Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Heimavellir taka yfir 716 leiguíbúðir: Hækka leigu um mánaðarmótin

Nú, að­eins nokkr­um vik­um eft­ir að Heima­vell­ir, stærsta leigu­fé­lag lands­ins, tryggði sér 716 leigu­íbúð­ir á Ás­brú þá hef­ur íbú­um þar ver­ið til­kynnt um hækk­un á leigu. Heima­vell­ir eiga tæp­ar þús­und íbúð­ir á Suð­ur­nesj­um eft­ir sam­ein­ing­una og eru stærstu eig­end­ur fé­lags­ins kvóta­hjón.

Heimavellir taka yfir 716 leiguíbúðir: Hækka leigu um mánaðarmótin
Ásbrú í Reykjanesbæ Heimavellir hafa tryggt sér heilu blokkirnar á gamla varnarliðssvæðinu í Reykjanesbæ. Mynd: AMG

Íbúar í yfir 700 leiguíbúðum á Ásbrú í Reykjanesbæ eiga von á hækkun húsaleigu núna um mánaðarmótin. Tæpar þrjár vikur eru síðan að leigufélagið Ásabyggð, sem á og rak umræddar leiguíbúðir, sameinaðist langstærsta leigufélagi landsins, Heimavöllum.

Þetta er annað leigufélagið sem Heimavellir tryggir sér á Suðurnesjum en fyrr á þessu ári keypti félagið Tjarnarverk en það átti yfir hundrað íbúðir á svæðinu. Mikil fákeppni ríkir á leigumarkaði á Suðurnesjum á sama tíma og nánast engar eignir eru lausar til leigu. Þetta getur leitt til hækkandi húsaleigu sem virðist raunin ef marka má bréf sem íbúar á Ásbrú fengu fyrir helgi.

Bréfið er undirritað af Guðbrandi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Heimavalla, en þar segir að sameining Heimavalla og Ásabyggðar, sem á og rekur eignirnar sem Keilir leigir á Ásbrú, er mikilvægt skref sem tryggir félögunum stærðarhagkvæmni til framtíðar „...og gefur okkur betri möguleika til að veita leigjendum góða og sanngjarna þjónustu.“

Þá segir einnig:

„Leiguverð mun ekki taka neinum breytingum umfram hóflega verðhækkun sem núverandi stjórnendur Ásabyggðar voru búnir að ráðgera þann 1. desember næstkomandi.“

Vissu ekki af hækkuninni

Stundin ræddi við nokkra íbúa á Ásbrú en þeir sögðust aldrei hafa heyrt af umræddri verðhækkun fyrr en eftir að fréttir bárust af sameiningu Heimavalla og Ásabyggðar. Þá er ekki tilgreint í bréfinu hversu mikið leigan mun hækka. Íbúar hafa miklar áhyggjur og segja að með þessu sé stefnt að gríðarlegri einokun á leigumarkaði á suðvesturhorni landsins.

Stundin hefur áður fjallað um málefni Heimavalla en eigendur félagsins eru sagðir yfir fimmtíu talsins en tveir af stærstu eigendum félagsins eiga það sameiginlegt að hafa hagnast á sölu fiskveiðikvóta og notið ríkisaðstoðar í landbúnaði. Þá á félag í skattaskjóli um 6,9% hlut í Heimavöllum og einn eigandinn spilaði lykilhlutverk í „Stím-málinu“ svokallaða þar sem fyrrverandi forstjóri Glitnis, Lárus Welding, var dæmdur í fimm ára fangelsi.

Fjölmargir hafa lýst yfir áhyggjum sínum af þróun leiguverðs hér á landi en kaup fasteignafélaga á gríðarstórum eignasöfnum Íbúðalánasjóðs hafa ekki verið til þess fallin að sefa þær. Þannig hafa hundruð eigna færst á hendur örfárra fyrirtækja sem stjórna leiguverði á stórum svæðum og í raun á öllu landinu. Heimavellir er eitt þessara leigufélaga sem nú stjórna leiguverði en það á eignir á höfuðborgarsvæðinu, Vestfjörðum, Vesturlandi og heilu fjölbýlishúsin í Borgarnesi, á Akranesi, í Þorlákshöfn, Selfossi og nú í Reykjanesbæ. Markmið Heimavalla er að fara með fyrirtækið á opinn hlutabréfamarkað og er búist við því að það verði að veruleika á næsta ári.

Milljarðar í boði kvótakerfisins

Blaðamaður Stundarinnar kafaði ofan í eignarhald Heimavalla en þar kom ýmislegt áhugavert í ljós. Ekki liggur fyrir að eigendurnir séu nákvæmlega fimmtíu og tveir en félagið sem heldur utan um starfsemina hefur ekki skilað ársreikningi, en það var stofnað á síðasta ári. Stærstu eigendurnir eru Stálskip ehf. með 14,30 prósenta hlut, Sjóvá Almennar tryggingar hf. með 9,10% hlut, Túnfljót ehf. með 8,60% hlut, Brimgarðar ehf. með 6,90% hlut, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda með 5,40% hlut og síðan eiga óþekktir hluthafar 55,70% hlut.

Eigendur Stálskips ehf., sem fara með 14,30 prósenta hlut í Heimavöllum, eru kvótahjónin Guðrún Lárusdóttir og Ágúst Sigurðsson, ásamt þremur dætrum sínum, þeim Jenný, Ólafíu Láru og Helgu. Hjónin hafa hagnast gríðarlega á íslenska kvótakerfinu frá því fyrirtækið var stofnað árið 1970 en þau ákváðu að selja veiðiheimildir sínar í ársbyrjun 2014. Veiðiheimildir í íslenskri lögsögu voru seldar til Síldarvinnslunnar og Gjögurs en úthafsheimildir til Útgerðarfélags Akureyringa. Togarinn Þór HF var seldur til Rússlands.

Stálskip ehf. var skuldlaust þegar kvótinn og togarinn Þór HF var seldur en ekki liggur fyrir hvað fyrirtækið fékk fyrir söluna. Viðskiptablaðið greindi frá því að árið 2013 hefði fyrirtækið átt 2,5 milljarða á bankabók. Heimildir fjölmiðla á tíma sölunnar voru á þann veg að hjónin hefðu staðið uppi með þrettán milljarða króna eftir söluna og að kvótinn hefði verið seldur á átta milljarða.

Ríkisaðstoð, lykilvitni og huldufélag

Eigandi Brimgarða, sem fer með 6,90 prósenta hlut í Heimavöllum, er Langisjór ehf., en eigendur þess félags eru systkinin Halldór Páll, Gunnar Þór, Guðný Edda og Eggert Árni Gíslabörn. Þau eiga hvert 10 prósent í Langasjó ehf. en hin sextíu prósentin á félagið Coldrock Investments Limited. Systkinin hafa viðurkennt í fjölmiðlum að eiga erlenda félagið sem er skráð í skattaskjóli á Möltu. Þau eru umsvifamikil í íslensku viðskiptalífi og landbúnaði og hafa hagnast vel á stuðningi ríkisins vegna kjúklingaræktar og sölu svínakjöts en Langisjór er eigandi Matfugls, grænmetissölufyrirtækisins Mata, Síldar og fisks og Salathússins.

Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, greindi frá því fyrr á þessu ári að Langisjór hafi árið 2014 greitt rúmlega 800 milljónir króna til hluthafa og því hafi erlenda félagið á Möltu fengið um það bil 485 milljónir króna í sinn hlut. Þá segir einnig að Langisjór sé stærsti kjúklingabóndi landsins og fær því ríkulegan stuðning stjórnvalda. Ekki sé um að ræða beina styrki úr ríkissjóði heldur fær atvinnugreinin stuðning af tollvernd. Gunnari Smára reiknaðist þannig til að samanlagður stuðningur neytenda við fyrirtæki Langasjávar, í gegnum tollvernd og hátt verð, væri í kringum 2,5 til 2,9 milljarðar króna árlega.

Eigandi Túnfljóts, sem fer með 8,60 prósenta hlut í Heimavöllum, er vel þekktur í viðskiptaheiminum en hann var lykilvitni sérstaks saksóknara í hinu fræga „Stím-máli“ eins og það var kallað. Hann heitir Magnús Pálmi Örnólfsson og bar vitni gegn sínum gömlu vinnufélögum gegn því að fá friðhelgi. Magnús Pálmi var forstöðumaður gjaldeyrismiðlunar Glitnis fyrir bankahrun. Hann hafði stöðu grunaðs manns í rannsókninni á sínum tíma sem snerist um tugmilljarða króna lán bankans til eignarhaldsfélagsins Stím. Það var gert svo félagið gæti sjálft keypt hlutabréf í bankanum og FL Group, sem bankinn átti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu