Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Geir Haarde flytur erindi hjá umdeildri hugveitu

Sendi­herra Ís­lands í Banda­ríkj­un­um fund­ar með íhalds­sam­tök­un­um Her­ita­ge Foundati­on. Sam­tök­in beita sér fyr­ir mark­aðs­frelsi og gegn rík­is­af­skipt­um. Þau þiggja fé frá olíu-, tób­aks- og vopna­fyr­ir­tækj­um og berj­ast gegn að­gerð­um sem miða að því að stemma stigu við út­blæstri gróð­ur­húsaloft­teg­unda.

Geir Haarde flytur erindi hjá umdeildri hugveitu

Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, heldur erindi á samkomu hugveitunnar Heritage Foundation í Washington þann 18. ágúst næstkomandi. Á fundinum verður fjallað um tækifæri Bandaríkjanna á Norðurslóðum, stefnumörkun og starfsemi á svæðinu og möguleika annarra ríkja, einkum samstarfsaðila Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu.

Á fundinum, sem haldinn er í fyrirlestrasal Heritage-hugveitunnar, taka til máls þau Robert J. Papp, norðurslóðafulltrúi utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, Isaac Edwards, sem starfar fyrir bandaríska þingnefnd um auðlinda- og orkumál og Luke Coffey frá Frelsismiðstöð Margaret Thatcher. James E. Dean hjá Heritage-hugveitunni stýrir fundinum sem James Jay Carafon boðar til, en hann er fræðimaður hjá Heritage og jafnframt varaforseti stofnunarinnar Shelby Cullom Davis Institute for National Security and Foreign Policy.

Heritage Foundation er ein áhrifamesta hugveita Bandaríkjanna og ver á ári hverju gríðarlegum fjárhæðum í boðun markaðsfrelsis, lágmarksríkisafskipta, hefðbundinna fjölskyldugilda og sterkra hervarna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár