Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fylgi Viðreisnar ört vaxandi

Fylgi Við­reisn­ar hef­ur auk­ist jafnt og þétt á síð­ustu mán­uð­um og er nú kom­ið upp í 9,1 pró­sent. Lektor í stjórn­mála­fræði seg­ir pláss fyr­ir frjáls­lynd­an hægri­flokk sem muni að lík­ind­um stela fylgi frá Sjálf­stæð­is­flokki, Sam­fylk­ingu og Pír­öt­um. Við­reisn hyggst bjóða fram í öll­um kjör­dæm­um en enn er hins veg­ar með öllu óljóst hverj­ir munu leiða flokk­inn í kom­andi kosn­ing­um.

Fylgi Viðreisnar ört vaxandi
Frá stofnfundi

Viðreisn, yngsti stjórnmálaflokkur landsins, mælist með 9,1 prósents fylgi einungis tveimur vikum eftir stofnfund flokksins og er samkvæmt skoðanakönnunum með meira fylgi en Samfylkingin. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir stefnumál flokksins greinilega falla kjósendum vel í geð. „Ég er mjög ánægður með hvað við höfum fengið góðar viðtökur miðað við hvað er stutt síðan við fórum af stað,“ segir Benedikt í samtali við Stundina. Aðdragandinn að stofnun flokksins hefur hins vegar verið langur en hópurinn spratt upp úr mótmælunum vorið 2014 við ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar, þáverandi utanríkisráðherra, um að slíta viðræðum við Evrópusambandið án þess að spyrja hvorki þing né þjóð. Hópurinn að baki Viðreisn samanstendur að miklu leyti af fyrrverandi sjálfstæðismönnum, höllum undir Evrópusambandsaðild, og leggur meðal annars áherslu á að þjóðin fái strax að kjósa um hvort ljúka skuli viðræðum um fulla aðild að Evrópusambandinu.  

Pláss fyrir frjálslyndan hægriflokk

Hulda Þórisdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hélt erindi á stofnfundi Viðreisnar þann 24. maí síðastliðinn þar sem hún fór meðal annars yfir gögn úr skoðanakönnunum. „Það virðist vera 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Ísland vaknar
6
GreiningÓgnir Íslands

Ís­land vakn­ar

Ís­land stend­ur frammi fyr­ir breyttu lands­lagi í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ut­an­rík­is­ráð­herra kynnti í vik­unni til­lögu að mót­un varn­ar­stefnu sem mið­ar að því að greina ógn­ir og varn­ar­bún­að. Gagn­rýn­end­ur telja stjórn­völd hafa van­rækt varn­ar­mál­in og ekki lag­að stefn­una að breytt­um veru­leika. Pró­fess­or sagði fyr­ir þrem­ur ár­um: „Þyrnirós svaf í heila öld: Hversu lengi ætl­um við að sofa á verð­in­um?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár