Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gunnar Smári sakar Viðskiptablaðið um „tóma þvælu“

Frétta­tím­inn verð­ur sett­ur í þrot á næstu dög­um sam­kvæmt ákvörð­un hlut­hafa. Gunn­ar Smári Eg­ils­son seg­ir frétt um að hann eigi 40 millj­óna króna kröfu í út­gáfu­fé­lag Frétta­tím­ans þvælu.

Gunnar Smári sakar Viðskiptablaðið um „tóma þvælu“
Gunnar Smári Egilsson Kannast ekki við kröfur í Morgundag ehf., útgáfufélag Fréttatímans, en staðfestir að félagið verði sett í þrot á næstu dögum. Mynd: Sigtryggur Ari / DV

„Það er allt í þessari frétt sem er rangt, ef ég væri blaðamaður myndi ég ekki byggja á henni,“ segir Gunnar Smári Egilsson um frétt sem birtist í Viðskiptablaðinu í morgun þar sem hann er sagður eiga 40 milljóna króna kröfu á útgáfufélag Fréttatímans. Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóri Fréttatímans, tekur undir með Gunnari Smára og segist ekki kannast við þessar tölur.

Í samtali við Stundina staðfestir Gunnar Smári, fyrrverandi útgefandi og annar ritsjóra Fréttatímans, að Morgundagur ehf., útgáfufélag Fréttatímans verði sett í þrot á næstu dögum. Óvissa hefur ríkt um framtíð Fréttatímans frá því síðasta blað kom út þann 7. apríl síðastliðinn. „Hluthafar samþykktu að fara með það í þrot, og verður líklega gert á næstu dögum,“ segir Gunnar Smári.

Gunnar Smári fullyrðir að 40 milljóna króna krafan sem Viðskiptablaðið fjallar um eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. Hann segist ekki hafa fengið greidd laun og býst ekki við að fá greitt fimm milljón króna lán sem hann kveðst hafa lánað útgáfufélaginu fyrir nokkrum mánuðum. „Eins og allir yfirmenn, fyrir utan einn, hef ég ekki fengið greidd laun,“ segir Gunnar Smári.

Valdimar Birgisson staðfestir að Þóra Tómasdóttir, annar ritstjóri blaðsins, sé eini yfirmaðurinn sem hafi fengið greidd laun, en enn hafa nokkrir almennir starfsmenn ekki fengið greitt. Eftir því sem Stundin kemst næst voru þeir sem fengu greidd laun þeir starfsmenn sem unnu við síðasta útgefna tölublað Fréttatímans, sem kom út 7. apríl. 

Bjarni Ólafsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins, segir í samtali við Stundina að heimildir sínar komi frá skjölum yfir skuldir Fréttatímans sem Valdimar Birgisson hefur afhent áhugasömum aðilum um rekstur blaðsins. Valdimar þvertekur fyrir þessa staðhæfingu og segir: „Þetta er ekki komið frá mér og ég kannast ekki við þessar tölur, þetta er bara rangt. Ég veit ekki hvaðan blaðamaður hefur þessar tölur.“

Blaðamanni Stundarinnar gafst ekki færi á að spyrja Valdimar nánar út í málið. „Heyrðu, ég verð að rjúka úr símanum,“ sagði hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár