Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Jóhannes: Einungis „getgátur“ að Sigmundur njóti ekki stuðnings í þingflokknum

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar gagn­rýn­ir frétta­flutn­ing Vís­is af stöðu for­manns­ins.

Jóhannes: Einungis „getgátur“ að Sigmundur njóti ekki stuðnings í þingflokknum

Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins, telur að frétt Vísis um að Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra njóti stuðnings meirihluta þingmanna Framsóknarflokksins til að gegna formennsku í flokknum byggi einungis á getgátum. Þetta leiðir hann af því að í upphafi fréttarinnar kemur fram að Sigurður Ingi sé „að öllum líkindum“ með meirihluta þingflokksins að baki sér. 

Í frétt Vísis segir meðal annars: „Samkvæmt áræðanlegum heimildum fréttastofu eru allar líkur á að Sigurður Ingi njóti meirihlutafylgis í þingflokknum þótt formaðurinn eigi sér þar dygga stuðningsmenn. Þeirra á meðal eru Ásmundur Einar Daðason og Vigdís Hauksdóttir sem bæði ætla að hætta á þingi í haust og Gunnar Bragi Sveinsson sem mun leiða flokkinn í Norðvesturkjördæmi.“

Jóhannes Þór gerir athugasemd við fréttina á Facebook, þar sem blaðamaður á Fréttablaðinu hefur deilt henni. „Að öllum líkindum? Eru fréttir nú byggðar á skyggnilýsingum? Eða óskhyggju?“ spyr Jóhannes. Þá segir hann „svolítið sérstakt að sjá heila frétt byggða á getgátum“. Fréttin segi ekkert haldbært um það sem þó eigi að heita aðalefni hennar.

Sigmundur Davíð hefur sjálfur einnig gagnrýnt fjölmiðla fyrir fréttaflutning af sér og meintu tölvuinnbroti:

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
5
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu