Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Guðmundur Andri: „Þegar við búum til óða-kapítalisma fáum við óða kapítalista“

Rit­höf­und­ur­inn Guð­mund­ur Andri Thors­son skrif­ar um fjar­veru sína í Frétta­blað­inu síð­asta mánu­dag og grein Jóns Ás­geirs Jó­hann­es­son­ar. Hef­ur ver­ið sagt að um mis­tök hafi ver­ið að ræða.

Guðmundur Andri: „Þegar við búum til óða-kapítalisma fáum við óða kapítalista“

„Einhvern daginn kemur að því að manni þyki nóg komið af þessum skrifum – eða blaðinu – en það er óneitanlega skemmtilegra að enda svo langa og ánægjulega samfylgd með öðrum hætti en þessum,“ skrifar Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur í föstum pistli í Fréttablaðinu í morgun. Hér er hann að tala um þá staðreynd að í síðustu viku var pistli hans sleppt úr blaðinu og í stað birtur pistill eiginmanns aðaleiganda 365, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. „Mér hefur verið sagt að þar hafi verið um mistök að ræða og ég tek til greina skýringar ritstjórnar. Óþarfi að gera meira veður út af því,“ skrifar rithöfundurinn. 

Gagnrýnir ritstjóra

Guðmundur Andri gerir grein Jóns Ásgeirs, þar sem hann gagnrýnir dómstóla og sérstakan saksóknara vegna dómsmáls gegn honum sjálfum, að umfjöllunarefni í pistli sínum. „Hins vegar má lesa grein Jóns Ásgeirs í samhengi við ýmsar aðrar greinar, fréttir og frásagnir sem saman mynda nokkurs konar „Allsherjarsögu“ sem haldið er að okkur um þessar mundir á ýmsum vettvangi. Sagan er eitthvað á þá leið að sérstakur saksóknari standi fyrir ofsóknum á hendur fyrrverandi bankamönnum og athafnamönnum og Hæstiréttur Íslands taki þátt í þeim, til að friða blóðþyrstan almenning – og náttúrlega Evu Joly, það voðalega kvendi sem stundum er nefnd til sögunnar sem helsti skúrkur Hrunmálanna. Geirfinnsmálið hefur þráfaldlega verið nefnt til samanburðar af talsmönnum sakborninga, nú síðast Eggerti Skúlasyni,“ skrifar Guðmundur Andri. Þess má geta að Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri 365, er ein þeirra sem hefur líkt rannsóknum sérstaks saksóknara við Geirfinnsmálið. Þá hefur hún einnig gagnrýnt sérstakan saksóknara og Hæstarétt fyrir rannsóknir og dóma í efnahagsbrotamálum, meðal annars á meintum brotum Jóns Ásgeirs. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár