Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Framlög til Þjóðkirkjunnar aukast hlutfallslega meira en til Landspítalans

Fjár­laga­frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar ger­ir ráð fyr­ir tals­verðri hækk­un fram­laga til Þjóð­kirkj­unn­ar. Hlut­fall þeirra sem skráð­ir eru í Þjóð­kirkj­una fer hins veg­ar hratt lækk­andi.

Framlög til Þjóðkirkjunnar aukast hlutfallslega meira en til Landspítalans

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs munu framlög ríkissins til Þjóðkirkjunnar hækka um tæp 8,8 prósent frá síðasta ári. Til samanburðar hækka framlög ríkisins til Landspítalans um tæplega 7,3 prósent á milli ára.

Framlög til Landspítalans hækka um fjóra milljarða samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en forstjóri Landspítalans hefur sagt að spítalinn þurfi á 12 milljarða aukningu að halda vegna langtímaundirfjármögnunar, fjölgunar Íslendinga, viðhalds á tækjum, tækjakaupa, aldraðra, eldri bygginga, reksturs jáeindaskanna, leiðréttingar launa, kennslustarfa og fleira.

Fyrir utan 8,8 prósent aukningu á framlögum ríkisins til Þjóðkirkjunnar hækka sóknargjöld um tæplega 2,5 prósent og framlag ríkisins til Kirkjumálasjóðs og Jöfnunarsjóðs sókna hækkar einnig um tæp 2,5 prósent.

Sóknargjöld hækka - allir borga

Starfsstjórn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, leidd af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, lagði í gær fram frumvarp til fjárlaga 2017. Samkvæmt því munu framlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar nema 2.075,6 milljónum króna á næsta ári, en voru 1.907,6 milljónir króna í fyrra. Þá verða sóknargjöld hækkuð úr …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár