Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs munu framlög ríkissins til Þjóðkirkjunnar hækka um tæp 8,8 prósent frá síðasta ári. Til samanburðar hækka framlög ríkisins til Landspítalans um tæplega 7,3 prósent á milli ára.
Framlög til Landspítalans hækka um fjóra milljarða samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en forstjóri Landspítalans hefur sagt að spítalinn þurfi á 12 milljarða aukningu að halda vegna langtímaundirfjármögnunar, fjölgunar Íslendinga, viðhalds á tækjum, tækjakaupa, aldraðra, eldri bygginga, reksturs jáeindaskanna, leiðréttingar launa, kennslustarfa og fleira.
Fyrir utan 8,8 prósent aukningu á framlögum ríkisins til Þjóðkirkjunnar hækka sóknargjöld um tæplega 2,5 prósent og framlag ríkisins til Kirkjumálasjóðs og Jöfnunarsjóðs sókna hækkar einnig um tæp 2,5 prósent.
Sóknargjöld hækka - allir borga
Starfsstjórn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, leidd af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, lagði í gær fram frumvarp til fjárlaga 2017. Samkvæmt því munu framlög ríkisins til Þjóðkirkjunnar nema 2.075,6 milljónum króna á næsta ári, en voru 1.907,6 milljónir króna í fyrra. Þá verða sóknargjöld hækkuð úr …
Athugasemdir