Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Mikil mengun í Reykjanesbæ eftir opnun kísilvers United Silicon: „Hvað voru þeir sem ráða hér að spá?“

Mik­il lykt­meng­un hef­ur ver­ið í stór­um hluta Reykja­nes­bæj­ar. Lykt­in kem­ur frá kís­il­ver­inu United Silicon sem hef­ur átt í vand­ræð­um með hreinsi­bún­að frá því fyrsti ofn­inn af fjór­um var gang­sett­ur fyr­ir nokkr­um dög­um. Eng­inn vill kann­ast við að hafa bú­ið til meng­un­ar­spá verk­smiðj­unn­ar.

Mikil mengun í Reykjanesbæ eftir opnun kísilvers United Silicon: „Hvað voru þeir sem ráða hér að spá?“
United Silicon Verksmiðjan spúir svæsinni brunalykt yfir stóran hluta Reykjanesbæjar. Mynd: AMG

Svæsin brunalykt finnst nú víða í Reykjanesbæ en kvörtunum hefur rignt yfir Umhverfisstofnun sem er nú að skoða málið. Brunalyktin kemur frá hinu umdeilda kísilveri United Silicon en líkt og Stundin hefur áður greint frá vill enginn kannast við það hjá danska ráðgjafafyrirtækinu COWI að hafa búið til mengunarspá fyrir verksmiðjuna sem skilað var inn til Umhverfisstofnunar og lögð var til grundvallar starfsleyfis fyrirtækisins.

Stundin hafði samband við forsvarsmenn United Silicon til þess að spyrjast fyrir um umrædda mengun sem berst frá verksmiðjunni en engin svör höfðu borist þegar fréttin var birt. Um leið og svör berast þá verður fréttin uppfærð.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur verksmiðjan átt í erfiðleikum með hreinsibúnað sem er tengdur eina ofninum sem hefur verið gangsettur. Hann er sá fyrsti af fjórum sem kísilverið hyggst keyra á allan ársins hring. Samkvæmt sömu heimildum slökknaði óvænt á ofninum þegar verið var að gangsetja hann en nú er búið að gera við þá bilun.

Hvað með heilsu íbúa?

Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er málið í gaumgæfilegri skoðun en stofnuninni bárust fjölmargar kvartanir í gær frá íbúum Reykjanesbæjar. Ekki hafi verið búist við lyktmengun frá verksmiðjunni en eftir því sem Stundin kemst næst berst ekki þessi svæsna brunalykt frá kísilveri Elkem á Grundartanga. Staðan nú hafi því komið á óvart.

„Ógeðslega lykt í loftinu“

Þá hafa fjölmargir lýst yfir óánægju sinni á samfélagsmiðlunum en í hópi sem ætlaður er íbúum Reykjanesbæjar eru ráðamenn bæjarfélagsins meðal annars gagnrýndir: „Hvað voru þeir sem ráða hér að spá? Hvað með heilsu íbúa. Þetta er ekki i lagi.“ Þá segist annar íbúi hafa vaknað með hausverk og „ógeðslega lykt í loftinu“ í morgun en sá sagði ljóst að verksmiðjan væri „stórhættuleg heilsu allra hér í Reykjanesbæ.“ Engar upplýsingar hafa borist frá Reykjanesbæ aðrar en þær að haft hafi verið samband við verksmiðjuna sem ætli sér að koma skýringum á framfæri í héraðsmiðlinum Víkurfréttum.

Íbúar á Facebook
Íbúar á Facebook Þetta er á meðal þess sem íbúar Reykjanesbæjar deila nú á milli sín á samfélagsmiðlunum.

Eykur ekki traust

Lyktin sem íbúar finna nú eykur ekki traust á frekari stóriðju í Helguvík en nú reynir önnur kísilverksmiðja, Thorsil, að fá útgefið starfsleyfi í bæjarfélaginu. Enn er hægt að senda inn athugasemdir vegna þess leyfis inni á vef Umhverfisstofnunar. Inni í hóp íbúa Reykjanesbæjar á Facebook eru þeir hvattir til þess að skila inn athugasemdum en sú sem setti inn færsluna hvetur fólk sérstaklega „...vegna þess hvernig þetta er orðið í dag en það er ógeðsleg lykt hér daglega vegna United Silicon.“

United Silicon er umdeilt fyrirtæki líkt og Stundin hefur margsinnis greint frá. Hvort sem það er dularfull umhverfismatsskýrsla fyrirtækisins, umdeild viðskiptasaga eigandans, mengunarspáin sem enginn kannast við að hafa gert, sú staðreynd að eigandinn neitar að gera sérkjarasamninga, deilur við verktakana sem byggðu verksmiðjuna eða stærð hennar sem er í engu samhengi við skýrslur fyrirtækisins, virðast fáar fréttir berast frá fyrirtækinu sem hægt er að flokka sem jákvæðar. Íbúar virðast vantreysta verksmiðjunni og þeim framtíðaráformum bæjaryfirvalda að auka stóriðjuna í bakgarði bæjarfélagsins.

Úr frétt Stundarinnar um dularfullu matsskýrslu United Silicon:

Eigendaslóðin er flókin og ekki liggja fyrir upplýsingar um raunverulega eigendur þeirra. Þó er ljóst að Magnús Ólafur Garðarsson er einn eigenda verkefnisins í Helguvík og hefur einnig verið sá eini sem komið hefur fram í fjölmiðlum vegna þess.

Gert að segja upp ella verða rekinn

Magnús Ólafur starfaði hjá ráðgjafar- og verkfræðistofunni COWI en fyrirtækið er danskt og starfa hjá því um sex þúsund manns. COWI var skrifuð fyrir mengunarspá sem bæði fyrsta verkefnið, Iceland Silicon Corporation, og það síðara, United Silicon, skilaði inn til Umhverfisstofnunar sem hluta af mati á umhverfisáhrifum við framleiðslu kísils í Helguvík.

COWI sver hins vegar af sér umrædda spá og krafðist þess við Umhverfisstofnun að nafn fyrirtækisins væri afmáð af fylgigögnum sem fylgdu matsskýrslunni sem Magnús Ólafur bjó til í tengslum við verkefnin tvö. Í dag, á vefsíðu Umhverfisstofnunar, er hægt að sjá umrædda matsskýrslu og er þar búið að taka út nafn COWI við svokallaða AIRMOD-loftdreifingarútreikninga á fylgiskjölum. Þrátt fyrir kröfu COWI um að nafn fyrirtækisins verði afmáð þá var það aðeins gert að hluta til. Enn stendur í skýrslunni: „Alþjóðlega verkfræðistofan COWI í Danmörku gerði árið 2008 loftdreifilíkan fyrir Helguvíkursvæðið ...“ Samt vill enginn kannast við það hjá fyrirtækinu að hafa unnið umrætt líkan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
2
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
6
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu