Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Framlög til Þjóðkirkjunnar aukast hlutfallslega meira en til Landspítalans

Fjár­laga­frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar ger­ir ráð fyr­ir tals­verðri hækk­un fram­laga til Þjóð­kirkj­unn­ar. Hlut­fall þeirra sem skráð­ir eru í Þjóð­kirkj­una fer hins veg­ar hratt lækk­andi.

Framlög til Þjóðkirkjunnar aukast hlutfallslega meira en til Landspítalans

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs munu framlög ríkissins til Þjóðkirkjunnar hækka um tæp 8,8 prósent frá síðasta ári. Til samanburðar hækka framlög ríkisins til Landspítalans um tæplega 7,3 prósent á milli ára.

Framlög til Landspítalans hækka um fjóra milljarða samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en forstjóri Landspítalans hefur sagt að spítalinn þurfi á 12 milljarða aukningu að halda vegna langtímaundirfjármögnunar, fjölgunar Íslendinga, viðhalds á tækjum, tækjakaupa, aldraðra, eldri bygginga, reksturs jáeindaskanna, leiðréttingar launa, kennslustarfa og fleira.

Fyrir utan 8,8 prósent aukningu á framlögum ríkisins til Þjóðkirkjunnar hækka sóknargjöld um tæplega 2,5 prósent og framlag ríkisins til Kirkjumálasjóðs og Jöfnunarsjóðs sókna hækkar einnig um tæp 2,5 prósent.

Sóknargjöld hækka - allir borga

Starfsstjórn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, leidd af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, lagði í gær fram frumvarp til fjárlaga 2017. Samkvæmt því munu framlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar nema 2.075,6 milljónum króna á næsta ári, en voru 1.907,6 milljónir króna í fyrra. Þá verða sóknargjöld hækkuð úr …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár