Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hreiðar Már rífur tvö nýleg hús til að byggja hótel

Tvö Kan­ada­hús sem risu á Berg­inu í Reykja­nes­bæ ár­ið 2000 hafa ver­ið rif­in og verð­ur nú ráð­ist í bygg­ingu hót­els á lóð­inni. Gisti­ver, fé­lag­ið sem á lóð­irn­ar, er í eigu Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar en hann áætl­ar að fjölga hót­el­her­bergj­um frá 18 í 38.

Hreiðar Már rífur tvö nýleg hús til að byggja hótel
Hreiðar Már og lúxusinn á Berginu Gistiver, félag í eigu Hreiðars Más og fjölskyldu hans, er stórtækt á Berginu við smábátahöfnina í Reykjanesbæ. Þar skal rísa nýtt hótel. Mynd: Samsett mynd/Víkurfréttir

Tvö nýleg hús sem stóðu á Berginu í Reykjanesbæ við smábátahöfnina hafa verið rifin. Húsin voru byggð árið 2000 og voru svokölluð Kanadahús – verksmiðjuframleidd einingahús frá Kanada. Eitt þessara húsa, sem stóð við Bakkaveg 19, var stórt og myndarlegt íbúðarhús, sem búið var að byggja við og hefur á síðustu árum verið rekið sem hótel. 

Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta en eigandi lóðarinnar er félagið Gistiver sem er í eigu Hreiðar Más Sigurðssonar og fjölskyldu. Hreiðar Már keypti lítið lúxushótel á þessum reit í september á síðasta ári og þykir ljóst að hann stefnir á að stækka það til muna.

Hreiðar Már ætlar því að byggja nýtt hótel á þessum reit og ákvað þess vegna að rífa bæði húsin í stað þess að bæta við viðbygginguna á milli þeirra, sem var byggð fyrir fyrir nokkrum árum. Fyrsta húsið, Bakkavegur 19, fékk að fjúka fyrir nokkru síðan og vöktu niðurrifin mikla athygli enda húsið um 300 fermetrar að stærð, og á tveimur hæðum. Samkvæmt Víkurfréttum var grind hússins varðveitt en annað fór á haugana. Í framhaldinu var síðan ráðist í byggingu hótels á lóðinni.

Fyrir niðurrifin
Fyrir niðurrifin Svona litu húsin út áður en þau voru rifin.

Stórtækur í ferðaþjónustunni

Í þessari viku var svo Bakkavegur 17 rifinn en á vef Víkurfrétta er greint frá því að húsið hafi orðið að tengibyggingu á milli tveggja hótelbygginga. Á þeim forsendum fékk Hreiðar Már leyfi til að rífa húsið og byggja nýja og hentugri tengingu á milli húsanna sem eiga að hýsa hótelið.

Húsin þóttu glæsileg á þeim tíma sem þau voru byggð og var eitt annað meðal annars notað sem heimili þeirra stúlkna sem tóku þátt í íslenska Bachelor-þættinum árið 2005.

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins frá því fyrr á þessu ári þá hefur Hreiðar Már byggt hratt upp fyrirtækið Gistiver og tengist félagið nú rekstri sjö gististaða víðsvegar um landið. Þrír þessara gististaða eru í Stykkishólmi en hinir fjórir á Nesjavöllum, Búðum, í Keflavík og Reykjavík.

Athugasemd við fréttina:

Hreiðar Már Sigurðsson hafði samband við Stundina og vildi koma á framfæri upplýsingum um framkvæmdirnar á Berginu í Reykjanesbæ.

„Í fyrsta lagi höfum við ekki rifið tvö hús. Þegar við kaupum Hótel Berg fyrir rúmlega ári síðan var búið að rífa Bakkaveg 19 og komum við þar hvergi nærri,“ segir Hreiðar Már sem einnig vildi koma því á framfæri að eiginkona hans er ekki framkvæmdastjóri Gistivers.

„Í öðru lagi þá er eiginkonan mín ekki framkvæmdastjóri Gistivers. Framkvæmdastjóri Gistivers er Björg Bára Halldórsdóttir og hægt að finna upplýsingar um það á heimasíðu félagsins www.gistiver.is.“

Þá segir Hreiðar Már að það sé sjálfsagt að upplýsa það, til að koma í veg fyrir misskilning, að Bakkavegur 17 var rifinn þar sem það hús var Kanadahús og ekki möguleiki fyrir félagið að byggja aðra hæð ofan á svo veikburða hús.

„Eins fannst mygla í hluta hússins þegar framkvæmdir hófust og lítið annað í stöðunni en að rífa húsið fyrir nýbyggingu ef við ætluðum að halda áfram hótelrekstri í húsinu. Með núverandi framkvæmdum er ætlun okkar að auka gæði Hótels Bergs og hagkvæmni hótelsins með því að fjölga herbergjum úr 18 í 38.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár