­ar ævi­langt: „Við vor­um með sár úti um allt“

    Linda ólst upp á heim­ili með dæmd­um barn­aníð­ingi og konu sem var síð­ar dæmd fyr­ir mis­þyrm­ing­ar gagn­vart börn­un­um. Frá því að al­syst­ir henn­ar leit­aði til lög­reglu leið eitt og hálft ár þar til Linda komst í fóst­ur. Á þeim tíma versn­uðu að­stæð­ur á heim­il­inu. Enn lengri tími leið þar til yngri systkini þeirra voru fjar­lægð það­an.
  • „Ég vona að ég eigi aldrei eftir að sökkva svo djúpt aftur“
    2
    Viðtal

    „Ég vona að ég eigi aldrei eft­ir að sökkva svo djúpt aft­ur“

    Eg­ill Helga­son er á tíma­mót­um. Hann er hætt­ur með Silfr­ið sem lengi var kennt við hann sjálf­an, helsta póli­tíska um­ræðu­þátt lands­ins. Hann seg­ist í upp­hafi hafa skolf­ið eins og lauf í vindi þeg­ar hann var í sjón­varpi en elski nú að vera í beinni. Eg­ill kynnt­ist eig­in­konu sinni á nekt­ar­stað og þau eign­uð­ust son ári síð­ar. Hann rifjar upp þeg­ar ölv­að­ur þing­mað­ur mætti til hans í sett­ið og þeg­ar hann fleygði vatn­s­könnu út í sal í reiðikasti. Eg­ill hef­ur háð sína glímu við kvíða og þung­lyndi, og upp­lifði sinn versta tíma þeg­ar Trump var kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna.
  • „Það er ekki alltaf falleg saga á bak við peningana“
    3
    FréttirHátekjulistinn 2023

    „Það er ekki alltaf fal­leg saga á bak við pen­ing­ana“

    Skatta­drottn­ing Kópa­vogs­bæj­ar á síð­asta ári greiddi 177 millj­ón­ir króna í skatta en seg­ir það ekki hafa kom­ið til af góðu. Eig­in­mað­ur Sig­ur­bjarg­ar Jónu Trausta­dótt­ur, Ág­úst Frið­geirs­son, fékk heila­blóð­fall ár­ið 2021 og neydd­ust hjón­in því til að selja fyr­ir­tæki þau sem hann hafði stofn­að og starf­rækt.
  • Reykjavíkurborg tilkynnir Samtökin 22 til lögreglu
    4
    FréttirHinsegin bakslagið

    Reykja­vík­ur­borg til­kynn­ir Sam­tök­in 22 til lög­reglu

    Skóla- og frí­stunda­ráð Reykja­vík­ur hef­ur gert skóla­stjórn­end­um í grunn­skól­um Reykja­vík­ur við­vart um að óboðn­ir gest­ir frá Sam­tök­un­um 22 hafi kom­ið í Lang­holts­skóla síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Eru skóla­stjórn­end­ur beðn­ir að und­ir­búa starfs­fólk fyr­ir slík­ar uppá­kom­ur. Fólk­ið frá sam­tök­un­um 22 tók með­al ann­ars upp mynd­bönd af starfs­fólki skól­ans. Mál­ið hef­ur ver­ið til­kynnt til lög­reglu.
  • Bauð kjörnum fulltrúa fjárhagsaðstoð í skiptum fyrir pólitískan stuðning
    5
    ViðtalSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

    Bauð kjörn­um full­trúa fjár­hags­að­stoð í skipt­um fyr­ir póli­tísk­an stuðn­ing

    Leó Árna­son, fjár­fest­ir og for­svars­mað­ur fast­eigna­fé­lags­ins Sig­túns á Sel­fossi, gerði bæj­ar­full­trúa til­boð ár­ið 2020. Bæj­ar­full­trú­inn, Tóm­as Ell­ert Tóm­as­son, átti að beita sér fyr­ir því að sveit­ar­fé­lag­ið hætti við að kaupa hús Lands­bank­ans. Til­boð­ið fól í sér að Sig­tún myndi greiða fyr­ir kosn­inga­bar­áttu Mið­flokks­ins.
  • „Ég hef aldrei séð peninga fyrr“
    6
    FréttirHátekjulistinn 2023

    „Ég hef aldrei séð pen­inga fyrr“

    Skattakóng­ur Vest­fjarða, Súg­firð­ing­ur­inn Þor­steinn H. Guð­björns­son, greiddi 95 millj­ón­ir í skatta á síð­asta ári. Skatt­greiðsl­urn­ar eru til­komn­ar eft­ir sölu á fisk­veiðikvóta en hann neydd­ist Þor­steinn til að selja til að ganga frá erfða­mál­um eft­ir að fað­ir hans dó.
  • Bráðhress með fjórða stigs sortuæxli
    7
    Allt af létta

    Bráð­hress með fjórða stigs sortuæxli

    „Ég geri þetta lif­andi, held ég,“ seg­ir Sig­ur­björn Árni Arn­gríms­son, skóla­meist­ari á Laug­um, íþrótta­lýs­andi og bóndi, sem lýsti ný­ver­ið sínu 42. stór­móti í frjáls­um íþrótt­um. Fjórða stigs sortuæxli aftr­ar hon­um ekki í dag­leg­um störf­um og fagn­aði hann fimm­tugsaf­mæl­inu á hest­baki á fjöll­um við smala­mennsku með fjöl­skyld­unni.
  • Skaðlegar snyrtivörur: „Fólk er að veikjast“
    8
    Fréttir

    Skað­leg­ar snyrti­vör­ur: „Fólk er að veikj­ast“

    Una Em­ils­dótt­ir um­hverf­is­lækn­ir seg­ir að í hill­um versl­ana á Ís­landi sé „allt mor­andi í skað­leg­um snyrti­vör­um“. Rann­sókn­ir á lang­tíma­áhrif­um óæski­legra efna í snyrti­vör­um séu fá­ar og Una seg­ir að af­leið­ing­arn­ar séu þeg­ar farn­ar að koma fram. Fólk sé far­ið að veikj­ast.
  • Eitruð jákvæðni hefur neikvæðar afleiðingar
    9
    Viðtal

    Eitr­uð já­kvæðni hef­ur nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar

    Að hafa já­kvæðni að leið­ar­ljósi get­ur létt lund­ina, auð­veld­að dag­leg­ar at­hafn­ir og hjálp­að okk­ur að tak­ast á við líf­ið og til­ver­una. En það er ekki alltaf já­kvætt að vera já­kvæð­ur. Já­kvæðni get­ur nefni­lega ver­ið eitr­uð.
  • Elliði telur sig vera undanþeginn siðareglum Ölfuss
    10
    FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

    Elliði tel­ur sig vera und­an­þeg­inn siða­regl­um Ölfuss

    Í siða­regl­um kjör­inna full­trúa í Ölfusi kem­ur fram að þær eigi við um alla þá sem sitja í nefnd­um og ráð­um á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins. Elliði Vign­is­son sit­ur í nefnd­um á veg­um bæj­ar­stjórn­ar Ölfuss auk þess sem hann sit­ur alla bæj­ar­stjórn­ar- og bæj­ar­ráðs­fundi. Hann tel­ur sig samt vera und­an­þeg­inn siða­regl­um kjör­inna full­trúa sem koma eiga í veg fyr­ir hags­muna­árekstra.

Nýtt efni

Andri Snær Magnason
Andri Snær Magnason
Pistill

Andri Snær Magnason

Að rota eða rota ekki sel

Hvenær og hvernig eiga börn að frétta af hlut­um? 10 ára? 12 ára? 18 ára? Er al­veg víst að mesta ógn­in sem að þeim steðj­ar sé yf­ir­leitt í bók?
Þjáningarfullt traust
Úlfar Þormóðsson
AðsentSjávarútvegur

Úlfar Þormóðsson

Þján­ing­ar­fullt traust

Út­gerð­ar­menn telja sig ekki þurfa að end­ur­heimta traust að mati Úlfars Þor­móðs­son­ar, sem skrif­ar um eigna­tengsl í sjáv­ar­út­vegi. „Ef eitt­hvað er, þjást þeir af sjálfs­trausti.“
Harðsvíraðir Sjálfstæðismenn tóku yfir og losuðu sig við Egil út af pólitík
Fréttir

Harð­svír­að­ir Sjálf­stæð­is­menn tóku yf­ir og los­uðu sig við Eg­il út af póli­tík

Eg­ill Helga­son hef­ur haft dag­skrár­vald í um­ræð­um um ís­lenska póli­tík í meira en tvo ára­tugi. Fyrst á Skjá ein­um, svo á Stöð 2 og loks á RÚV. Nú er hann hætt­ur. En ým­is­legt hef­ur geng­ið á yf­ir ár­in.
Stórar útgerðir ráði óeðlilega miklu
FréttirSjávarútvegur

Stór­ar út­gerð­ir ráði óeðli­lega miklu

Of mik­ið til­lit er tek­ið til hags­muna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á kostn­að al­manna­hags­muna í lokanið­ur­stöð­um starfs­hópa Auð­lind­ar­inn­ar okk­ar að mati Land­vernd­ar. „Sterk­ar rétt­læt­ing­ar er að finna um óbreytt afla­marks­kerfi, að veiði­gjöld séu sann­gjörn óbreytt og að litl­ar breyt­ing­ar þurfi að gera al­mennt.“
Sjö þúsund heimili fengu 1,1 milljarð í vaxtabætur sem allt stefndi í að myndu ekki fá þær
Fréttir

Sjö þús­und heim­ili fengu 1,1 millj­arð í vaxta­bæt­ur sem allt stefndi í að myndu ekki fá þær

Ís­lensk stjórn­völd hafa skipt um hús­næð­isstuðn­ings­kerfi á und­an­förn­um ára­tug. Stuðn­ing­ur­inn hef­ur ver­ið færð­ur úr kerfi sem miðl­ar hon­um fyrst og síð­ast til lægri tekju­hópa yf­ir í kerfi sem læt­ur hann að uppi­stöðu renna til þriggja efstu tekju­hóp­anna. Breyt­ing sem gerð var und­ir lok síð­asta árs skil­aði sér að mestu til milli­tekju­fólks.
Taylor Swift reis upp frá dauðum
Menning

Tayl­or Swift reis upp frá dauð­um

Ár­ið 2016 var Tayl­or Swift slauf­að fyr­ir að vera drama­tískt fórn­ar­lamb. Síð­an þá hef­ur hún gef­ið út sex plöt­ur og sú sjö­unda er á leið­inni. Hún er vin­sæl­asta popp­stjarna heims og tón­leika­ferða­lag­ið henn­ar, The Era's Tour, verð­ur að öll­um lík­ind­um tekju­hæsta tón­leika­ferða­lag allra tíma. Heim­ild­in náði tali af ungu fólki og bað það að út­skýra vel­gengni söng­kon­unn­ar.
Bensínlítrinn hækkaði um næstum tíu krónur milli mánaða
Greining

Bens­ín­lítr­inn hækk­aði um næst­um tíu krón­ur milli mán­aða

Hlut­ur olíu­fé­lag­anna í hverj­um seld­um bens­ín­lítra eykst veru­lega milli mán­aða og þau taka til sín þorra þeirr­ar hækk­un­ar sem varð frá miðj­um ág­úst­mán­uði. Rík­ið hef­ur boð­að að það ætli að afla 63,3 millj­arða króna með álagn­ingu á öku­tæki og eldsneyti á næsta ári.
Ég ásaka
Ólafur Jónsson
Aðsent

Ólafur Jónsson

Ég ásaka

Ólaf­ur Jóns­son skrif­ar um gengi krón­unn­ar og gjald­fell­ingu þjóð­ar­inn­ar.
Listahringvegurinn
Menning

Lista­hring­veg­ur­inn

Hér má sjá nokkra hápunkta lands­byggð­arlist­a­lífs­ins.
Eitruð jákvæðni hefur neikvæðar afleiðingar
Viðtal

Eitr­uð já­kvæðni hef­ur nei­kvæð­ar af­leið­ing­ar

Að hafa já­kvæðni að leið­ar­ljósi get­ur létt lund­ina, auð­veld­að dag­leg­ar at­hafn­ir og hjálp­að okk­ur að tak­ast á við líf­ið og til­ver­una. En það er ekki alltaf já­kvætt að vera já­kvæð­ur. Já­kvæðni get­ur nefni­lega ver­ið eitr­uð.
Hrafnar fylgdu honum
Minning

Hrafn­ar fylgdu hon­um

Jón Gunn­ar Ottós­son, fædd­ur 27.11.1950 - lát­inn 15.09.2023
Dæmdur fyrir að hlaupa með peningana
Skýring

Dæmd­ur fyr­ir að hlaupa með pen­ing­ana

Dóm­ur sem kveð­inn var upp í Bæj­ar­rétti Kaup­manna­hafn­ar sl. mánu­dag snér­ist um al­gengt deilu­efni: pen­inga. Til­efni rétt­ar­hald­anna á sér vart hlið­stæðu og sag­an að baki vakti at­hygli víða um heim.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • Þóra Dungal fallin frá
    4
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    5
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    6
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.