Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fyrrverandi ritstjóri vill milljón vegna fréttar um kvartanir undirmanna hans

Hauk­ur S. Magnús­son, frá­far­andi rit­stjóri Reykja­vík Grapevine, hef­ur feng­ið Vil­hjálm Vil­hjálms­son meið­yrða­lög­fræð­ing í sína þjón­ustu. Hauk­ur krefst þess að fá greidda millj­ón frá blaða­manni Stund­ar­inn­ar vegna frétt­ar um að þrír starfs­menn hefðu kvart­að und­an hon­um.

Fyrrverandi ritstjóri vill milljón vegna fréttar um kvartanir undirmanna hans

Fráfarandi ritstjóri The Reykjavík Grapevine, Haukur S. Magnússon, sem hætti störfum í kjölfar þess að þrír kvenkyns lærlingar blaðsins sendu útgefandanum bréf og kvörtuðu yfir samskiptum við hann, krefst milljón króna frá blaðamanni Stundarinnar fyrir að skrifa frétt um málið.

„Loksins tekist að segja upp“

Áslaug Karen Jóhannsdóttir
Áslaug Karen Jóhannsdóttir Blaðamaður Stundarinnar er krafinn um að greiða fráfarandi ritstjóra The Reykjavík Grapevine vegna þess að greint var frá umkvörtunum undirmanna hans vegna samskipta við hann.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent kröfubréf fyrir hönd Hauks, sem stílað er á Áslaugu Karen Jóhannsdóttur, blaðamann Stundarinnar. Þar er þess meðal annars krafist að hún greiði Hauki eina milljón króna í miskabætur fyrir að „meiða æru“ hans.

Í frétt Stundarinnar var greint frá aðdragandanum að brotthvarfi Hauks úr ritstjórastóli. Í síðasta leiðara sínum kvaðst Haukur hafa reynt lengi að hætta, en nú hefði honum „loksins tekist að segja upp, eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir.“

Lærlingar senda kvörtunarbréf til útgefanda

Þrír fyrrverandi starfsmenn blaðsins höfðu hins vegar kvartað til útgefanda blaðsins fyrir uppsögnina undan endurteknum kynferðislegum athugasemdum ritstjórans í sinn garð. Starfsmennirnir tilkynntu Hilmari Steini Grétarssyni útgefanda og Jóni Trausta Sigurðarsyni, nú ritstjóra, um samskiptin, meðal annars bréfleiðis. 

Sjálfur neitaði Haukur alfarið að óeðlileg samskipti hefðu átt sér stað þegar Stundin bar málið undir hann. „Ég vísa þessum ásökunum öllum eindregið á bug, enda eiga þær sér enga stoð í raunveruleikanum.“

Ummælin sem Vilhjálmur vill fá hnekkt fyrir dómi eru:

1. „Í öðru þeirra lýsir fyrrverandi samstarfskona Hauks ... alvarlegu atviki. Hún tekur einnig fram að hún hafi verið 0furölvi þegar atvikið átti sér stað. „Í grundvallaratriðum hélt hann áfram að snerta mig og hunsaði mig þegar ég sagði honum að þetta ætti ekki að gerast og að mér liði illa. Hann hlustaði ekki á mig.“

2. Þegar hún hafði áttað sig á því að um óeðlileg samskipti hafi verið að ræða hafi verið orðið of seint að kæra ...

Ummælin eru fengin úr bréfi lærlings The Reykjavík Grapevine til útgefanda blaðsins. Viðkomandi lærlingur kaus að hætta alfarið störfum fyrir Grapevine eftir samskipti við ritstjórann og atvik sem átti sér stað.

Bréf Vilhjálms
Bréf Vilhjálms Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent bréf fyrir hönd fyrrverandi ritstjóra The Reykjavík Grapevine og farið fram á milljón króna frá blaðamanni Stundarinnar.

„Þú biðjist afsökunar“

Leitaði til Vilhjálms
Leitaði til Vilhjálms Haukur leitaði til lögmanns vegna fréttar þar sem greint var frá því að lærlingar hefðu kvartað undan framgöngu hans. Vilhjálmur hefur sérhæft sig í meiðyrðamál gegn blaðamönnum.

Í bréfi Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns er gefinn frestur til föstudags með að biðja Hauk afsökunar og greiða honum milljónina:

„Með ofangreindum ummælum er umbjóðanda mínum gefið að sök alvarlegt kynferðisbrot sem átti sér aldrei stað. Ummælin fela í sér ásökun um refsiverða háttsemi og eru til þess fallin að meiða æru umbjóðanda míns. Þess er krafist að þú biðjist afsökunar á ummælunum, dragir þau til baka og viðurkennir að þau séu röng. Þess er krafist að afsökunarbeiðnin verði birt á áberandi stað í næsta tölublaði Stundarinnar og á www.stundin.is. Þá er þess krafist að þú greiðir umbjóðanda mínum krónur 1.000.000 í miskabætur.“

Athugasemd ritstj. 

Frétt Stundarinnar sneri að umkvörtunum þriggja kvenkyns lærlinga Reykjavík Grapevine, sem greindu útgefanda blaðsins frá óeðlilegri framkomu ritstjóra í þeirra garð. Stundin hefur undir höndum sannanir fyrir kynferðislegum athugasemdum, sem og tvö kvörtunarbréf. Ritstjóri ber ábyrgð á því sem yfirmaður að gæta að eigin framkomu gagnvart starfsfólki, með þeim hætti að þeir upplifi ekki að brotið sé gegn þeim í samskiptum. Sú staðreynd að þrír fyrrverandi undirmenn ritstjóra hafi upplifað kynferðislega áreitni, og geta vísað í gögn til vitnis um það, ætti að vera nóg til að fá ritstjórann til að íhuga að biðjast sjálfur afsökunar fremur en að krefjast afsökunarbeiðni sjálfum sér til handa. Stundin og blaðamaður Stundarinnar hafna kröfu um að greiða Hauki milljón króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu