Síðasta vetur eignaðist vinkona mín stúlkubarn. Ég vitjaði hennar þegar stúlkan var orðin einnar viku gömul, meðvituð um hvíldina sem fólk þarfnast á þessu viðkvæma tímabili, og staðráðin í að stoppa ekkert lengi.
Vinkonan sat í sófa með barnið í fanginu og bauð mér sæti á stól andspænis þeim. Ég settist og dáðist að barninu og spurði hvernig hefði gengið og talaði eitthvað um fæðingar og hvítvoðunga og hina heilögu nærveru sem fyllti rýmið og dauðann og lífið og hvað þetta er nú furðulegt allt saman og erfitt en gott og sængurkvennagrát og náttúruna og svo allt í einu, var mér ekki lengur til setunnar boðið.Stóllinn sem ég hafði sest á, og var eini stóllinn þarna inni, var svo óþægilegur. Ég spratt á fætur og sá að um ræddi formfagra en rygðaða járngrind með ólögulegu trésæti sem slípað hafði verið niður þannig að sáralítið var eftir.
Æ, fyrirgefðu, sagði vinkona …
Athugasemdir