Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fyrrverandi starfsmaður gæludýrabúðar: „Þetta var eins og í hryllingsmynd“

Ír­is Lea Þor­steins­dótt­ir hætti að vinna í gælu­dýra­versl­un­inni Dýra­rík­inu þar sem henni mis­bauð að­stæð­ur dýr­anna. Hún birt­ir fjölda mynda úr bak­her­bergi versl­un­ar­inn­ar máli sínu til stuðn­ings. Næstráð­andi í versl­un­inni seg­ir mynd­irn­ar blekkj­andi.

Fyrrverandi starfsmaður gæludýrabúðar: „Þetta var eins og í hryllingsmynd“
Særð mús „Ég sá rosalega mikið slæmt þarna,“ segir fyrrverandi starfsmaður Dýraríkisins.

Fyrrverandi starfsmaður gæludýraverslunar, Íris Lea Þorsteinsdóttir, birtir myndir á Facebook-hópnum Hundasamfélagið þar sem sjá má hrikalega aðstæður dýra í bakherbergi dýrbúðarinnar Dýraríkisins.

Íris segir meðferðina á dýrunum vera eins og í hryllingsmynd. Búr séu bæði allt of smá og ekki þrifin, með þeim afleiðingum að dýrin þjáist af ýmsum kvillum. Hún segir að dýrum sé lógað með að setja þau í gamla súrgúrkukrukku með klóróformi. Íris hefur tilkynnt búðina til Matvælastofnunar.

Íris Lea Þorsteinsdóttir
Íris Lea Þorsteinsdóttir „Ég sá rosalega mikið slæmt þarna og ég bara tárast við að hugsa um það,“ segir Íris Lea.
 

„Ég sá rosalega mikið slæmt þarna og ég bara tárast við að hugsa um það. Þetta var bara hræðilegt. Þarna voru dýr sem voru rosalega veik og ég mátti ekki þrífa búrin, dýr sem voru sveppasýkingu á fótunum og áttu erfitt með að anda því þau voru að anda inn þvagi. Búrin voru það mygluð að það lá við að það væru sveppir að vaxa. Við vorum með búr sem voru jafnlítil og skókassi. Dýrin voru kannski með sex unga. Búrin eru svo léleg að fæturnir á dýrunum voru rosalega oft að klemmast. Ég var að fara með þau á mínum tíma til dýralæknis og borgaði það með mínum eigin peningum,“ segir Íris. 

Dýrunum lógað í krukku

Íris segir að nær öll búr í bakherberginu henti dýrunum mjög illa. „Dýrin voru að missa skottin og tærnar. Þetta var hræðilegt. Það voru alls konar sveppasýkingar,“ segir hún. 

„Hann sagði mér að horfa ekki á krukkuna.“

Íris lýsir aðferðum við að lóga dýrunum. „Þegar eigandinn lógaði dýrunum notaði hann bara stóra glerkrukku. Þetta var gömul krukka sem var mygluð og klístruð. Hann var með klóróform og hann hellti því í botninn og skellti dýrunum í botninn og lokaði krukkunni, þau sofnuðu og köfnuðu að lokum hægt og rólega því það komst ekkert súrefni í krukkuna. Hann sagði mér að horfa ekki á krukkuna. Þetta var ógeðslega skítugt, þetta var eins og í hryllingsmynd,“ segir Íris. Hún segir dýr svo sem páfagaukar og hamstrar hafi endaði í krukkunni.

Telur myndirnar blekkjandi

Eigandi búðarinnar er Gunnar Vilhelmsson. Stundin ræddi við Viktor Burkna Pálsson, starfsmann Dýraríkisins og næstráðanda í versluninni. Hann segir aðstæður dýranna, utan frávika, vera eðlilegar. Hann kannaðist við myndbirtingar úr dýrabúðina á samfélagsmiðlum. „Ég myndi segja að þessar myndir séu blekkjandi, í raun og veru. Að sjálfsögðu getur komið upp eitthvað sem þarf að þrífa sem situr á hakanum og þá eru teknar myndir. Það sorglega við þetta er að manneskjunnar sem sjá um að þrífa þetta og löbbuðu svo héðan út í fússi eru að birta þetta. Ég myndi segja að við værum að hugsa vel um dýrin,“ segir Burkni. Líkt og fyrr segir er eigandi Dýraríkisins Gunnar Vilhelmsson. Hann birtir myndbönd á Youtube og má sjá eitt þeirra hér fyrir neðan.

„Ég myndi segja að við værum að hugsa vel um dýrin“

Íris segist hins vegar hafa grátbeðið um að fá að þrífa búrin en verið neitað um það. „Eigandinn var að breyta til, setja parket á gólfið og þá var dýrunum ekkert sinnt, því það var svo mikil vinna í búðinni. Hann sagði að búðin gengi fyrir. Ég sagði á móti að það væru dýr að deyja vegna þess að það væri ekki verið að sinna þeim. Ég spurði hvort ég mætti fara og þrífa búrin. Ég þurfti að laumast á bak við og þrífa búin,“ segir Íris.

Lögfræðingur telur eftirliti ábótavant

Einn þeirra sem vakið hefur athygli á myndum úr dýrabúðinni er Árni Stefán Árnason lögmaður. Um er ræða myndir sem annar starfsmaður, sem vill ekki koma fram undir nafni, tók í bakherbergjum dýrabúðarinnar.. „Ég glöggvaði mig fljótlega á því að þarna var verið fara með sannindi og mátti til með að koma því á framfæri og vekja athygli á því hvernig ástandið er í þessum atvinnurekstri og hve eftirliti sé ábótavant. Mín sérfræðiþekking er á þessu sviði og tel ég það ekki á milli mála að þarna eru um refsivert athæfi að ræða,“ segir Árni. Hann segist hafa tilkynnt málið sjálfur til MAST í morgun.

Mjög alvarleg vanhirða á dýrunum

Stundin hafði samband við Hallgerði Hauksdóttur, formann Dýraverndarsambands Íslands. Hún segir að samtökunum hafi borist ábendingar vegna Dýraríkisins í dag og í gær. „Maður hefur velt fyrir sér aðstæðum í dýrabúðum en þetta er alltaf á bakvið. Ef við hefðum vitað hversu slæmt þetta væri þá hefðum við verið búin fyrir löngu að tala við MAST. Ég segi fólki að tala við MAST því það hefur stjórnsýslulegt vald til að bregðast við þessu, ekki við. Okkar mat er að miðað við þá stöðu sem er uppi þegar þessar myndir eru teknar þá sé þetta ótækt og mjög alvarleg vanhirða á dýrunum,“ segir Hallgerður.

Myglaður músaskítur
Myglaður músaskítur Íris bendir á langur tími þarf að líða á milli þrifa til að mygla komi á skítinn.
 

Slæmar aðstæður í búri naggríss
Slæmar aðstæður í búri naggríss Meira virðist vera af skít en sagi í búrinu.
 

Missti skotið
Missti skotið „Dýrin voru að missa skotin og tærnar,“ segir Íris.
 

Krukkan
Krukkan Í þessari krukku var smærri dýrum lógað.
 

Bakherbergið
Bakherbergið Búrum er staflað í bakherbergi búðarinnar.
 

 

Fuglabúr
Fuglabúr Drit þekur botn fuglabúrsins.
 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár