Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hilmar Leifsson fékk hótunarljóð: „Nú dreg ég þig í dauðann“

Hilm­ar Leifs­son bar vitni í dóms­máli son­ar síns, Sæv­ars Hilm­ars­son­ar, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa sent hót­un af Litla-Hrauni til Gil­berts Sig­urðs­son­ar. Hilm­ar seg­ir son sinn vera að gera góða hluti.

Hilmar Leifsson fékk hótunarljóð: „Nú dreg ég þig í dauðann“

Aðalmeðferð fór fram í máli Sævars Arnars Hilmarssonar í vikunni en hann hefur verið ákærður fyrir að hóta Gilberti Sigurðssyni í mars 2014 þegar Sævar sat í fangelsi. 

Brotin sem Sævar Örn er sakaður um varða 233. grein hegningarlaga, lög sem halda utan um morðhótanir sem og aðrar hótanir, og varðar brotið allt að tveggja ára fangelsisvist. Um er að ræða Facebook-skilaboð sem bárust Gilberti frá Sævari, en sá síðarnefndi hélt því fram fyrir rétti að hann hefði ekki sent skilaboðin sjálfur þótt þau væru í hans nafni.

Fyrstu skilaboðin voru send rétt fyrir átta 29. mars: „þú ert nu meiri fokkking ræfillinn sökkerpunsar 60 kall og hleypur í burtu eins og fokkking hræ í öðrum skónum þetttaa er fokkking pabbi ég skal fokkking slatra þer fríkið þótt ég þurfi að eyða restinni af æviinni herna innni ég fokkking slatra þér fokkkking kryppplinguirnn þiinnn það er fokkking loforð“.

Ákærður
Ákærður Sævar Hilmarsson hefur verið ákærður fyrir að send hótun af Litla-Hrauni. Mynd þessi er bersýnilega tekin innan í klefa fangelsisins.

Forsaga málsins eru átök á milli Gilberts og föður Sævars, Hilmar Leifsson, sem áttu sér stað á Kaffi Mílanó það sama ár. Talsvert var fjallað um það atvikið í fjölmiðlum en Hilmar segir að Gilbert hafi kýlt sig. Í kjölfar þess atviks má segja að harðnað hafi í stríði þeirra á milli og hafa verið lagðar fram kærur til lögreglu á báða bóga. Má þarna helst nefna átök fyrir utan World Class sumarið 2014, önnur átök við Smáralind í september og svo má lengi telja. Hvað sem því líður hafa einungis tvö atvik enn leitt til formlegrar meðferðar yfirvalda, annars vegar fyrrnefnd ákæra vegna hótana og hins vegar nálgunarbann sem Gilbert fékk gegn Sævari í lok síðasta árs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu