Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Guðmundur Andri: „Þegar við búum til óða-kapítalisma fáum við óða kapítalista“

Rit­höf­und­ur­inn Guð­mund­ur Andri Thors­son skrif­ar um fjar­veru sína í Frétta­blað­inu síð­asta mánu­dag og grein Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar. Hef­ur ver­ið sagt að um mis­tök hafi ver­ið að ræða.

Guðmundur Andri: „Þegar við búum til óða-kapítalisma fáum við óða kapítalista“

„Einhvern daginn kemur að því að manni þyki nóg komið af þessum skrifum – eða blaðinu – en það er óneitanlega skemmtilegra að enda svo langa og ánægjulega samfylgd með öðrum hætti en þessum,“ skrifar Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur í föstum pistli í Fréttablaðinu í morgun. Hér er hann að tala um þá staðreynd að í síðustu viku var pistli hans sleppt úr blaðinu og í stað birtur pistill eiginmanns aðaleiganda 365, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. „Mér hefur verið sagt að þar hafi verið um mistök að ræða og ég tek til greina skýringar ritstjórnar. Óþarfi að gera meira veður út af því,“ skrifar rithöfundurinn. 

Gagnrýnir ritstjóra

Guðmundur Andri gerir grein Jóns Ásgeirs, þar sem hann gagnrýnir dómstóla og sérstakan saksóknara vegna dómsmáls gegn honum sjálfum, að umfjöllunarefni í pistli sínum. „Hins vegar má lesa grein Jóns Ásgeirs í samhengi við ýmsar aðrar greinar, fréttir og frásagnir sem saman mynda nokkurs konar „Allsherjarsögu“ sem haldið er að okkur um þessar mundir á ýmsum vettvangi. Sagan er eitthvað á þá leið að sérstakur saksóknari standi fyrir ofsóknum á hendur fyrrverandi bankamönnum og athafnamönnum og Hæstiréttur Íslands taki þátt í þeim, til að friða blóðþyrstan almenning – og náttúrlega Evu Joly, það voðalega kvendi sem stundum er nefnd til sögunnar sem helsti skúrkur Hrunmálanna. Geirfinnsmálið hefur þráfaldlega verið nefnt til samanburðar af talsmönnum sakborninga, nú síðast Eggerti Skúlasyni,“ skrifar Guðmundur Andri. Þess má geta að Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365, er ein þeirra sem hefur líkt rannsóknum sérstaks saksóknara við Geirfinnsmálið. Þá hefur hún einnig gagnrýnt sérstakan saksóknara og Hæstarétt fyrir rannsóknir og dóma í efnahagsbrotamálum, meðal annars á meintum brotum Jóns Ásgeirs. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár