Viðreisn, yngsti stjórnmálaflokkur landsins, mælist með 9,1 prósents fylgi einungis tveimur vikum eftir stofnfund flokksins og er samkvæmt skoðanakönnunum með meira fylgi en Samfylkingin. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir stefnumál flokksins greinilega falla kjósendum vel í geð. „Ég er mjög ánægður með hvað við höfum fengið góðar viðtökur miðað við hvað er stutt síðan við fórum af stað,“ segir Benedikt í samtali við Stundina. Aðdragandinn að stofnun flokksins hefur hins vegar verið langur en hópurinn spratt upp úr mótmælunum vorið 2014 við ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra, um að slíta viðræðum við Evrópusambandið án þess að spyrja hvorki þing né þjóð. Hópurinn að baki Viðreisn samanstendur að miklu leyti af fyrrverandi sjálfstæðismönnum, höllum undir Evrópusambandsaðild, og leggur meðal annars áherslu á að þjóðin fái strax að kjósa um hvort ljúka skuli viðræðum um fulla aðild að Evrópusambandinu.
Pláss fyrir frjálslyndan hægriflokk
Hulda Þórisdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hélt erindi á stofnfundi Viðreisnar þann 24. maí síðastliðinn þar sem hún fór meðal annars yfir gögn úr skoðanakönnunum. „Það virðist vera
Athugasemdir