Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Játningar veiðimannsins

„Ég hef alltaf lit­ið svo á að mað­ur eigi bara eitt líf og mér finnst að það sé eins gott að gera allt sem mann lang­ar til að gera.“ Þetta seg­ir Árni Bald­urs­son, fram­kvæmda­stjóri hjá Lax-á, sem ferð­ast heims­horna á milli og veið­ir villt dýr. Við­tal­ið veit­ir inn­sýn í hug­ar­heim veiði­manns­ins, sem skaut fíl og not­ar upp­stopp­að­ar fæt­ur gír­affa sem lampa, en hann lít­ur á stór­gripa­veið­ar eins og hann stund­ar í Afr­íku og víð­ar, sem nátt­úru­vernd.

Tugir uppstoppaðra dýrahausa. Uppstoppaður gíraffi. Hreindýrahorn og hreindýraskinn. Trófíhús Árna Baldurssonar hjá Lax-á ber þess merki að hann hefur verið á veiðiferðum út um allan heim. Árni, satt að segja, lítur svolítið út eins og veiðimaður; í sportlegum fötum og með leðurarmbönd. Hann ólst upp í Reykjavík og var sendur í sveit á sumrin þar sem stutt var í fallega á þar sem silfurlitaðir fiskar syntu um. „Ég vann á daginn og veiddi á nóttunni og ræktaði með mér þessa veiðibakteríu. Ég var talinn vera stórskrýtinn þegar ég var unglingur af því að ég svaf oft einn í tjaldi einhvers staðar og var að veiða og steikja kótilettur þegar aðrir voru að fara að skemmta sér.“

Árni tók fyrstu laxveiðiána á leigu þegar hann var 16 ára. „Þetta er eiginlega allt gert af ástríðu; ég vil geta verið við ána og leyft mér þennan lífsstíl. Ég sæki í að vera í villtri náttúru.“

Dásamleg veiðihús

Útlönd kölluðu. Þau skipta tugum löndin þar sem Árni hefur veitt í gegnum árin.

„Ég hef farið árlega til Argentínu síðan árið 1993. Ég var þar stundum upp í tvo mánuði á ári og fór oft með hópa. Þarna opnaði ég viðskipti með sölu veiðileyfa á Íslandi í sjóbirting, silung og urriða auk skotveiði.

Veiðihúsin í Argentínu eru dásamleg; þetta eru fjögurra stjörnu hús. Og maturinn er ótrúlegur en Argentína er fræg fyrir góðan mat og góðar steikur; nautakjötið þar er frægt. Leiðsögumennirnir grilla í hádeginu - jafnvel við árnar - og svo eru oft partí á kvöldin í veiðihúsunum; grillað og spilað á gítar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár