Geir Haarde flytur erindi hjá umdeildri hugveitu

Sendi­herra Ís­lands í Banda­ríkj­un­um fund­ar með íhalds­sam­tök­un­um Her­ita­ge Foundati­on. Sam­tök­in beita sér fyr­ir mark­aðs­frelsi og gegn rík­is­af­skipt­um. Þau þiggja fé frá olíu-, tób­aks- og vopna­fyr­ir­tækj­um og berj­ast gegn að­gerð­um sem miða að því að stemma stigu við út­blæstri gróð­ur­húsaloft­teg­unda.

Geir Haarde flytur erindi hjá umdeildri hugveitu

Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, heldur erindi á samkomu hugveitunnar Heritage Foundation í Washington þann 18. ágúst næstkomandi. Á fundinum verður fjallað um tækifæri Bandaríkjanna á Norðurslóðum, stefnumörkun og starfsemi á svæðinu og möguleika annarra ríkja, einkum samstarfsaðila Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu.

Á fundinum, sem haldinn er í fyrirlestrasal Heritage-hugveitunnar, taka til máls þau Robert J. Papp, norðurslóðafulltrúi utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, Isaac Edwards, sem starfar fyrir bandaríska þingnefnd um auðlinda- og orkumál og Luke Coffey frá Frelsismiðstöð Margaret Thatcher. James E. Dean hjá Heritage-hugveitunni stýrir fundinum sem James Jay Carafon boðar til, en hann er fræðimaður hjá Heritage og jafnframt varaforseti stofnunarinnar Shelby Cullom Davis Institute for National Security and Foreign Policy.

Heritage Foundation er ein áhrifamesta hugveita Bandaríkjanna og ver á ári hverju gríðarlegum fjárhæðum í boðun markaðsfrelsis, lágmarksríkisafskipta, hefðbundinna fjölskyldugilda og sterkra hervarna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár