Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Gilbert hryggbrotinn eftir árásina við Smáralind

Fjöldi manna réðst á Gil­bert Sig­urðs­son fyr­ir ut­an versl­un­ar­mið­stöð­ina í gær. Hann seg­ir að rönt­gen­mynda­taka hafi leitt í ljós tvö bein­brot. Gil­bert seg­ir að Hilm­ar Leifs­son og son­ur hans hafi ver­ið hvata­menn árás­ar­inn­ar, en Hilm­ar hef­ur aðra sögu að segja.

Gilbert hryggbrotinn eftir árásina við Smáralind
Hilmar Leifsson Sævar Örn er sonur Hilmars Leifssonar sem réðst á Gilbert fyrir utan Laugar síðasta sumar. Mynd: Pressphotos/Geirix

Gilbert Sigurðsson er með brot á einum hryggjarlið og annað brot á fæti eftir hrottalega árás fyrir utan Smáralind í gær. Í samtali við Stundina segir Gilbert beinbrotin hafa komið í ljós við röntgenmyndatöku á Landsspítalanum. Hann hefur kært málið til lögreglu. Gilbert segir árásarmenn hafa verið sjö talsins en ekki fimm líkt og kom fram í frétt DV í gær.

Mennirnir réðust á Gilbert með ýmsum bareflum svo sem hafnaboltakylfu og stálröri rétt fyrir fimmleytið í gær. Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns er einn grunaðra árásarmanna í haldi lögreglu. Hann segir að rannsókna málsins sé á frumstigi.

Að sögn Gilberts var forsprakki árásarinnar Sævar Örn Hilmarsson, sonur Hilmars Leifssonar, en Gilbert hefur áður kært Sævar fyrir morðhótun. Hilmar hefur átt í deilum við Gilbert um nokkurt skeið og réðst Hilmar sjálfur á Gilbert fyrir utan Laugar síðasta sumar. Hilmar var háttsettur í glæpasamtökunum Hells Angels um skeið. Gilbert segir Hilmar standa að baki nýjustu árásinni.

„Nú kemur hann og ætlar að klára leikinn.“

„Þessi sami maður hótaði mér morðhótun. Nú kemur hann og ætlar að klára leikinn. Þetta endar með þessu. Ég hélt uppi vörnum en þetta endaði með því að ég er hryggbrotinn,“ segir Gilbert.

Hilmar neitar aðkomu

Stundin náði tali af Hilmari Leifssyni og vísar hann frásögn Gilberts á bug. Hann segist ekki hafa haft neina aðkomu að málinu. „Þetta byrjar á því að Gilbert fer og skilur bílinn sinn eftir í gangi fyrir utan og fer inn til að berja tvítugan dreng. Hann lemur þann strák. Í framhaldi af því er hringt og vinir hans koma á staðinn. Sævar var með í því en það voru tveir menn sem lentu í átökum við hann Gilbert. Hinir stóðu hjá og Sævar minn stóð hjá og gerði ekki neitt,“ segir Hilmar Leifsson. Líkt og fyrr segir stangast þessi lýsing á við lýsingu Gilberts. 

Hótanir frá Litla-Hrauni

Líkt og fyrr segir hefur Gilbert áður kært Sævar Örn fyrir hótun og fjallaði Stundin um það í júlímánuði. Hótanirnar bárust í gegnum Facebook í mars og apríl í fyrra. Þegar skilaboðin voru send var Sævar Örn í afplánun á Litla-Hrauni.

Stundin hefur undir höndum afrit af skilaboðunum sem voru kærð til lögreglu. Í fyrri skilaboðunum segir: „Þú er nú meiri fokkkking ræfillinn sökkerpunsar 60 kall og hleypur í burtu eins og fokkking hræ í öðrum skónum þettaa er fokkking pabbi ég skal fokkking slatra þer fríkið þótt ég þurfi að eyða restinni af æviinnni herna innni ég fokkkking slatra þér fokkkking kryppplingurinn þiinnn það er fokkking loforð.“

Þegar talað er um „sökkerpuns“ vísar Sævar í atvik sem átti sér stað á Kaffi Mílanó í fyrra, þar sem slagsmál brutust út á milli Gilberts og Hilmars.

Í seinni skilaboðunum er maðurinn varaður við aðgerðum gegn Hilmari: „Þú reðst a pabba minn af engri helvitis astæðu ef þið eruð að plana eh gegn pabba minum drep eg ykkur alla og þig fyrst ekki vera svona heimskur af engri astæðu nóg að okkur lenti saman en þetta er komið gott hvað a pabbi minn sem er 60 að nenna að þurfa standa í svona kjæftæði hann er með fjölskyldu en eg lofa þer því [...] eg er svo mikill pabba strakur að eg hugsa mig ekki tvisar um 16 ara dom fyrir hann svo þú vitir það bara látttu þetta kjurt ligggja.“

Skammbyssa, sterar og exi

Sævar er 22 ára, en þrátt fyrir ungan aldur er hann með marga dóma á bakinu. Í maí í fyrra var hann dæmdur í 16 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás, þjófnað og fjölmörg umferðarlagabrot.

Í dómnum kemur fram að umtalsvert magn ólöglegs varnings var gerður upptækur á bæði heimili hans og í bifreið hans. Þar má nefna úðavopn og slöngubyssu, haglabyssu, loftbyssu, skammbyssu, eftirlíkingu af skammbyssu, raflostbyssu og skotfæri, sem ekki voru geymd í aðskildum læstum hirslum, hnúajárn, exi, hníf með 18 cm löngu blaði, 3 hafnaboltakylfur, kylfu sem ekki var ætluð til íþróttaiðkunar, stunguhníf, anabólíska sterar, kannabislauf og 0,10 g af amfetamíni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu