Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Jóhannes: Einungis „getgátur“ að Sigmundur njóti ekki stuðnings í þingflokknum

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar gagn­rýn­ir frétta­flutn­ing Vís­is af stöðu for­manns­ins.

Jóhannes: Einungis „getgátur“ að Sigmundur njóti ekki stuðnings í þingflokknum

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins, telur að frétt Vísis um að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra njóti stuðnings meirihluta þingmanna Framsóknarflokksins til að gegna formennsku í flokknum byggi einungis á getgátum. Þetta leiðir hann af því að í upphafi fréttarinnar kemur fram að Sigurður Ingi sé „að öllum líkindum“ með meirihluta þingflokksins að baki sér. 

Í frétt Vísis segir meðal annars: „Samkvæmt áræðanlegum heimildum fréttastofu eru allar líkur á að Sigurður Ingi njóti meirihlutafylgis í þingflokknum þótt formaðurinn eigi sér þar dygga stuðningsmenn. Þeirra á meðal eru Ásmundur Einar Daðason og Vigdís Hauksdóttir sem bæði ætla að hætta á þingi í haust og Gunnar Bragi Sveinsson sem mun leiða flokkinn í Norðvesturkjördæmi.“

Jóhannes Þór gerir athugasemd við fréttina á Facebook, þar sem blaðamaður á Fréttablaðinu hefur deilt henni. „Að öllum líkindum? Eru fréttir nú byggðar á skyggnilýsingum? Eða óskhyggju?“ spyr Jóhannes. Þá segir hann „svolítið sérstakt að sjá heila frétt byggða á getgátum“. Fréttin segi ekkert haldbært um það sem þó eigi að heita aðalefni hennar.

Sigmundur Davíð hefur sjálfur einnig gagnrýnt fjölmiðla fyrir fréttaflutning af sér og meintu tölvuinnbroti:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár