Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ísland vann England á EM: „Brjálæði - Algert brjálæði“

Ís­lenska karla­lands­lið­ið mæt­ir Frökk­um í átta liða úr­slit­um á EM. Drama­tísk­ar lýs­ing­ar í ensk­um fjöl­miðl­um: „Ís­lend­ing­arn­ir eru í ljós­um log­um. Þeir spila eins og and­setn­ir. Eins og nor­ræn fót­boltagoð.“

Ísland vann England á EM: „Brjálæði - Algert brjálæði“

„Brjálæði. Algert brjálæði,“ sagði í lýsingu breska blaðsins The Sun á leik Íslands og Englands þegar Íslendingar komust 2 - 1 í Nice eftir að hafa lent 1 - 0 undir á fjórðu mínútu fyrsta útsláttarleiks Íslands á lokakeppni í knattspyrnu karla.

Karlalandslið minnstu þjóðarinnar í sögu EM bar sigurorð af liði Englendingum í 16-liða úrslitum rétt í þessu. Það var rafmögnuð stemning á Stade de Nice í kvöld og þúsundir Íslendinga fylgdust með liðinu.

Við erum bara með trú og vilja sem ekkert annað lið hefur“

Varnarmaðurinn Ragnar Sigurðsson og sóknarmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson skoruðu mörk Íslands. „Mér er drullusama hverjir þeir eru,“ sagði Ragnar í viðtali eftir leikinn. Auk þess að skora mark átti hann ævintýralega tæklingu, sem forðaði líklega jöfnunarmarki Englendinga, og síðan hjólhestaspyrnu sem endaði næstum með þriðja marki Íslendinga. „Við erum bara með trú og vilja sem ekkert annað lið hefur,“ útskýrði Ragnar. „Við vorum bara óheppnir að vinna ekki stærra.“

 

 

England fer því úr Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu, þremur dögum eftir að hafa kosið um úrsögn sína úr Evrópusambandinu, eftir að hafa verið dæmt úr leik af Íslandi. 

„Aðeins England getur gert þetta. Tekið forystu á fjórðu mínutu, ráðið lögum og lofum næstu tíu mínúturnar og endað 2 - 1 undir. Á móti Íslandi. Aðeins Ísland,“ segir í lýsingu The Sun. „Íslendingarnir eru í ljósum logum. Þeir spila eins og andsetnir. Eins og norræn fótboltagoð.“

Ísland og England hafa tvívegis mæst í vináttuleikjum, fyrst árið 1982 en þá endaði leikurinn með jafntefli eftir að  Arnór Guðjohnsen skoraði mark Íslands. Seinni leikurinn fór fram á Englandi árið 2004 og lyktaði  með 6-1 sigri Englands.

Leikurinn í dag er tvímælalaust mikilvægasti leikur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu til þessa. Sigurinn fleytir okkur áfram á EM. Næst á dagskrá er viðureign gegn Frökkum í 8-liða úrslitum. Sigri Ísland mætir það Þjóðverjum eða Ítölum í undanúrslitum.

Daily Mail
Daily Mail

Mirror
Mirror

Bild
Bild Þýska blaðið Bild tengir sigurinn við úrgöngu Englands úr Evrópusambandinu.

The Sun
The Sun Breska slúðurblaðið fjallar um niðurlægingu Breta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár