Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Geir Haarde flytur erindi hjá umdeildri hugveitu

Sendi­herra Ís­lands í Banda­ríkj­un­um fund­ar með íhalds­sam­tök­un­um Her­ita­ge Foundati­on. Sam­tök­in beita sér fyr­ir mark­aðs­frelsi og gegn rík­is­af­skipt­um. Þau þiggja fé frá olíu-, tób­aks- og vopna­fyr­ir­tækj­um og berj­ast gegn að­gerð­um sem miða að því að stemma stigu við út­blæstri gróð­ur­húsaloft­teg­unda.

Geir Haarde flytur erindi hjá umdeildri hugveitu

Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, heldur erindi á samkomu hugveitunnar Heritage Foundation í Washington þann 18. ágúst næstkomandi. Á fundinum verður fjallað um tækifæri Bandaríkjanna á Norðurslóðum, stefnumörkun og starfsemi á svæðinu og möguleika annarra ríkja, einkum samstarfsaðila Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu.

Á fundinum, sem haldinn er í fyrirlestrasal Heritage-hugveitunnar, taka til máls þau Robert J. Papp, norðurslóðafulltrúi utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, Isaac Edwards, sem starfar fyrir bandaríska þingnefnd um auðlinda- og orkumál og Luke Coffey frá Frelsismiðstöð Margaret Thatcher. James E. Dean hjá Heritage-hugveitunni stýrir fundinum sem James Jay Carafon boðar til, en hann er fræðimaður hjá Heritage og jafnframt varaforseti stofnunarinnar Shelby Cullom Davis Institute for National Security and Foreign Policy.

Heritage Foundation er ein áhrifamesta hugveita Bandaríkjanna og ver á ári hverju gríðarlegum fjárhæðum í boðun markaðsfrelsis, lágmarksríkisafskipta, hefðbundinna fjölskyldugilda og sterkra hervarna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár