Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Indriði segir Bjarna á villigötum

Indriði H. Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, seg­ir að auk­in skatt­byrði lág­tekju- og milli­tekju­hópa á kjör­tíma­bil­inu svari til þess að þeir greiði 7 millj­örð­um meira í skatt en ver­ið hefði að óbreyttri skatt­byrði. Fjár­mála­ráð­herra setji fram „stað­leys­ur ein­ar“.

Indriði segir Bjarna á villigötum

Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra setja fram „staðleysur einar“ í Facebook-færslu þar sem ráðherrann bregst við umfjöllun um aukna skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks á tímabilinu 2012 til 2015. 

„Ráðherra heldur því fyrst fram að tekjuskattur hafi lækkað en viðurkennir í næsta orði að skatthlutfall (skattbyrði) hafi hækkað hjá flestum en fer ranglega með að þess hafi ekki verið getið í grein minni að það megi rekja til breytinga á tekjum,“ skrifar Indriði í pistli sem hann birti á vef sínum í kvöld.

Eins og fjallað er um í nýjasta tölublaði Stundarinnar hefur skattbyrði flestra tekjuhópa aukist á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. Í grein eftir Indriða H. Þorláksson sem birtist í blaðinu er sýnt hvernig skattbyrði hefur aukist hjá 80 prósentum hjóna og sambúðarfólks en aðeins minnkað hjá tekjuhæstu 20 prósentunum. 

Bjarni Benediktsson brást við með Facebook-færslu í gær þar sem hann sagði að meginástæðan fyrir aukinni skattbyrði lágtekju- og millitekjufólks væri sú að laun hefðu hækkað. Hins vegar vék hann ekki að þeirri staðreynd að hjá tekjuhæstu 20 prósentunum hefur skattbyrðin minnkað jafnvel þótt tekjur þess hóps hafi hækkað mest.

Skattbyrði hjóna og sambúðarfólks árin 2012 og 2015.

Indriði svarar málflutningi Bjarna í nýjum pistli á vefsíðu sinni

„Fjármálaráðherra virðist hafa komist að því við lestur greinar minnar um samanburð á skattlagninu tekna á árunum 1993 til 2015 að skattbyrði hefði vaxið í tíð núverandi ríkisstjórnar. Athugasemdir ráðherra benda þó til þess að hann hafi ekki kynnt sér greinina nægilega vel. Með því hefði hann komist hjá að setja fram í þeim staðleysur einar,“ skrifar Indriði og bætir við:

„Ráðherra heldur því fyrst fram að tekjuskattur hafi lækkað en viðurkennir í næsta orði að skatthlutfall (skattbyrði) hafi hækkað hjá flestum en fer ranglega með að þess hafi ekki verið getið í grein minni að það megi rekja til breytinga á tekjum. Því næst kemur sú staðhæfing að skattar hafi fyrir flesta lækkað um 3,3 prósentustig. Slík hefði þýtt að skattar hjá samsköttuðum hefðu lækkað um ca 22 milljarða króna.“

„Hjá flestum hafa álagðir beinir skattar hækkað hlutfallslega meira en tekjur og það hefur leitt til hækkunar á skattbyrði“

Þá bendir Indriði á að frá 2012 til 2015 hafi álagðir beinir skattar hækkað hjá flestum, meðal annars vegna tekjuþróunar.

„Afgerandi staðreynd er að hjá flestum (ca 80% samskattaðra) hafa þeir hækkað hlutfallslega meira en tekjur og það hefur leitt til hækkunar á skattbyrði sem nemur um 1,2 prósentum af tekjum að jafnaði. Hjá tekjuhæstu 20% samskattaðra hafa beinir skattar hins vegar hækkað hlutfallslega minna en tekjur þeirra og hefur það leitt til lækkunar á skattbyrði sem nemur um 8,5 prósentum af tekjum,“ skrifar Indriði og bætir við að þetta sé að hluta til vegna brottfalls auðlegðarskatts og aukinna fjármagnstekna.

„Hækkun skattbyrði hjá 80% samskattaðra svarar til þess að þeir greiði 7 milljörðum króna meira í skatt en verið hefði að óbreyttri skattbyrði en ekki 22 milljörðum króna minna eins og staðhæfing ráðherra felur í sér. Tekjuhæstu 20% samskattaðra greiða um 8 milljörðum króna minna í skatt en verið hefði að óbreyttri skattbyrði.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár