Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hilmar Leifsson fékk hótunarljóð: „Nú dreg ég þig í dauðann“

Hilm­ar Leifs­son bar vitni í dóms­máli son­ar síns, Sæv­ars Hilm­ars­son­ar, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa sent hót­un af Litla-Hrauni til Gil­berts Sig­urðs­son­ar. Hilm­ar seg­ir son sinn vera að gera góða hluti.

Hilmar Leifsson fékk hótunarljóð: „Nú dreg ég þig í dauðann“

Aðalmeðferð fór fram í máli Sævars Arnars Hilmarssonar í vikunni en hann hefur verið ákærður fyrir að hóta Gilberti Sigurðssyni í mars 2014 þegar Sævar sat í fangelsi. 

Brotin sem Sævar Örn er sakaður um varða 233. grein hegningarlaga, lög sem halda utan um morðhótanir sem og aðrar hótanir, og varðar brotið allt að tveggja ára fangelsisvist. Um er að ræða Facebook-skilaboð sem bárust Gilberti frá Sævari, en sá síðarnefndi hélt því fram fyrir rétti að hann hefði ekki sent skilaboðin sjálfur þótt þau væru í hans nafni.

Fyrstu skilaboðin voru send rétt fyrir átta 29. mars: „þú ert nu meiri fokkking ræfillinn sökkerpunsar 60 kall og hleypur í burtu eins og fokkking hræ í öðrum skónum þetttaa er fokkking pabbi ég skal fokkking slatra þer fríkið þótt ég þurfi að eyða restinni af æviinni herna innni ég fokkking slatra þér fokkkking kryppplinguirnn þiinnn það er fokkking loforð“.

Ákærður
Ákærður Sævar Hilmarsson hefur verið ákærður fyrir að send hótun af Litla-Hrauni. Mynd þessi er bersýnilega tekin innan í klefa fangelsisins.

Forsaga málsins eru átök á milli Gilberts og föður Sævars, Hilmar Leifsson, sem áttu sér stað á Kaffi Mílanó það sama ár. Talsvert var fjallað um það atvikið í fjölmiðlum en Hilmar segir að Gilbert hafi kýlt sig. Í kjölfar þess atviks má segja að harðnað hafi í stríði þeirra á milli og hafa verið lagðar fram kærur til lögreglu á báða bóga. Má þarna helst nefna átök fyrir utan World Class sumarið 2014, önnur átök við Smáralind í september og svo má lengi telja. Hvað sem því líður hafa einungis tvö atvik enn leitt til formlegrar meðferðar yfirvalda, annars vegar fyrrnefnd ákæra vegna hótana og hins vegar nálgunarbann sem Gilbert fékk gegn Sævari í lok síðasta árs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár