Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fyrrverandi ritstjóri vill milljón vegna fréttar um kvartanir undirmanna hans

Hauk­ur S. Magnús­son, frá­far­andi rit­stjóri Reykja­vík Grapevine, hef­ur feng­ið Vil­hjálm Vil­hjálms­son meið­yrða­lög­fræð­ing í sína þjón­ustu. Hauk­ur krefst þess að fá greidda millj­ón frá blaða­manni Stund­ar­inn­ar vegna frétt­ar um að þrír starfs­menn hefðu kvart­að und­an hon­um.

Fyrrverandi ritstjóri vill milljón vegna fréttar um kvartanir undirmanna hans

Fráfarandi ritstjóri The Reykjavík Grapevine, Haukur S. Magnússon, sem hætti störfum í kjölfar þess að þrír kvenkyns lærlingar blaðsins sendu útgefandanum bréf og kvörtuðu yfir samskiptum við hann, krefst milljón króna frá blaðamanni Stundarinnar fyrir að skrifa frétt um málið.

„Loksins tekist að segja upp“

Áslaug Karen Jóhannsdóttir
Áslaug Karen Jóhannsdóttir Blaðamaður Stundarinnar er krafinn um að greiða fráfarandi ritstjóra The Reykjavík Grapevine vegna þess að greint var frá umkvörtunum undirmanna hans vegna samskipta við hann.

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent kröfubréf fyrir hönd Hauks, sem stílað er á Áslaugu Karen Jóhannsdóttur, blaðamann Stundarinnar. Þar er þess meðal annars krafist að hún greiði Hauki eina milljón króna í miskabætur fyrir að „meiða æru“ hans.

Í frétt Stundarinnar var greint frá aðdragandanum að brotthvarfi Hauks úr ritstjórastóli. Í síðasta leiðara sínum kvaðst Haukur hafa reynt lengi að hætta, en nú hefði honum „loksins tekist að segja upp, eftir nokkrar misheppnaðar tilraunir.“

Lærlingar senda kvörtunarbréf til útgefanda

Þrír fyrrverandi starfsmenn blaðsins höfðu hins vegar kvartað til útgefanda blaðsins fyrir uppsögnina undan endurteknum kynferðislegum athugasemdum ritstjórans í sinn garð. Starfsmennirnir tilkynntu Hilmari Steini Grétarssyni útgefanda og Jóni Trausta Sigurðarsyni, nú ritstjóra, um samskiptin, meðal annars bréfleiðis. 

Sjálfur neitaði Haukur alfarið að óeðlileg samskipti hefðu átt sér stað þegar Stundin bar málið undir hann. „Ég vísa þessum ásökunum öllum eindregið á bug, enda eiga þær sér enga stoð í raunveruleikanum.“

Ummælin sem Vilhjálmur vill fá hnekkt fyrir dómi eru:

1. „Í öðru þeirra lýsir fyrrverandi samstarfskona Hauks ... alvarlegu atviki. Hún tekur einnig fram að hún hafi verið 0furölvi þegar atvikið átti sér stað. „Í grundvallaratriðum hélt hann áfram að snerta mig og hunsaði mig þegar ég sagði honum að þetta ætti ekki að gerast og að mér liði illa. Hann hlustaði ekki á mig.“

2. Þegar hún hafði áttað sig á því að um óeðlileg samskipti hafi verið að ræða hafi verið orðið of seint að kæra ...

Ummælin eru fengin úr bréfi lærlings The Reykjavík Grapevine til útgefanda blaðsins. Viðkomandi lærlingur kaus að hætta alfarið störfum fyrir Grapevine eftir samskipti við ritstjórann og atvik sem átti sér stað.

Bréf Vilhjálms
Bréf Vilhjálms Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent bréf fyrir hönd fyrrverandi ritstjóra The Reykjavík Grapevine og farið fram á milljón króna frá blaðamanni Stundarinnar.

„Þú biðjist afsökunar“

Leitaði til Vilhjálms
Leitaði til Vilhjálms Haukur leitaði til lögmanns vegna fréttar þar sem greint var frá því að lærlingar hefðu kvartað undan framgöngu hans. Vilhjálmur hefur sérhæft sig í meiðyrðamál gegn blaðamönnum.

Í bréfi Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns er gefinn frestur til föstudags með að biðja Hauk afsökunar og greiða honum milljónina:

„Með ofangreindum ummælum er umbjóðanda mínum gefið að sök alvarlegt kynferðisbrot sem átti sér aldrei stað. Ummælin fela í sér ásökun um refsiverða háttsemi og eru til þess fallin að meiða æru umbjóðanda míns. Þess er krafist að þú biðjist afsökunar á ummælunum, dragir þau til baka og viðurkennir að þau séu röng. Þess er krafist að afsökunarbeiðnin verði birt á áberandi stað í næsta tölublaði Stundarinnar og á www.stundin.is. Þá er þess krafist að þú greiðir umbjóðanda mínum krónur 1.000.000 í miskabætur.“

Athugasemd ritstj. 

Frétt Stundarinnar sneri að umkvörtunum þriggja kvenkyns lærlinga Reykjavík Grapevine, sem greindu útgefanda blaðsins frá óeðlilegri framkomu ritstjóra í þeirra garð. Stundin hefur undir höndum sannanir fyrir kynferðislegum athugasemdum, sem og tvö kvörtunarbréf. Ritstjóri ber ábyrgð á því sem yfirmaður að gæta að eigin framkomu gagnvart starfsfólki, með þeim hætti að þeir upplifi ekki að brotið sé gegn þeim í samskiptum. Sú staðreynd að þrír fyrrverandi undirmenn ritstjóra hafi upplifað kynferðislega áreitni, og geta vísað í gögn til vitnis um það, ætti að vera nóg til að fá ritstjórann til að íhuga að biðjast sjálfur afsökunar fremur en að krefjast afsökunarbeiðni sjálfum sér til handa. Stundin og blaðamaður Stundarinnar hafna kröfu um að greiða Hauki milljón króna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
7
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
10
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
7
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
5
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár