Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Jóhannes: Einungis „getgátur“ að Sigmundur njóti ekki stuðnings í þingflokknum

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar gagn­rýn­ir frétta­flutn­ing Vís­is af stöðu for­manns­ins.

Jóhannes: Einungis „getgátur“ að Sigmundur njóti ekki stuðnings í þingflokknum

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins, telur að frétt Vísis um að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra njóti stuðnings meirihluta þingmanna Framsóknarflokksins til að gegna formennsku í flokknum byggi einungis á getgátum. Þetta leiðir hann af því að í upphafi fréttarinnar kemur fram að Sigurður Ingi sé „að öllum líkindum“ með meirihluta þingflokksins að baki sér. 

Í frétt Vísis segir meðal annars: „Samkvæmt áræðanlegum heimildum fréttastofu eru allar líkur á að Sigurður Ingi njóti meirihlutafylgis í þingflokknum þótt formaðurinn eigi sér þar dygga stuðningsmenn. Þeirra á meðal eru Ásmundur Einar Daðason og Vigdís Hauksdóttir sem bæði ætla að hætta á þingi í haust og Gunnar Bragi Sveinsson sem mun leiða flokkinn í Norðvesturkjördæmi.“

Jóhannes Þór gerir athugasemd við fréttina á Facebook, þar sem blaðamaður á Fréttablaðinu hefur deilt henni. „Að öllum líkindum? Eru fréttir nú byggðar á skyggnilýsingum? Eða óskhyggju?“ spyr Jóhannes. Þá segir hann „svolítið sérstakt að sjá heila frétt byggða á getgátum“. Fréttin segi ekkert haldbært um það sem þó eigi að heita aðalefni hennar.

Sigmundur Davíð hefur sjálfur einnig gagnrýnt fjölmiðla fyrir fréttaflutning af sér og meintu tölvuinnbroti:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár