„Ég hef svo sem engan sérstakan áhuga á að taka daginn í að ræða málefni aldraðra og öryrkja,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, eftir að vikið hafði verið að kjaramálum í umræðum í Kryddsíldinni í dag.
Bjarni lét orðin falla eftir að Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, höfðu gagnrýnt stjórnarmeirihlutann fyrir að gera ekki nægilega vel við aldraða og öryrkja í fjárlögum. Stjórnarandstaðan beitti sér fyrir því á haustþingi að elli- og örorkulífeyrir almannatrygginga yrði látinn hækka afturvirkt, líkt og lægstu laun á samningstíma kjarasamninga sem miða við 300 þúsund krónur á mánaði. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins lögðust gegn þessu.
Athugasemdir