Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Hilmar Leifsson fékk hótunarljóð: „Nú dreg ég þig í dauðann“

Hilm­ar Leifs­son bar vitni í dóms­máli son­ar síns, Sæv­ars Hilm­ars­son­ar, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa sent hót­un af Litla-Hrauni til Gil­berts Sig­urðs­son­ar. Hilm­ar seg­ir son sinn vera að gera góða hluti.

Hilmar Leifsson fékk hótunarljóð: „Nú dreg ég þig í dauðann“

Aðalmeðferð fór fram í máli Sævars Arnars Hilmarssonar í vikunni en hann hefur verið ákærður fyrir að hóta Gilberti Sigurðssyni í mars 2014 þegar Sævar sat í fangelsi. 

Brotin sem Sævar Örn er sakaður um varða 233. grein hegningarlaga, lög sem halda utan um morðhótanir sem og aðrar hótanir, og varðar brotið allt að tveggja ára fangelsisvist. Um er að ræða Facebook-skilaboð sem bárust Gilberti frá Sævari, en sá síðarnefndi hélt því fram fyrir rétti að hann hefði ekki sent skilaboðin sjálfur þótt þau væru í hans nafni.

Fyrstu skilaboðin voru send rétt fyrir átta 29. mars: „þú ert nu meiri fokkking ræfillinn sökkerpunsar 60 kall og hleypur í burtu eins og fokkking hræ í öðrum skónum þetttaa er fokkking pabbi ég skal fokkking slatra þer fríkið þótt ég þurfi að eyða restinni af æviinni herna innni ég fokkking slatra þér fokkkking kryppplinguirnn þiinnn það er fokkking loforð“.

Ákærður
Ákærður Sævar Hilmarsson hefur verið ákærður fyrir að send hótun af Litla-Hrauni. Mynd þessi er bersýnilega tekin innan í klefa fangelsisins.

Forsaga málsins eru átök á milli Gilberts og föður Sævars, Hilmar Leifsson, sem áttu sér stað á Kaffi Mílanó það sama ár. Talsvert var fjallað um það atvikið í fjölmiðlum en Hilmar segir að Gilbert hafi kýlt sig. Í kjölfar þess atviks má segja að harðnað hafi í stríði þeirra á milli og hafa verið lagðar fram kærur til lögreglu á báða bóga. Má þarna helst nefna átök fyrir utan World Class sumarið 2014, önnur átök við Smáralind í september og svo má lengi telja. Hvað sem því líður hafa einungis tvö atvik enn leitt til formlegrar meðferðar yfirvalda, annars vegar fyrrnefnd ákæra vegna hótana og hins vegar nálgunarbann sem Gilbert fékk gegn Sævari í lok síðasta árs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár