Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Framlög til heilbrigðismála aukast um 1,6 milljarða

Eng­ar að­halds­ráð­staf­an­ir verða gerð­ar vegna al­manna- og at­vinnu­leys­is­trygg­inga og mennta­mála og heil­brigð­is­stofn­ana í fjár­lög­um árs­ins 2016. Þetta kem­ur fram í kynn­ing­ar­efni frá ráðu­neyt­inu.

Framlög til heilbrigðismála aukast um 1,6 milljarða

Engar aðhaldsráðstafanir eru gerðar vegna almanna- og atvinnuleysistrygginga og menntamála og heilbrigðisstofnana í fjárlögum ársins 2016. Þetta kemur fram í kynningarefni sem dreift var á blaðamannafundi í Hörpu í hádeginu.

„Framlög til heilbrigðismála aukast um 1,6 mia. kr., s.s. með styrkingu á rekstrargrunni sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, auknum framlögum til heilsugæslunnar og til framkvæmdaáætlunar um byggingu nýrra hjúkrunarheimila. Jafnframt er gert ráð fyrir framlögum til að ljúka hönnun meðferðarkjarna Landspítala og byggingu sjúkrahótels,“ segir í tilkynningu.

Þetta þýðir að ríkisstjórnin hefur ákveðið að falla frá þeirri aðhaldskröfu sem til stóð að gerð yrði í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu, líkt og Bjarni Benediktsson greindi frá í viðtali við Morgunblaðið og Stundin fjallaði um fyrr í sumar. 

Stutt er við nýsköpun og vísindi með auknum framlögum. Sú aukningin nemur 2 milljörðum. Þá eru framlög til framhaldsfræðslu og starfsmenntunar aukin samhliða því að ný framlög eru veitt til átaks til að efla lestrarkunnáttu barna. Verða sérstök framlög veitt til að stofna embætti héraðssaksóknara sem miðar að því að skjóta styrkari stoðum undir ákæruvald í landinu og auka málshraða.

Fjallað verður ítarlega um fjárlagafrumvarpið hér á vefnum í dag. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár