Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hörð deila milli Sónar og ÚTÓN: „Þú hefur skilið eftir þig sviðna jörð“

Són­ar Reykja­vík hef­ur sent ráð­herr­um form­lega kvört­un vegna sam­skipta Sig­tryggs Bald­urs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra ÚT­ÓN, við Björn Stein­bekk, for­svars­mann Són­ar. Þrátt fyr­ir að vera nær al­far­ið rek­ið á kostn­að rík­is­sjóð er ÚT­ÓN eig­andi rekstr­ar­fé­lags tón­list­ar­há­tíð­ar­inn­ar Ice­land Airwaves.

Hörð deila milli Sónar og ÚTÓN: „Þú hefur skilið eftir þig sviðna jörð“
Framkvæmdastjóri ÚTÓN Samkvæmt bréfi lögmanns Sónar Reykjavík sakaði Sigtryggur Baldursson Björn Steinbekk um að skilja eftir sig sviðna jörð.

Lögmaður Sónar Reykjavík ehf, sem árlega stendur fyrir tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík, hefur sent stjórn ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, og Illuga Gunnarssyni, mennta- og menningarráðherra, formlega kvörtun fyrir hönd félagsins vegna framgöngu Sigtryggs Baldurssonar, framkvæmdastjóra ÚTON. Forsvarsmaður Sónar er Björn Steinbekk. Stundin hefur umrætt bréf undir höndum. Þar kemur fram að Björn og Sigtryggur hafi átt í tölvupóstsamskiptum þar sem hinn síðarnefndi hafi látið falla ýmis ummæli sem að mati Björns teljast ærumeiðandi í garð hans. Björn dragi í efa að þau samræmist starfsskyldum framkvæmdastjóra ÚTÓN.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Sigtrygg við vinnslu fréttarinnar.

ÚTÓN eru frjáls félagasamtök sem komið var á laggirnar af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Starfsemi ÚTÓN er meðal annars fjármögnuðu á grundvelli fjárlaga og úthlutar styrkjum úr Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar ár hvert. ÚTÓN er enn fremur ætlað að vera milliliður tónlistarmanna þegar kemur að  landkynningu á vegum Íslandsstofu. Því er starfsemi ÚTÓN í raun opinbers eðlis.

Björn lýsir enn fremur áhyggjum af eignarhaldi tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves en hún er alfarið í eigu ÚTÓN. Hann telur að það geti haft neikvæð áhrif á kynningu annarra tónlistarhátíða á Íslandi.   

Samkrull ríkis og hagsmunaaðila

Ólíkt Sónar Reykjavík, ATP og Secret Solstice er Iceland Airwaves tónlistarhátíðin í raun rekin af ríkinu. Rekstraraðili hátíðarinnar er IA tónlistarhátíð ehf. Samkvæmt ársreikningi frá árinu 2014 er eini eigandi þess ÚTÓN, sem er líkt og fyrr segir nær alfarið rekið á fjárlögum frá ríkinu. Þess má geta að Iceland Airwaves og ÚTÓN halda úti sameiginlegri skrifstofu. Icelandair styrkir hátíðina einnig um háar upphæðir og á vörumerkið Iceland Airwaves, en hátíðin sjálf er hvorki rekin af né í eigu flugfélagsins.

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er því í raun hálfgert ríkisfyrirtæki.

Samkvæmt meistararitgerð Tómasar Young, sem síðar varð starfsmaður ÚTÓN, frá árinu 2010, var ÚTÓN stofnað árið 2006 af Landsbanka Íslands, Útflutningsráði Íslands og Samtóni, samtökum tónlistarrétthafa. Landsbankinn dró sig úr samstarfinu árið 2008 og Útflutningsráð Íslands varð að Íslandsstofu. Þar af leiðandi er ÚTÓN nær alfarið rekið fyrir fé sem kemur með einum eða öðrum hætti úr ríkissjóði. Samkvæmt þessari sömu ritgerð var ÚTÓN rekið árið 2010 fyrir fjárframlag frá stofnaðilum, auk fjárframlaga frá utanríkisráðuneyti, menntamálaráðuneyti og iðnaðarráðuneyti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
5
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár