Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fyrrverandi ritstjóri vill milljón vegna fréttar um kvartanir undirmanna hans

Hauk­ur S. Magnús­son, frá­far­andi rit­stjóri Reykja­vík Grapevine, hef­ur feng­ið Vil­hjálm Vil­hjálms­son meið­yrða­lög­fræð­ing í sína þjón­ustu. Hauk­ur krefst þess að fá greidda millj­ón frá blaða­manni Stund­ar­inn­ar vegna frétt­ar um að þrír starfs­menn hefðu kvart­að und­an hon­um.

Fyrrverandi ritstjóri vill milljón vegna fréttar um kvartanir undirmanna hans

Fráfarandi ritstjóri The Reykjavík Grapevine, Haukur S. Magnússon, sem hætti störfum í kjölfar þess að þrír kvenkyns lærlingar blaðsins sendu útgefandanum bréf og kvörtuðu yfir samskiptum við hann, krefst milljón króna frá blaðamanni Stundarinnar fyrir að skrifa frétt um málið.

„Loksins tekist að segja upp“

Áslaug Karen Jóhannsdóttir
Áslaug Karen Jóhannsdóttir Blaðamaður Stundarinnar er krafinn um að greiða fráfarandi ritstjóra The Reykjavík Grapevine vegna þess að greint var frá umkvörtunum undirmanna hans vegna samskipta við hann.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent kröfubréf fyrir hönd Hauks, sem stílað er á Áslaugu Karen Jóhannsdóttur, blaðamann Stundarinnar. Þar er þess meðal annars krafist að hún greiði Hauki eina milljón króna í miskabætur fyrir að „meiða æru“ hans.

Í frétt Stundarinnar var greint frá aðdragandanum að brotthvarfi Hauks úr ritstjórastóli. Í síðasta leiðara sínum kvaðst Haukur hafa reynt lengi að hætta, en nú hefði honum „loksins tekist að segja upp, eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir.“

Lærlingar senda kvörtunarbréf til útgefanda

Þrír fyrrverandi starfsmenn blaðsins höfðu hins vegar kvartað til útgefanda blaðsins fyrir uppsögnina undan endurteknum kynferðislegum athugasemdum ritstjórans í sinn garð. Starfsmennirnir tilkynntu Hilmari Steini Grétarssyni útgefanda og Jóni Trausta Sigurðarsyni, nú ritstjóra, um samskiptin, meðal annars bréfleiðis. 

Sjálfur neitaði Haukur alfarið að óeðlileg samskipti hefðu átt sér stað þegar Stundin bar málið undir hann. „Ég vísa þessum ásökunum öllum eindregið á bug, enda eiga þær sér enga stoð í raunveruleikanum.“

Ummælin sem Vilhjálmur vill fá hnekkt fyrir dómi eru:

1. „Í öðru þeirra lýsir fyrrverandi samstarfskona Hauks ... alvarlegu atviki. Hún tekur einnig fram að hún hafi verið 0furölvi þegar atvikið átti sér stað. „Í grundvallaratriðum hélt hann áfram að snerta mig og hunsaði mig þegar ég sagði honum að þetta ætti ekki að gerast og að mér liði illa. Hann hlustaði ekki á mig.“

2. Þegar hún hafði áttað sig á því að um óeðlileg samskipti hafi verið að ræða hafi verið orðið of seint að kæra ...

Ummælin eru fengin úr bréfi lærlings The Reykjavík Grapevine til útgefanda blaðsins. Viðkomandi lærlingur kaus að hætta alfarið störfum fyrir Grapevine eftir samskipti við ritstjórann og atvik sem átti sér stað.

Bréf Vilhjálms
Bréf Vilhjálms Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent bréf fyrir hönd fyrrverandi ritstjóra The Reykjavík Grapevine og farið fram á milljón króna frá blaðamanni Stundarinnar.

„Þú biðjist afsökunar“

Leitaði til Vilhjálms
Leitaði til Vilhjálms Haukur leitaði til lögmanns vegna fréttar þar sem greint var frá því að lærlingar hefðu kvartað undan framgöngu hans. Vilhjálmur hefur sérhæft sig í meiðyrðamál gegn blaðamönnum.

Í bréfi Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns er gefinn frestur til föstudags með að biðja Hauk afsökunar og greiða honum milljónina:

„Með ofangreindum ummælum er umbjóðanda mínum gefið að sök alvarlegt kynferðisbrot sem átti sér aldrei stað. Ummælin fela í sér ásökun um refsiverða háttsemi og eru til þess fallin að meiða æru umbjóðanda míns. Þess er krafist að þú biðjist afsökunar á ummælunum, dragir þau til baka og viðurkennir að þau séu röng. Þess er krafist að afsökunarbeiðnin verði birt á áberandi stað í næsta tölublaði Stundarinnar og á www.stundin.is. Þá er þess krafist að þú greiðir umbjóðanda mínum krónur 1.000.000 í miskabætur.“

Athugasemd ritstj. 

Frétt Stundarinnar sneri að umkvörtunum þriggja kvenkyns lærlinga Reykjavík Grapevine, sem greindu útgefanda blaðsins frá óeðlilegri framkomu ritstjóra í þeirra garð. Stundin hefur undir höndum sannanir fyrir kynferðislegum athugasemdum, sem og tvö kvörtunarbréf. Ritstjóri ber ábyrgð á því sem yfirmaður að gæta að eigin framkomu gagnvart starfsfólki, með þeim hætti að þeir upplifi ekki að brotið sé gegn þeim í samskiptum. Sú staðreynd að þrír fyrrverandi undirmenn ritstjóra hafi upplifað kynferðislega áreitni, og geta vísað í gögn til vitnis um það, ætti að vera nóg til að fá ritstjórann til að íhuga að biðjast sjálfur afsökunar fremur en að krefjast afsökunarbeiðni sjálfum sér til handa. Stundin og blaðamaður Stundarinnar hafna kröfu um að greiða Hauki milljón króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu