Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Gylfi Ægisson og Leoncie ósátt með Múslimana okkar

Gúst­af Ní­els­son hvet­ur alla til að horfa.

Gylfi Ægisson og Leoncie ósátt með Múslimana okkar
Gylfi og Leoncie Söngvararnir voru báðir ósáttir með þáttinn Múslimarnir okkar sem sýndur var á Stöð 2 í gær.

Í gærkvöld var fyrsti þáttur Múslimanna okkar sýndur á Stöð 2 þar Lóa Pind Aldísardóttur kynnist betur lífi íslenskra múslima. Viðbrögðin við þættinum, af hálfu þeirra sem hafa verið í umræðunni vegna mannréttindamála, eru misjöfn.

„Við hérna höfum engann áhuga að horfa á heilaþvott 365 fjölmiðla um musselmann (muslimar) sem hafa troðið sér upp í öllum kristnum löndum fyrir misnotkun á bótakerfinu sem þeirra hatursfulla heilbú getur ekki skapað í þeirra eigin muslima-löndum,“ skrifar söngkonan Leoncie við stöðufærslu sjómannasöngvarans Gylfa Ægissonar á Facebook um þáttinn.

Kvartar undan heilaþvætti

Gylfi var heldur ósáttur með orð sjónvarpskonunnar Lóu Pind í aðdraganda þáttarins en hún spurði í viðtali við Ísland í dag hvort það ætti að kasta fólki eins og Gylfa úr þjóðfélaginu fyrir að hafa óvinsælar skoðanir um samkynhneigða.

„Ég spyr Lóu að því hér og nú hvað meinar þú með "sömu skoðun og við"?. Er ég sá eini sem held því fram á Íslandi að gleðigangan hafi verið klámvædd í gegnum árin. Ég er sá eini sem hef sagt að Gleðiganga Hinsegin daga hafi verið heilaþvottastöð barna í gegnum árin og ég stend við það,“ spyr Gylfi og bætir við að hann muni mæta í næstu Gleiðgöngu ef Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, komi með sér.

Ólíkt gildismat

Meðan Gylfi og Leoncie kvörtuðu undan þáttunum hrósaði Gústaf Níelsson, sem hrakinn var nýverið úr varamannssæti í mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, þáttunum og lagði til að þeir væru endursýndir í opinni dagskrá.

„Mér þótti áhugavert að horfa á þáttinn á Stöð2 „Múslimarnir okkar", sem sýndur var í kvöld. Vona ég að sem flestir Íslendingar hafi horft á þáttinn, því hann í reynd staðfestir að þetta ágæta fólk er ekki hér til þess að aðlagast menningu og siðum innfæddra. „Kokkurinn á Kleppsveginum" hafði þó lært til fullnustu listina að þurfa ekki að sjá fyrir sér og landaði auðvitað örorkubótum á besta aldri með hækjuna undir hönd; hann heldur þó áfram að senda peninga til Pakistan. Aðspurður um refsingar í íslam, eins og handaraflimun við þjófnaði, sagði hann refsingar á Íslandi ekki nógu strangar. Þáttargerðarkonan lét kyrrt liggja við slíkt svar,“ skrifar Gústaf á Facebook-síðu sína.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár