Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Hörð deila milli Sónar og ÚTÓN: „Þú hefur skilið eftir þig sviðna jörð“

Són­ar Reykja­vík hef­ur sent ráð­herr­um form­lega kvört­un vegna sam­skipta Sig­tryggs Bald­urs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra ÚT­ÓN, við Björn Stein­bekk, for­svars­mann Són­ar. Þrátt fyr­ir að vera nær al­far­ið rek­ið á kostn­að rík­is­sjóð er ÚT­ÓN eig­andi rekstr­ar­fé­lags tón­list­ar­há­tíð­ar­inn­ar Ice­land Airwaves.

Hörð deila milli Sónar og ÚTÓN: „Þú hefur skilið eftir þig sviðna jörð“
Framkvæmdastjóri ÚTÓN Samkvæmt bréfi lögmanns Sónar Reykjavík sakaði Sigtryggur Baldursson Björn Steinbekk um að skilja eftir sig sviðna jörð.

Lögmaður Sónar Reykjavík ehf, sem árlega stendur fyrir tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík, hefur sent stjórn ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, og Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarráðherra, formlega kvörtun fyrir hönd félagsins vegna framgöngu Sigtryggs Baldurssonar, framkvæmdastjóra ÚTON. Forsvarsmaður Sónar er Björn Steinbekk. Stundin hefur umrætt bréf undir höndum. Þar kemur fram að Björn og Sigtryggur hafi átt í tölvupóstsamskiptum þar sem hinn síðarnefndi hafi látið falla ýmis ummæli sem að mati Björns teljast ærumeiðandi í garð hans. Björn dragi í efa að þau samræmist starfsskyldum framkvæmdastjóra ÚTÓN.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Sigtrygg við vinnslu fréttarinnar.

ÚTÓN eru frjáls félagasamtök sem komið var á laggirnar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Starfsemi ÚTÓN er meðal annars fjármögnuðu á grundvelli fjárlaga og úthlutar styrkjum úr Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar ár hvert. ÚTÓN er enn fremur ætlað að vera milliliður tónlistarmanna þegar kemur að  landkynningu á vegum Íslandsstofu. Því er starfsemi ÚTÓN í raun opinbers eðlis.

Björn lýsir enn fremur áhyggjum af eignarhaldi tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves en hún er alfarið í eigu ÚTÓN. Hann telur að það geti haft neikvæð áhrif á kynningu annarra tónlistarhátíða á Íslandi.   

Samkrull ríkis og hagsmunaaðila

Ólíkt Sónar Reykjavík, ATP og Secret Solstice er Iceland Airwaves tónlistarhátíðin í raun rekin af ríkinu. Rekstraraðili hátíðarinnar er IA tónlistarhátíð ehf. Samkvæmt ársreikningi frá árinu 2014 er eini eigandi þess ÚTÓN, sem er líkt og fyrr segir nær alfarið rekið á fjárlögum frá ríkinu. Þess má geta að Iceland Airwaves og ÚTÓN halda úti sameiginlegri skrifstofu. Icelandair styrkir hátíðina einnig um háar upphæðir og á vörumerkið Iceland Airwaves, en hátíðin sjálf er hvorki rekin af né í eigu flugfélagsins.

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er því í raun hálfgert ríkisfyrirtæki.

Samkvæmt meistararitgerð Tómasar Young, sem síðar varð starfsmaður ÚTÓN, frá árinu 2010, var ÚTÓN stofnað árið 2006 af Landsbanka Íslands, Útflutningsráði Íslands og Samtóni, samtökum tónlistarrétthafa. Landsbankinn dró sig úr samstarfinu árið 2008 og Útflutningsráð Íslands varð að Íslandsstofu. Þar af leiðandi er ÚTÓN nær alfarið rekið fyrir fé sem kemur með einum eða öðrum hætti úr ríkissjóði. Samkvæmt þessari sömu ritgerð var ÚTÓN rekið árið 2010 fyrir fjárframlag frá stofnaðilum, auk fjárframlaga frá utanríkisráðuneyti, menntamálaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár