Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Framlög til heilbrigðismála aukast um 1,6 milljarða

Eng­ar að­halds­ráð­staf­an­ir verða gerð­ar vegna al­manna- og at­vinnu­leys­is­trygg­inga og mennta­mála og heil­brigð­is­stofn­ana í fjár­lög­um árs­ins 2016. Þetta kem­ur fram í kynn­ing­ar­efni frá ráðu­neyt­inu.

Framlög til heilbrigðismála aukast um 1,6 milljarða

Engar aðhaldsráðstafanir eru gerðar vegna almanna- og atvinnuleysistrygginga og menntamála og heilbrigðisstofnana í fjárlögum ársins 2016. Þetta kemur fram í kynningarefni sem dreift var á blaðamannafundi í Hörpu í hádeginu.

„Framlög til heilbrigðismála aukast um 1,6 mia. kr., s.s. með styrkingu á rekstrargrunni sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, auknum framlögum til heilsugæslunnar og til framkvæmdaáætlunar um byggingu nýrra hjúkrunarheimila. Jafnframt er gert ráð fyrir framlögum til að ljúka hönnun meðferðarkjarna Landspítala og byggingu sjúkrahótels,“ segir í tilkynningu.

Þetta þýðir að ríkisstjórnin hefur ákveðið að falla frá þeirri aðhaldskröfu sem til stóð að gerð yrði í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu, líkt og Bjarni Benediktsson greindi frá í viðtali við Morgunblaðið og Stundin fjallaði um fyrr í sumar. 

Stutt er við nýsköpun og vísindi með auknum framlögum. Sú aukningin nemur 2 milljörðum. Þá eru framlög til framhaldsfræðslu og starfsmenntunar aukin samhliða því að ný framlög eru veitt til átaks til að efla lestrarkunnáttu barna. Verða sérstök framlög veitt til að stofna embætti héraðssaksóknara sem miðar að því að skjóta styrkari stoðum undir ákæruvald í landinu og auka málshraða.

Fjallað verður ítarlega um fjárlagafrumvarpið hér á vefnum í dag. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Náum ekki verðbólgumarkmiði fyrr en 2027 – launahækkanir lykilþáttur
5
Fréttir

Ná­um ekki verð­bólgu­mark­miði fyrr en 2027 – launa­hækk­an­ir lyk­il­þátt­ur

Vara­seðla­banka­stjóri seg­ir bank­ann gera ráð fyr­ir að verð­bólga hækki aft­ur áð­ur en hún lækk­ar. Spár Seðla­bank­ans geri ráð fyr­ir að verð­bólgu­markmið ná­ist á fyrri hluta 2027. Launa­hækk­an­ir sem tryggð­ar voru í síð­ustu kjara­samn­ing­um hafi gegnt lyk­il­hlut­verki í því að við­halda inn­lend­um hluta verð­bólg­unn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár