Framlög til heilbrigðismála aukast um 1,6 milljarða

Eng­ar að­halds­ráð­staf­an­ir verða gerð­ar vegna al­manna- og at­vinnu­leys­is­trygg­inga og mennta­mála og heil­brigð­is­stofn­ana í fjár­lög­um árs­ins 2016. Þetta kem­ur fram í kynn­ing­ar­efni frá ráðu­neyt­inu.

Framlög til heilbrigðismála aukast um 1,6 milljarða

Engar aðhaldsráðstafanir eru gerðar vegna almanna- og atvinnuleysistrygginga og menntamála og heilbrigðisstofnana í fjárlögum ársins 2016. Þetta kemur fram í kynningarefni sem dreift var á blaðamannafundi í Hörpu í hádeginu.

„Framlög til heilbrigðismála aukast um 1,6 mia. kr., s.s. með styrkingu á rekstrargrunni sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, auknum framlögum til heilsugæslunnar og til framkvæmdaáætlunar um byggingu nýrra hjúkrunarheimila. Jafnframt er gert ráð fyrir framlögum til að ljúka hönnun meðferðarkjarna Landspítala og byggingu sjúkrahótels,“ segir í tilkynningu.

Þetta þýðir að ríkisstjórnin hefur ákveðið að falla frá þeirri aðhaldskröfu sem til stóð að gerð yrði í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu, líkt og Bjarni Benediktsson greindi frá í viðtali við Morgunblaðið og Stundin fjallaði um fyrr í sumar. 

Stutt er við nýsköpun og vísindi með auknum framlögum. Sú aukningin nemur 2 milljörðum. Þá eru framlög til framhaldsfræðslu og starfsmenntunar aukin samhliða því að ný framlög eru veitt til átaks til að efla lestrarkunnáttu barna. Verða sérstök framlög veitt til að stofna embætti héraðssaksóknara sem miðar að því að skjóta styrkari stoðum undir ákæruvald í landinu og auka málshraða.

Fjallað verður ítarlega um fjárlagafrumvarpið hér á vefnum í dag. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár